Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 40
STEFNAN SETT Á UEFA-SÆTI Það er engan bilbug að finna á Eggerti þrátt fyrir að tímabilið í fyrra hafi verið erfitt fyrir West Ham og að liðið hafi bjargað sér frá falli í síðustu umfer- ðinni. Hann stefnir ótrauður að háleitum markmiðum og segir við Sport að markið sé sett á UEFA-sæti á komandi tímabili. „Ef við náum þeim leikman- nahópi sem við vonumst eftir þá vil ég stefna á UEFA-sæti. Við ætlum okkur í það minnsta að vera í efri hluta deildarin- nar,“ segir Eggert. Koma Freddie Ljungberg frá Arsenal hefur haft mikil og góð áhrif á leikmenn West Ham að sögn Eggerts. „Það tók talsverðan tíma að klára það að fá Ljungberg hingað en það er sterkt fyrir félagið að fá mann sem hefur unnið næstum allt Hann veit út á hvað þetta gengur og mun færa okkur framar.“ Já, það er gaman að heyra þetta,“ segir Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, þegar Sport færir honum þær fréttir að hann sé nánast í guðatölu hjá stuðningsmönnum West Ham. Í samtölum við stuðn- ingsmennina fyrir leik Leyton Ori- ent og West Ham kom fram að þeir eru afar ánægðir með íslenska stjórnarformanninn sinn. „Hr. Magnússon er frábær. Nýir eigendur virðast ætla að setja mik- inn pening inn í félagið. Hann virk- ar sem afskaplega viðkunnanlegur og eðlilegur náungi. Hann hefur gert mikið fyrir félagið, fengið góða leikmenn og ég vona að við upp- skerum eftir því,“ sagði Andrew King sem haldið hefur með West Ham í góð fjörutíu ár. Sama hljóðið er alls staðar. Eggert er vinsæll af því að hann gefur sér tíma fyrir fólkið, mætir á alla leiki og síðast en ekki síst virðast nýir eigendur ætla að setja mikla peninga inn í félagið sem nýtist til að fá góða leikmenn og borga þeim góð laun. „Ég hef frá byrjun gefið mér tíma til að sinna stuðningsmönn- unum enda eru þeir lífæð félags- ins. Án þeirra væri félagið ekki neitt. Það verður að sýna þeim kurteisi og virðingu og það er kannski eitthvað sem leikmenn mættu gera meira af,“ segir Egg- ert. Á umræddum leik gaf Eggert sér tíma til að gefa eiginhandarár- itanir til ungra aðdáenda og stillti sér upp í hverja myndatökuna á fætur annarri með bros á vör. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá því að ég kom hingað og ekki síður Björgólfur. Stuðn- ingsmennirnir okkar er frábærir og við látum þá finna fyrir því að þeir eru hluti af félaginu. Það er afskaplega mikilvægt,“ segir Egg- ert sem hefur ekki misst úr nema einn leik síðan hann tók við stjórn- artaumunum í West Ham. „Ég missti af leiknum gegn Watford í febrúar þegar ég var að hætta sem formaður KSÍ. Annars hef ég alltaf mætt á leiki enda er ég fyrst og fremst bara fótbolta- kall. Ég lifi og hrærist í þessu og sýni tilfinningar. Á leikjum er ég bara stuðningsmaður West Ham eins og allir hinir og upplifi bæði sorgina og gleðina,“ segir Eggert. Það fer ekki á milli mála að Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins. Sport fór á leik Leyton Orient og West Ham fyrir rúmum tveimur vikum og komst að því að Eggert Magnússon er eins og kvikmyndastjarna í augum stuðningsmannanna. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON SUE „Hr. Magnússon er frábær. Hann hefur keypt inn góða leikmenn og sýnt að hann hefur mikinn metnað til að ná góðum árangri. Hann er mjög áhugasamur og hefur slegið í gegn hjá mér.” MR. ATKINSSON „Hr. Magn- ússon er frábær stjórnandi og mjög góður stjórnarformaður. Hann hefur keypt mjög góða leikmenn eins og Ljungberg og fleiri. Hann er stjórn- arformaður sem menn ættu að vara sig á því hann getur farið langt með West Ham.” TOM „Fyrsta tímabilið hjá honum var afar erfitt en mé fannst hann komast vel frá því. Hann er gífur- lega áhugasamur, mætir á alla leiki og það verður gaman að fylgjast með honum þegar hann fær heilt tímabil án vandræða fyrri stjórnar.” PHIL „Hann er góður stjórnar- formaður sem hefur fært félaginu mikið. Hann hefur augljóslega komið með mikla peninga inn í félagið og ég er afskaplega ánægð- ur með hann.” 11. ÁGÚST 2007 LAUGARDAGUR4 sport Arnór Guðjohnsen Anderson, Manchester United „Hann er ungur og efnilegur og það er því hægt að vinna með honum í mörg ár. Ég sá hann á spólu þegar hann var sextán ára með brasilíska landsliðinu og það fór ekki á milli þá að þessi strákur ætti eftir að ná langt,” segir Arnór Guðjohnsen, sem er meðal annars umboðsmaður sonar síns, Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona. Ólafur Garðarsson Hermann Hreiðarsson, Port- smouth, Brynjar Björn Gunn- arsson og Ívar Ingimarsson, Reading „Ég er með þrjá frábæra drengi sem spila allir í ensku úrvalsdeild- inni og ég gæti ekki hugsað mér neina aðra leikmenn sem ég vildi frekar hafa í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru frábærir fótboltamenn og ekki síðri einstaklingar,” segir Ólafur Garðarsson. Guðlaugur Tómasson Cristiano Ronaldo, Manchester United „Ég myndi segja að hann væri mest spennandi leikmaðurinn. Hann er á rétta aldrinum og á sín bestu ár eftir. Hann hefur allt með sér, bæði hæfileika og ímynd sem eru mikils virði í dag,” segir Guðlaugur Tómasson, sem er meðal annars umboðsmaður Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá Hannover í Þýskalandi. D R A U M A S K JÓ L S TÆ Ð IN G U R IN N » UMBOÐSMENNIRNIR LÁTA SIG DREYMA „STUÐNINGSMENNIRNIR ERU LÍFÆÐ FÉLAGSINS” Eggert Magnússon er eins og kvik- myndastjarna í augum stuðnings- manna West Ham. SPORTMYND/ADAM SCOTT Allir stuðningsmenn Manchester United eiga að vera með í stuðningsmannaklúbbi MUFC á Íslandi. Ársgjaldið er einungis kr. 2.500 fyrir allt tímabilið og í vetur fá félagar sent glæsilegt skírteini, medalíu, seðlaveski með merki Man Utd, borðdagatal fyrir árið 2008, sérmerkt endurskinsmerki, 2 - 3 glæsileg 24 síðna fréttabréf og gefum heppnum greiðandi félögum nýju ManUtd treyjuna. Í ár á stuðningsmannaklúbburinn 52 ársmiða á Old Trafford sem seldir verða í samstarfi við Úrval Útsýn. Greiðið í netbanka inn á: 0111-26-115666 kt. 471294-2339 HVAÐSEGJA STUÐNINGSMENNIRNIR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.