Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 72
Eftir kántríkvöld í Nashville beið bilaður bíllinn eftir
ferðahópnum, sem og fimm tíma keyrsla til Memphis.
Við rúlluðum áfram eftir hraðbrautinni, mun hægar en
aðrir bílar og það var frekar niðurdrepandi að horfa
upp á aðra vegfarendur þjóta fram hjá okkur í steikj-
andi hitanum. Bíllinn komst þó stórslysalaust á leiðar-
enda.
Eftir einn dag í Memphis var augljóst að heimamenn
eru með Elvis Presley á heilanum. Sama við hvern þú
talar, allir tengjast „kónginum“ á einhvern furðulegan
máta. Amma stráks, sem við hittum á bar, var æsku-
kærasta Elvis, faðir gengilbeinunnar á dænernum, sem
við borðuðum á, kom að Elvis dauðum á klósettinu og ég
gæti haldið áfram og áfram. Við gátum því ekki annað
en tekið stefnuna á Graceland, heimili Elvis til fjölda
ára. Ég mun seint sjá eftir þeirri ákvörðum, þar sem
Graceland sýnir á mjög áhugaverðan máta hvað gerist
þegar fátækur Suðurríkjadrengur fær fjárráð Holly-
wood-stjörnu.
Nánast allt yngra fólk, sem varð á vegi okkar í
Memphis mælti með að við skoðuðum stærsta einkasafn
tileinkað Elvis. „Graceland Too“ er staðsett í Holly
Springs, um klukkutíma keyrslu fyrir utan Memphis.
Safnið er á heimili furðufuglsins Pauls McLeod og opið
allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, allan ársins
hring. Samkvæmt ráðleggingum mættum við því klukk-
an tvö eftir miðnætti og viti menn, Paul kom galvaskur
til dyra. Hófst vægast sagt stórskrítinn túr um heimili
hans, sem er fullt af hverju því, sem tengist Elvis á ein-
hvern máta. Paul var þó áhugaverðari en flestir safn-
munirnir enda talaði hann mest um sjálfan sig.
Margir segja að blúsinn hafi fæðst í Memphis. Flest-
ar blúsbúllurnar sem urðu á vegi okkar virtust hálf-
gerðar túristagildrur og það sama má segja um kántrí-
klúbbana í Nashville. Síðasta kvöldið okkar í Memphis
hittum við þó naglann á höfuðið þegar við römbuðum
inn á Ernestine and Hazel‘s. Í dag er þar til húsa bar, en
áður var þar hótel, veitingastaður og hóruhús. Saga
staðarins er vægast sagt mögnuð, þar sem hann þjónaði
blökkumönnum á tímum aðskilnaðarstefnunnar og
gistu því helstu blússtjörnurnar á hótelinu. Best er að á
barnum er enn dimmt og drungalegt andrúmsloft og
saga staðarins er ekki búin upp í glansmynd, eins og
svo oft vill gerast.
Maturinn í suðuríkjunum virðist einkennist af „soul
food“ og „po’ boy (poor boy)“ matargerð, sem er einkar
áhugaverð. Nánast allt sem hægt er að steikja er steikt
og vænni klípu af smjöri bætt út á það, sem ekki er
hægt að steikja. Kólesterólmagnið í líkama mínum
hefur því verið í veldisvexti síðustu daga og þó matur-
inn sé góður vona ég að ég komist í heilbrigðari matar-
menningu von bráðar.
Frá Memphis lá leiðin til New Orleans. Gert var við
bílinn meðan við dvöldum í Memphis og var því keyrsl-
an meðfram Mississippi-ánni einstaklega ánægjuleg.
Við keyrðum fáfarna sveitavegi, gegnum litla bæi úr
alfaraleið. Í Greenville stoppuðum við í „Mama’s
Country Shop“ til að taka bensín. Starfsfólkið rak strax
augun í að við vorum utanbæjarfólk og tóku okkur tali.
Einhverra hluta vegna fékk eigandi búðarinnar,
„Mama“, þá flugu í hausinn að við værum að ferðast
með bát niður Mississippi-fljótið. Einn viðskiptavinur-
inn var fljótur að lagfæra þann misskilning: (lesist með
mesta rauðhálsa hreim sem hugsast getur) „No mama,
they like them hippies. Them travel in a van.“ Starfs-
fólkið kvaddi okkur með ráðleggingunum „Don’t take
the wrong turn around this neck of the woods, they’ll
make a woman out of you“. Við læstum því bílhurðum,
skrúfuðum upp glugga og þutum suður.
