Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 24
Í dag, klukkan sextán, verður Gall-
erí Ágúst opnað með sýningu tveggja
myndlistarmanna, en þeir eru Ásdís Sif
Gunnarsdóttir og Rakel Bernie.
Stofnandi og eigandi gallerísins, Sig-
rún Sandra Ólafsdóttir, er með opnun
þess að láta fjögurra ára draum ræt-
ast en hugmyndina fékk hún þegar hún
var stödd á samtímalistamessu í Torri-
no á Ítalíu.
„Þarna voru samankomin um 200
gallerí alls staðar að úr heiminum og
mér gafst tækifæri á að kynnast þess-
um heimi og galleríistunum sem standa
að baki honum,“ segir Sigrún.
„Við veru mína á þessari messu virð-
ist fræi hafa verið sáð í kollinn á mér.
Ég fór á fullt í að skoða hvað væri að
gerast í þessum málum hér á Íslandi –
hvað listamenn væru að gera og hverj-
ar þarfir markaðarins væru og ég sá að
það var greinilega þörf á fleiri fagleg-
um galleríum sem vinna með samtíma-
list og samtímalistamönnum.
Smám saman fór svo þessi hugmynd
mín að vinda upp á sig og undirbúning-
urinn um leið. Ég hef eftir þessa fyrstu
messu farið á sams konar messur í
Sviss, aðra á Ítalíu, í London og svo fór
ég til Miami í Bandaríkjunum. Ég hef
jafnframt fengið tækifæri til að vinna
á þessum messum og með því kynnst
þessum heimi afar vel. Á sama tíma
hef ég svo stundað nám í listfræðum
svo það má með réttu kalla þetta góðan
undirbúning,“ segir Sigrún og hlær.
Sigrún ákvað að vel skyldi vanda
til verksins og fékk því ítalska arki-
tektinn Massimo Santanicchia til þess
að hanna sýningarsalinn, en sá hefur
unnið og starfað hérlendis til margra
ára og kennir meðal annars í Listahá-
skóla Íslands.
„Rýmið tókst alveg ótrúlega vel og
listamennirnir sem ætla að vígja það
hafa margoft haft á orði hvað verkin
njóti sín vel í lýsingunni og á þessum
veggjum,“ segir hún.
Galleríið verður opnað í dag með
sýningu þeirra Ásdísar Sifjar Gunnars-
dóttur og Rakel Bernie, Fenómena, en
báðum listamönnunum hefur orðið vel
ágengt á sviði samtímalistar til þessa.
„Þær eru að mörgu leyti ólíkir lista-
menn enda eru þær hvor af sínu þjóð-
erninu og svolítill aldursmunur á milli
þeirra líka, en á sama tíma er sitthvað
sem tengir þær,“ segir Sigrún Sandra
og bendir um leið á orð bandaríska
sýningarstjórans, Mariangelu Capuzzo,
sem segir þær Ásdísi og Rakel báðar
vinna með hið hversdagslega og vefja
það ævintýra- og yfirnáttúrublæ.
Gallerí Ágúst er á Baldursgötu 12,
beint á móti veitingastaðnum Þremur
Frökkum og verður opið frá miðviku-
degi til laugardags milli klukkan tólf og
fimm og eftir samkomulagi.
Bæjarhátíð Þorlákshafnar,
Hafnardagar, hófst á
fimmtudaginn og stendur
fram á sunnudag. Bæjar-
búar munu gera margt til
að gleðja sig og aðra.
Klukkan 11.00 í dag er
dorgveiðikeppni á Suður-
garði. Handverksmark-
aður verður við Ráðhús
Ölfuss þar sem hægt er
að festa kaup á ýmissi list,
humar og harðfiski.
Ljósmyndasýning er í
Ráðhúsinu þar sem sýnd-
ar eru myndir frá Þorláks-
höfn teknar árið 1911.
Hjalti Úrsus stjórnar
keppni klukkan 16.00 um
titilinn Hafnartröllið.
Að kvöldi laugardags
verður varðeldur með
fjöldasöng og loks dans-
leikur með hljómsveitinni
Ingó og gaurunum.
Á sunnudeginum geng-
ur Karl Sigmar Karlsson
um götur Þorlákshafnar
og rifjar upp gamla daga.
Auk þess verður hægt að
fara í litboltakeppni alla
helgina á túninu við póst-
húsið.
Nánari upplýsingar er að
finna á síðunni www.hafn-
ardagar.is
Hafnardagar í
Þorlákshöfn
„Ég loka augunum eitt andartak með rit-
vélina fyrir framan mig. Tæmi hugann
og bíð þolinmóð og þá, eins greinilega og
ef ég horfði á þau með eigin augum, birt-
ast börnin, persónurnar í huga mér. Svo
horfi ég á þau lifna við, hreyfa sig, tala,
hlæja… beint fyrir framan mig. Þetta er
eins og að hafa lítið sýningartjald í hugan-
um. Svo skrifa ég það sem ég sé og heyri á
ritvélina mína.“
Auðjöfurinn Andrew Carnegie andast
50 ára afmæli
14. ágúst.
Valdimar Þór
Haraldsson
verður með opið hús Í Ölfusborgum
11. ágúst. Vinir og ætting jar
velkomnir.
Ástkær bróðir,
Óli H. Karlsson
(f. 1935), frá Siglufirði, Snorrabraut 32,
andaðist á líknardeild Landspítala á Landakoti laugar-
daginn 28. júlí. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi.
Ragnar Karlsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Guðrúnar Elísabetar
Guðmundsdóttur
Frá Stóra-Nýjabæ, Skógarbæ, Árskógum 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar og LSH fyrir
ummönnun Guðrúnar svo og sr. Bolla Pétri Bollasyni
og allra annarra sem komu að útför hennar.
Ómar Heiðberg Ólafsson Kristín Þórarinsdóttir
Bragi Hjörtur Ólafsson
Guðmundur Kristinn Ólafsson Ingibjörg Sigurðardóttir
S. Stefán Ólafsson Jóhanna Guðbrandsdóttir
Olga Ólafsdóttir Sigurður Jónsson
Sólveig Ólafsdóttir Trausti Hermannsson
Sigurlín Ólafsdóttir Ólafur Valur Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Péturs G. Jónssonar
vélvirkja, Holtagerði 13, Kópavogi,
sem lést 12. júlí síðastliðinn.
Margrét Veturliðadóttir
Jóna Lilja Pétursdóttir
Jón Pétur Pétursson Kristín Guðmundsdóttir
Gunnar Pétursson Lísbet Grímsdóttir
Katla Þorsteinsdóttir
Þorlákur Pétursson Sigríður Sigmarsdóttir
Margrét P. Cassaro Sigurgeir Gunnarsson
afabörn, langafabörn og systkini.
lést mánudaginn 06. ágúst og verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 14. ágúst.
Fyrir hönd systur og annarra aðstandanda.
Berta J. Einarsdóttir
Elskulegur föðurbróðir minn,
Sverrir Jónsson
Hvammi, Húsavík,
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Bára Sævaldsdóttir
frá Sigluvík,
lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri 5. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Svalbarðskirkju miðviku-
daginn 15. ágúst kl. 11.00.
Sævaldur Valdimarsson Vigdís Halldórsdóttir
Smári Fanndal Einarsson
Bára Sævaldsdóttir Haukur Eiríksson
Steinunn Jóna Sævaldsdóttir Stefán Einar Jónsson
Valdimar Stefán Sævaldsson
og langömmubörn.