Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 30
S tephen Harper, forsæt- isráðherra Kanada, er nýkominn úr þriggja daga ferð um heim- skautaslóðir þar sem hann ítrekaði harðlega að Rússar ættu engan veginn einir tilkall til norðurskautsins. Ferð Harpers er farin í beinu framhaldi af leiðangri Rússa til norðurskautsins, þar sem þeir sendu niður kafbát og komu fyrir rússneska fánanum í títanhylki á hafsbotninum. Rússar hafa allt frá árinu 2001 sagst eiga tilkall til stórs hafsvæð- is á norðurskautinu, en ekkert annað ríki hefur viðurkennt þær kröfur, og Kanadamenn hafa brugðist hart við rússneska leið- angrinum. „Rússar sendu kafbát til að setja lítinn fána á hafsbotninn. Við send- um forsætisráðherra okkar til að ítreka fullveldisrétt Kanada,“ hafði AP fréttastofan eftir ónafn- greindum embættismanni í Kan- ada. Þótt ferð Harpers á heim- skautaslóðirnar í Kanada hafi verið skipulögð fyrir löngu, þá hefur norðurskautsleiðangur Rússa gefið þessari ferð aukið vægi og Harper fór ekki dult með að Kanadamenn muni í engu gefa eftir í deilunum við Rússa. Meðal þess sem Kanadamenn ætla gera á næstunni er að opna stóra höfn fyrir herskip á norð- urströnd Kanada. Á morgun ætla síðan Danir að senda af stað leiðangur til norður- skautsins, skipaðan 40 vísinda- mönnum sem ætla að gera ýmsar rannsóknir á svæðinu og fara áður ókannaðar slóðir. Danir ætla að sigla frá Sval- barða, sem tilheyrir Noregi, á sænskum ísbrjót sem heitir Óðinn og njóta aðstoðar frá kjarnorku- knúnum rússneskum ísbrjót sem er nógu kraftmikill til að geta brotist í gegnum hart íslagið sem sums staðar er allt að fimm metra þykkt. „Enginn hefur áður siglt um þetta svæði. Skipum hefur verið siglt meðfram ísjaðrinum en eng- inn hefur farið þarna inn,“ segir leiðangursstjórinn Christian Marcussen í viðtali við AP. Auk Rússlands, Kanada og Dan- merkur gera Bandaríkin og Nor- egur einnig tilkall til hafsvæðis og þar með hafsbotnsins við norður- skautið. Deilur þessara ríkja um svæðið hafa staðið árum og ára- tugum saman. Til dæmis gera bæði Danir og Kanadamenn tilkall til Hanseyju, sem er aðeins tæplega 1300 fer- kílómetrar að stærð, og er norð- austur af Grænlandi. Þær deilur hafa staðið áratugum saman. Árið 1984 gerði Tom Høyem, þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dan- merkur, sér til dæmis ferð til Hanseyju og setti þar niður fána- stöng með danska fánanum. Samkvæmt alþjóðalögum er norð- urpóllinn alþjóðlegt hafsvæði sem ekkert ríki á tilkall til. Fimm ríki eiga þó 200 sjómílna efnahagslög- sögu út frá ströndum umhverfis norðurpólinn. Rússar byggja kröfur sínar hins vegar á því að Lomonosov-hrygg- urinn, stór neðansjávarhryggur sem teygir sig þvert yfir norður- skautið frá Síberíu til Kanada og Grænlands, sé í raun framlenging á landgrunni Síberíu. Tilgangurinn með ferð Rússa til norðurskautsins var meðal annars sá að gera ýmsar mælingar og kortleggja betur Lomonosov- hrygginn til þess að renna stoðum undir kröfur sínar. Kanadamenn og Danir mótmæla hins vegar þessum rökum og benda á að á hinum enda hryggjar- ins sé hann beint framhald af land- grunni Kanada annars vegar og Grænlands hins vegar. Þess vegna eigi þeir jafnmikið tilkall til hans og Rússar. Samkvæmt bandarískri rannsókn er talið að undir hafsbotni norður- skautsins kunni að leynast fjórð- ungur af allri þeirri olíu og gasi, sem enn er ófundið. Það munar um minna, og nú virðist kapp- hlaupið um þessar auðlindir vera að hefjast fyrir alvöru. Hlýnun jarðar á stóran þátt í því að þessar deilur koma upp núna, þar sem ísinn hefur bráðnað hraðar en menn áttu von á. Búist er við því að innan fárra áratuga verði hægt að halda uppi reglu- legum siglingum norður fyrir Kanada og víðar um hafið við norðurskautið, og um leið verður auðveldara að vinna auðlindir úr hafsbotninum. Artur Chilingarov, leiðangursstjóri Rússa í norðurskautsferðinni, er tæplega sjötugur, þekktur heim- skautakönnuður í Rússlandi og jafnframt varaforseti Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins. Rússar virðast stoltir af þessu nýjasta afreki hans og meðal ann- ars tók Vladímír Pútín Rússlands- forseti vel á móti Chilingarov og þakkaði honum framtakið. „Mér er fjárans sama hvað allir þessir útlendu stjórnmálamenn segja um þetta,“ sagði Chiling- arov um gagnrýni Kanadamanna um daginn. „Rússland hlýtur að sigra. Rússland hefur allt sem þarf til að ná sigri. Norðurheim- skautið hefur alltaf verið rúss- neskt.“ Rússneski utanríkisráðherrann, Sergei Lavrov, segir ennfremur ekki nema sjálfsagt að Rússar hafi sett niður fána á norðurpólnum: „Alltaf þegar könnuðir hafa kom- ist á stað sem enginn annar hefur kannað, þá setja þeir niður fána,“ sagði hann. „Þannig var þetta gert á tunglinu.“ Aðdráttarafl norðurskautsins Rússar vöktu heldur betur athygli umheimsins í síðustu viku þegar þeir komu fyrir fána á hafsbotni norðurpólsins og gerðu þar tilkall til eignar- halds. Kanadamenn voru snöggir til að mótmæla og núna um helgina ætla Danir í leiðangur til norðurpólsins. Bandaríkjamenn og Norðmenn vilja líka sinn skerf í auðlindunum sem hlýnun jarðar gerir æ aðgengilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.