Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 12

Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 12
Hafið þið hist áður? Þorsteinn: Ja, ekki nema bara svona mjög pent, er það ekki? Ágúst Ólafur: Börnin okkar voru á sama leikskóla, Dverga- steini. Þorsteinn: Að vísu ekki á sömu deild, en þetta er svona eins og Ísland er – maður kinkar kolli og segir „blessaður“. En ég held ég hafi aldrei tekið viðtal við þig, er það nokkuð? Ágúst: Nei, þú hefur ekki gert það. En leikskólinn er svona eins og annað heimili manns, maður rekst á sama fólkið aftur og aftur. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið nafn hins og hver er fyrsta minning ykkar um hinn? Ágúst: Ísland í dag. Það eru tveir menn sem hafa kunnað að fara með þann frasa – Þorsteinn og svo nágranni minn, Jón Ársæll. Þorsteinn: Ég hef tekið eftir Ágústi sem einum af þessum ungu þingmönnum, sem eru auðvitað ekkert ungir, en þetta eru ný and- lit og menn með svolítið öðruvísi reynslu en þeir pólitíkusar sem ég ólst upp við. Ágúst: Þorsteinn hefur verið það öflugur í fjölmiðlaheiminum að fólk þarf að hafa búið í helli til að hafa ekki séð hann þannig að ætli fyrstu minningarnar um hann séu ekki bara af skjánum. Þorsteinn: Og ég þyrfti að hafa búið innarlega í íslenskum dal með systur minni, án síma eða sjónvarps, til að hafa ekki séð Ágúst. En annars er fyrsta minn- ing mín um Ágúst tengd við það hvað mér þótti hann sterklega líkur frænda mínum, Inga F. Vil- hjálmssyni. Tökum skriðsund út í þjóðmálin. Nýlega bárust okkur fregnir af því að við værum hamingjusamasta þjóð í heimi. Skynjið þið hamingju í þjóðfélaginu? Hver þykir ykkur vera glaðlyndasti Íslendingurinn? Ágúst: Íslendingar vilja skora hátt í svona könnunum, það er hluti af okkar þjóðarstolti. Ég get því ímyndað mér að keppnisand- inn sé kannski fremur ástæðan fyrir háu skori en að við séum eitt- hvað hamingjusamari en aðrar þjóðir. Þorsteinn: Svona fréttir detta stundum einhvern veginn af himn- um ofan. Ég tek þessu öllu með óskaplega miklum fyrirvara. Fyrir mér er þetta síðasta frétt í frétta- tíma þegar ekkert er að frétta. Ágúst: Þetta er samt auðvitað ákveðið afrek. Að búa á mörkum hins byggilega heims, með vetur eina átta, níu mánuði, dýrasta mat- inn og bensínið – og samt erum við bara sátt. Ég las það reyndar í fréttum í síðustu viku að 80.000 Íslendingar fara í Ríkið í hverri einustu viku. Þorsteinn: Þar er skýringin á gleðinni komin. Ágúst: Annars finnst mér Íslend- ingar almennt glaðir og að sama skapi geta þeir um leið oft verið mjög reiðir. Ómar Ragnarsson myndi ég álíta mjög glaðan Íslend- ing, að minnsta kosti hef ég aldrei séð neinn mann jafn glaðan yfir því að tapa kosningum. Þorsteinn: Ég er svo tortrygg- inn að eðlisfari að þegar ég sé fólk alveg yfirnáttúrulega hamingju- samt og setjandi línuna fyrir aðra hvernig þeir eigi að lifa lífinu, hugsa ég strax að þarna hljóti að fylgja eitthvert smátt letur. En ef ég ætti að kjósa glaðan Íslending yrði það Guðrún Gunnarsdóttir, fyrrverandi samstarfskona mín á Rás 2. Hún er með hlátur á heims- mælikvarða. Nú segja sumir að stjórnmála- menn tali eftir handriti, svari spurningum þannig að öllum líki og svo framvegis? Ertu sammála því, Þorsteinn, og finnst þér þessar gagnrýnisraddir sanngjarnar, Ágúst? Hvaða heilræði gefur þú stjórnmálamönnum sem koma fram í sjónvarpi sem reyndur spyr- ill, Þorsteinn? Og hvaða heilræði gefur þú spyrlum sem taka stjórn- málamenn í viðtöl, Ágúst? Þorsteinn: Ég held að þegar við horfum á stjórnmálamenn