Fréttablaðið - 12.08.2007, Qupperneq 6
Sýslumannsembættið
á Selfossi mun ekki senda kynferðis-
brotahluta Byrgismálsins til Ríkis-
saksóknara fyrr
en í september.
Þetta staðfestir
Þorgrímur Óli
Sigurðsson, yfir-
maður rannsókn-
ardeildar lög-
reglunnar á
Selfossi.
Ólafur Helgi
Kjartansson
sýslumaður
hafði áður sagt að til stæði að ljúka
rannsókn um mánaðamótin síðustu.
Að sögn Þorgríms reyndist örðugt
að fá fólk í skýrslutöku, sem tafði
rannsóknina, og að endingu hafi eini
maðurinn sem að málinu vann farið
í sitt lögbundna sumarfrí. Hann
mun snúa aftur í september og ljúka
málinu þá.
Sýslumannsembættið skilaði
málinu til Ríkissaksóknara eftir
fimm mánaða rannsókn í vor en
málinu var vísað aftur til sýslumanns
í lok maí til frekari rannsóknar.
Átta konur, sem allar höfðu verið
vistmenn Byrgisins, kærðu
Guðmund Jónsson, fyrrverandi
forstöðumann, fyrir að hafa nýtt sér
bágindi þeirra og aðstöðu sína til að
eiga við þær kynferðissamband. Þá
hefur saksóknari efnahagsbrota hjá
Ríkislögreglustjóra til meðferðar
svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar
sem gefur til kynna stórfellda
óráðsíu í fjármálum Byrgisins.
„Indverski fíllinn hreyfist
mjög hægt, en hann kemst sínar
leiðir,“ segir Elías Gunnarsson,
ræðismaður Indlands á Íslandi.
Ríkisstjórn Indlands hefur nú
samþykkt að stofna sendiráð á
Íslandi og vonast til að af því verði
á þessu fjárhagsári. Dasmuni
upplýsingaráðherra tilkynnti þetta
að loknum ríkisstjórnarfundi á
fimmtudag.
Elías segir stofnun sendiráðs
hafa verið í bígerð allt frá því að
íslenskt sendiráð var opnað í
Nýju-Delí. Á fundi fyrir skömmu
lagði svo forsætisráðherra
Indlands blessun sína yfir
sendiráðið.
Indverski fíllinn
hreyfist hægt
Íbúar við Sæmund-
argötu 5 á Sauðárkróki eru
óánægðir með að útibú Bílaleigu
Akureyrar, sem er rekin úr hús-
inu, teppi fimm af sjö bílastæðum
fyrir framan húsið. Yfirlögreglu-
þjónn bæjarins og konan hans
reka bílasöluna, en hún var áður
rekin úr lögreglustöðinni.
Jóhanna Sturludóttir, sem á
tvær íbúðir í húsinu, segist hafa
misst leigjanda vegna bílastæða-
skortsins. Hún hafi kvartað við
Sísí Steindórsdóttur, sem rekur
bílasöluna, en hafi fengið þau svör
að hún yrði að leita til lögreglu.
Maður hennar, Björn Mikaelsson,
er yfirlögregluþjónn bæjarins og
rekur bílasöluna með henni.
Jóhanna segir yfirlögregluþjón-
inn sitja beggja megin borðs.
Óeðlilegt sé að hann stundi þessi
vinnu samhliða lögreglustarfi.
„Ég er búin að tala við lögfræð-
ing um að gengið sé á okkar rétt,“
segir Jóhanna. „Við viljum bara fá
okkar bílastæði.“ Hún segir for-
stjóra Bílaleigu Akureyrar hafa
lofað að íbúar fengju stæðin, en
það hafi ekki geng-
ið eftir.
„Maður í
opinberu starfi
eins og yfirlög-
regluþjónn á að sýna samborgur-
um sýnum meiri virðingu og til-
litssemi en aðrir,“ segir Jóhanna.
Hún segist hafa beðið formlegra
svara byggingafulltrúa vegna
málsins síðan 10. maí. Íbúar ósk-
uðu þess að mengandi starfsemi
yrði ekki gefið starfsleyfi. Það var
hunsað og fjórum dögum seinna
hlaut bílaleigan starfsleyfi til árs-
ins 2019.
Björn rak bílaleiguna áður úr
lögreglustöðinni og teppti bíla-
stæðin hjá nálægum bóksala.
Tekið var fyrir það. Þá flutti
hann starfsemina.
Ríkarður Másson sýslumaður
staðfestir frásögn Jóhönnu.
„Við getum ekki sem
lögregluembætti haft afskipti af
því hvernig menn nota bílastæði
við húsin sín,“ segir Ríkarður.
Sýslumaður segir vissulega
óeðlilegt að yfirlögregluþjónn sé
einnig í forsvari fyrir bílaleigu.
„Það hafa verið gerðar ráðstafanir
í sumar til að því linni,“ segir Rík-
arður. Hann segir aðra munu taka
við bílaleigunni.
Ríkarður segir að áður hafi
verið tekið fyrir að bílaleigan væri
rekin út úr lögreglustöðinni. Það
hafi hins vegar verið fyrir sína tíð
í embætti sýslumanns.
Ekki náðist í Sísí eða Björn við
gerð fréttarinnar, en þau munu
vera erlendis.
Segir yfirlögregluþjón
teppa flest bílastæðin
Íbúi á Sauðárkróki segir bílaleigu teppa nær öll stæði við íbúð hans með bílum.
Bílaleigan er rekin af yfirlögregluþjóni og konu hans. Hann rak bílaleiguna áður úr
lögreglustöðinni, en það var stöðvað. Skipt verður um rekstraraðila bílaleigunnar.
Hjallastefnan mun í
ágúst opna leikskóla fyrir börn á
háskólasvæði Keilis á gamla
varnarsvæðinu í Reykjanesbæ.
Leikskólinn hefur hlotið nafnið
Völlur.
Samningur á milli Hjallastefn-
unnar, Reykjanesbæjar og Keilis
um þetta var undirritaður á mið-
vikudaginn.
Ásamt leikskóla mun Hjalla-
stefnan starfrækja grunnskóla
fyrir börn á svæðinu sem sækja
fyrsta til fjórða bekk. Eldri börn
sækja nám sitt í aðra grunnskóla
Reykjanesbæjar.
Um 700 íbúar munu flytja á
varnarsvæðið um miðjan ágúst.
Leikskólinn fær
nafnið Völlur Þórunn Sveinbjarn-ardóttir umhverfisráðherra þáði í
vikunni boð heimamanna við
Þjórsá og fór í kynnisferð með
þeim upp með ánni. Þar gerðu
heimamenn ráðherra grein fyrir
ýmsum atriðum sem þeim þykja
hafa gleymst í umræðunni um
virkjanir í Þjórsá.
Þórunn skoðaði sprungusvæði í
Flóa og Gnúpverjar sýndu henni
svæðið sem Landsvirkjun
fyrirhugar að fari undir lón.
Þórunn bætist nú í hóp Össurar
Skarphéðinssonar iðnaðarráð-
herra og Björgvins G. Sigurðs-
sonar viðskiptaráðherra en þau
hafa öll orðið við óskum fólksins
sem býr við Þjórsá um að hitta
fulltrúa landeigenda, sumarhúsa-
fólks og Sólarsamtakanna og
hlýða á þeirra viðhorf.
Buðu ráðherra í
heimsókn
Ert þú ánægð(ur) með að
Alfreð Gíslason ætli að þjálfa
handknattleikslandsliðið
áfram?
Tókst þú þátt í gleðigöngu sam-
kynhneigðra?