Fréttablaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 4
Lögregla vinnur enn
að rannsókn á máli mannsins sem
fannst stórslasaður í Hraunbergi í
Breiðholti fyrir viku. Lögreglan
gerir ekki ráð fyrir að hægt verði
að yfirheyra manninn á næstunni
vegna ástands hans, og beinist
rannsóknin því að öðru.
Margeir Sveinsson hjá rann-
sóknardeild umferðarmála segir
að rætt hafi verið við fjölda fólks
vegna málsins og að lögregla sjái
fyrir enda rannsóknarinnar að
einhverju leyti. Fjórir menn voru
yfirheyrðir í byrjun viku grunaðir
um að hafa ekið manninn niður, en
síðan sleppt. Bíllinn var tekinn til
frekari rannsóknar.
Fórnarlambið
ekki yfirheyrt
Bresk kona fæddi
eineggja þríbura á sjúkrahúsi í
borginni Feldkirch í Austurríki á
mánudaginn. Líkurnar á að fæða
þríbura sem eru eineggja eru
einn á móti 200 milljónum að sögn
sjúkrahúsyfirvalda sem greindu
frá fæðingunni í gær.
Þríburarnir eru stúlkur og
heita Amy, Kim og Zoe og voru
teknar með keisaraskurði fyrir
tímann.
Þríburarnir, sem voru getnir
eftir náttúrulegum leiðum án
nokkurs konar frjósemismeðferð-
ar, vógu hver 1.500 grömm og
mældust fjörutíu sentímetrar að
lengd við fæðingu.
Móðirin er bresk kona sem býr
í vesturhluta Austurríkis. Fram
kom að börnunum heilsaðist vel
en væru undir eftirliti á gjör-
gæsludeild sjúkrahússins.
Kona átti ein-
eggja þríbura
Rússneskar
sprengjuflugvélar hafa flogið til
Kyrrahafseyjunnar Guam, þar
sem bandarísk herstöð er
starfrækt. Þetta er í fyrsta sinn
sem rússneskar flugvélar fljúga
þangað síðan í kalda stríðinu, en
þetta var gert í æfingaskyni, að
sögn flughersins.
„Í hvert sinn sem við sáum
bandarískar þotur á leiðinni þá
heilsuðum við þeim,“ sagði
hershöfðingi hjá flughernum.
Rússar flugu reglulega til Guam í
kalda stríðinu, en þaðan hefðu
þeir sent kjarnorkusprengjur ef
til kjarnorkustríðs hefði komið.
Flugu í æfinga-
flug til Guam
Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti einróma á fimmtudag að
efla starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna í Írak.
Ályktun Öryggisráðsins heimil-
ar starfsfólki Sameinuðu þjóðanna
að leggja sitt af mörkum til að
sætta andstæða hópa í Írak og afla
stuðnings frá nágrannaríkjum,
auk þess að vinna að mannúðarað-
stoð.
„Sameinuðu þjóðirnar hlakka til
að eiga náið samstarf með ráða-
mönnum og almenningi í Írak til
að kanna hvernig við getum veitt
aukna aðstoð í samræmi við þessa
ályktun,“ sagði Ban Ki-Moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna að loknum fundi.
Búist er við því að starfsfólki
Sameinuðu þjóðanna í Írak verði
fjölgað úr 65 í 95 á næstu mánuð-
um, en þó er óljóst hvað úr því verð-
ur vegna þess að starfsmannafélag
Sameinuðu þjóðanna hefur skorað
á Sameinuðu þjóðirnar að kalla allt
starfsfólk sitt frá Írak vegna þess
hve hættan þar er mikil.
Öryggismál starfsmanna SÞ í
Írak hafa lengi verið mjög við-
kvæmt mál. Kofi Annan kallaði
allt starfsfólkið heim frá Írak í
október 2003 eftir að tvær spreng-
ingar urðu í höfuðstöðum SÞ í Bag-
dad. Í ágúst 2004 heimilaði Annan
að 35 starfsmenn færu aftur til
Íraks, en fjöldi starfsmanna þar
hefur síðan verið í lágmarki af
öryggisástæðum.
Samþykkir aukið starf í Írak
Stærðarinnar
grjóthnullungur, líklega fjögur til
fimm tonn að þyngd, féll á veginn
undir Óshlíð milli Ísafjarðar og
Bolungarvíkur aðfaranótt föstu-
dags. Að sögn varðstjóra lögregl-
unnar á Vestfjörðum var mikil
mildi að enginn skyldi hafa átt leið
um veginn þegar hrunið varð.
Auk hnullungsins stóra féllu
tveir minni steinar einnig á veginn.
Vegurinn var hreinsaður og var
grjótinu ýtt fram af vegbrúninni og
út í sjó.
Talsverðar skemmdir urðu á
malbiki og vegriði. Töluvert hefur
rignt undanfarið sem getur skýrt
grjóthrunið.
Risahnullungur
skemmdi vegrið
Hinsegin dagar náðu hámarki í
gær með Gleðigöngunni. Talið er að
á bilinu 50 til 60 þúsund manns hafi
tekið þátt í hátíðarhöldunum.
„Þetta fór allt saman vel fram og
engan skugga bar á,“ segir Arnar
Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu. Mörgum götum í miðborginni
var lokað vegna göngunnar en
Arnar segir umferðina hafa gengið
nokkuð vel fyrir sig. „Það var gott
veður og fólkið vel upplagt þannig
að allt gekk vel.“
Gleðigangan var fyrst haldin í
Reykjavík árið 2000 og mættu um
fimmtán þúsund manns í þá göngu.
Gangan í ár var líklega sú fjölmenn-
asta hingað til. Um þrjátíu atriði
voru sýnd í göngunni að þessu sinni,
þar á meðal mörg tónlistar- og dans-
atriði. Einnig tóku þátt ýmsir hópar
samkynhneigðra og stuðnings-
manna þeirra. Þá var athygli vakin
á mannréttindabrotum gegn sam-
kynhneigðum víðsvegar um heim-
inn. Að göngunni lokinni var
skemmtidagskrá á Arnarhóli fram
eftir degi. Hinsegin dögum lýkur í
dag.
Fjölmenn Gleðiganga
Talið er að á bilinu 50 til 60 þúsund manns hafi tekið þátt í Gleðigöngu sam-
kynhneigðra í miðborg Reykjavíkur í gærdag. Hátíðarhöldin fóru vel fram.