í dag, þá sé ekki hægt að tala um ein- hverja eina, steríla týpu. Stjórn- málamaður er ekki maðurinn sem vildi alltaf vera fremstur á bekkj- armyndinni í Laugarnesskólanum og fór svo sjálfkrafa í prófkjör og stjórnmál. Stjórnmálamenn eru alls konar fólk og stór hluti þeirra er bara ágætlega frambærilegur. Svo held ég að það yrði enn meira af frambærilegu fólki að finna þarna ef kaupið yrði hækkað aðeins. Þá fengjum við rjómann – snillingana – sem í dag finnst starfið snúast of mikið um per- sónulegar árásir til að þeir nenni að standa í þessu fyrir þessi laun. Ágúst: Fjölmiðlafólk vill oft tefla fram andstæðum í umræð- unni. Það hringir í mann og spyr hvort maður ætli að vera með eða á móti – „við ætlum að fá þennan á móti þér“. Það gerir umræðuna kannski meira spennandi en hún verður ekkert endilega dýpri fyrir vikið. Stjórnmálamenn standa síður en svo alltaf á öndverðum meiði þótt þeir tilheyri mismun- andi flokkum og oft er eins og það sé enginn grundvöllur fyrir sjón- varpsþætti þar sem fólk er nokk- urn veginn sammála en vill kom- ast að niðurstöðu saman. Þorsteinn: En hvað heilræði snertir þá er jú gamalt trikk í bók- inni að segja: „Já, þetta er mjög góð spurning, en áður en ég svara því, þá ætla ég að koma að þessu ...“ Sem þýðir að eftir fjörutíu sek- úndur eru stjórnandinn og spyrill- inn búnir að gleyma upphaflegu spurningunni. En persónulega myndi ég gefa stjórnmálamönn- um það heilræði að láta alltaf ná í sig og svara spurningunum. Ef þeir vita ekki svarið er hægt að svara: „Ég hef ekki nægar upplýs- ingar um þetta mál núna til að geta svarað því, en ég ætla að kanna það.“ Það er mun betra en að láta fréttamenn elta sig hlaupandi út úr Ráðhúsinu að bílnum. Það eru mjög spaugilegar fréttamyndir. Mér er til dæmis minnisstætt í kringum málefni Byrgisins þegar ég og margir fleiri eyddum dögum í að reyna að ná í einn ungan þing- mann Framsóknarflokksins, sem lét ekki ná í sig. Í ágúst, árið 2007, er einfaldlega ekki hægt að láta ekki ná í sig. Það næst alveg í þig. Ágúst: Ég get vel tekið undir það að stjórnmálamenn eiga að vera aðgengilegir. Svo má líka benda á það að tími viðtala er allt- af að styttast og maður er nánast farinn að hugsa í „helstum“ og frösum og þú veist að þú kemur ekki miklu að. Auðvitað væri mitt heilræði til hæstráðenda fjölmiðla að taka sér meiri tíma til að kryfja málin. Það myndi skila dýpri umræðu og skemmtilegri með fleiri flötum. Þessar tvær stéttir, fjölmiðlamenn og stjórnmála- menn eru líka að mínu mati frem- ur sjálfhverfar og eru oft áhuga- samari um eigin stétt og stöðu en þær ættu að vera. Þarna úti er stór massi almennings sem lifir allt öðru lífi. Þorsteinn: Ég man eftir því þegar ég var gestur í morgunút- varpi á Rás 1, 16 ára gamall, og var að spila einhverja tónlist. Eftir þáttinn tók ég strætó inn í Laugar- Ekkert grín að fíla Titanic og Fram Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Ágúst Ólafur Ágústsson hafa hingað til kinkað kolli kumpánlega hvor til annars á leikskólanum Dvergasteini. Þor- steinn var þó löngu búinn að taka eftir Ágústi því honum þykir hann svo glettilega líkur frænda sínum. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við félag- ana um glaða Íslendinga og tekjublöð. Mér varð það á að segja mínum vinahópi að ég hafi orðið hrifinn af kvikmyndinni Titanic. Það féll í gríðar- lega grýttan jarðveg og ég veit ekki hvert menn ætluðu að fara þegar ég sagðist hafa farið tvisvar á hana í bíó.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.