Dýrin sem verða fyrir bílum verða þeim mun furðu-
legri eftir því sem við komumst sunnar. Í byrjun ferðar
mátti oft sjá íkorna og þvottabirni í vegköntum. Stuttu
eftir að við yfirgáfum Memphis sáum við beltisdýr
birtast hér og þar. Þegar við keyrðum inn í Louisiana
og nálguðumst New Orleans lá hvorki meira né minna
en dauður krókódíll á veginum. Ég vona risaeðlur séu
útdauðar í Texas.
New Orleans er í ansi skrýtnu ástandi. Eyðilegging-
in er enn mjög mikil í nokkrum hlutum borgarinnar,
en franski fjórðungurinn, sem er helsta túristasvæðið
ber nánast engin ummerki um hvirfilbylinn Katarínu
fyrir utan nokkur hjólhýsahverfi, sem hýsa heimilis-
lausa. Þrátt fyrir allt fjörið á „Bourbon Street“ í
franska fjórðungnum, er stefnan tekin til Texas eftir
nótt í New Orleans til að sjá hina sönnu Ameríku.
Það var margt sem gerði Kristin
svona ástsælan með þjóðinni enda
kom hann víða við með sínum ljúfa
söng, smitandi kímnigáfu, elsku-
semi og hlýrri nærveru. Hann var
sérstæður persónuleiki og auðvit-
að öngum líkur – þegar hann kom í
hús í menntamálaráðuneytinu og
djúp röddin hljómaði um allt húsið
af stigaganginum, þá lifnaði yfir
öllu í ráðuneytinu.
Sveinn Einarsson: Minningargrein
í Mbl. 8.8.
Sigurður Jónsson skrifar og kvart-
ar undan ruglingi fólks á eintölu og
fleirtölu. Sem dæmi tilgreinir hann
„jarðaber“ og „fermingagjafir“.
Ég hafði ekki tekið eftir þessu fyrr
en um daginn að ég sá auglýst
„jarðaber“ í stórmarkaði. Þetta er
að sjálfsögðu rangt, Jörðin er ein
og berin mörg, fermingin ein en
gjafir margar. Því skal segja
jarðarber og fermingargjafir.
„…var refsiramminn nýlega hækk-
aður úr 6 árum í 8 ár,“ var sagt í
morgunfréttum Ríkisútvarpsins
19. júlí. Hér er á ferð algeng rang-
notkun á so. hækka og lækka. Í
mínum huga er rammi hækkaður
með því að færa hann ofar á vegg.
Refsingar eru þyngdar og sektir
hækkaðar, og kannski er misskiln-
ingurinn þaðan ættaður. Auk þess
þykir mér orðið refsirammi heldur
vandræðalegt þótt það komi fyrir í
lagamáli og sé tilgreint í orðabók.
Flugfélag auglýsir boð um að
„skjótast til Evrópu á frábæru til-
boðsverði“. Er Ísland ekki í Evr-
ópu? Mér finnst þetta ámóta rök-
rétt og að skjótast til Íslands í
innanlandsflugi. Veðurfræðingar í
sjónvarpi tala líka stundum um
veðurfar í Evrópu, þegar augljós-
lega er átt við meginland álfunnar.
„…þegar syni hennar var hafnað
leikskólaplássi,“ var sagt á Stöð 2
19. júlí, og ég hrökk við. Að hafna
einhverjum einhverju?? Honum
kann að hafa verið neitað um eða
synjað um pláss, eða þá að leik-
skólinn hafi hafnað honum, sem
hljómar reyndar ekki vel.
„Með glamrandi tennur í gúmmí-
stígvélum en halda þó kúlinu“,
segir í fyrirsögn á forsíðu Morgun-
blaðsins, hvorki meira né minna.
Er kúl nú orðið gjaldgengt
íslenskt nafnorð á forsíðu þessa
virðulega blaðs? Ég lít á þetta
sem vanvirðu við tungumálið og
lesendur blaðsins.
„Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið
að venda sínu kvæði í kross,“ segir
hér í Fbl. 21. júlí, og er einkar lag-
lega komist að orði um mann sem
hefur afráðið að snúa sér að guð-
fræði, hvort sem það var nú með-
vitað eða ekki.
„…fyrir þá langt leiddustu“ sagði
fréttamaður í Kastljósi Sjónvarps-
ins 24. júlí. Leiddur-leiddari-leidd-
astur? Er það nútímaíslenska?
Augnatillit á það til að espa þrá,
einkum það sem ekki má,
óskafagurt til að sjá.
Vilji menn senda mér braghendu
eða góðfúslegar ábendingar: npn@
vortex.is
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur
Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12
99 kr. smsið
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón,
þá sendir þú SMS-ið:
JA LAUSN JON
.
LEYSTU
KROSSGÁTUN
A!
ÞÚ GÆTIR UN
NIÐ
GLÆNÝJA
POTTÞÉTT 4
4
GEISLAPLÖT
U