Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 82

Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 82
S teinunn Sigurðardóttir er farsæll tískuhönnuð- ur sem hefur unnið hjá virtum hönnuðum eins og Ralph Lauren, Calvin Klein, Gucci og La Perla. Fyrir nokkrum árum flutti hún aftur til Íslands og setti á fót eigin fatalínu sem heitir Steinunn. „Þetta var mikið streð til að byrja með en í fyrra gerði ég samning við Baug og fékk fjármagn inn í fyrirtækið mitt sem gerði mér kleift að fá fleira starfsfólk. Það segir sig sjálft að um leið og maður er kominn með mannskap til að hjálpa sér þá byrja hlutirnir að rúlla.“ Steinunn hefur fengið afar lofsamlega dóma í erlendu press- unni, meðal annars í tímaritinu Surface, In Magazine og á Style. com, biblíu tískufíkla, en þar er sagt: „Íslensk sköpun byrjar hvorki né endar með Björk. Stein- unn Sigurd mun koma með nor- rænan og afar svalan mínimal- isma inn í hitann í New York síðar í mánuðinum.“ Tískuritið New York Cool má ekki vatni halda yfir fötum Steinunnar og lýsir þeim svona: „Þau endurvekja dýrðar- daga hátískunnar, blómin minntu á hönnun Balenciaga og dásam- lega sniðnir jakkar og kápur voru í anda Dior á sjötta áratugnum.“ Steinunn verður með sýningu á fötum sínum í stórversluninni Takashimaya í New York í lok ágúst. „Sýningin, sem nær yfir jarðhæð- ina, mun opna með kampavíni og miklu húllumhæi, þetta verður alveg súper,“ segir Steinunn glöð í bragði. En það er fleira spennandi að gerast hjá Steinunni því hún hefur opnað nýja og glæsilega verslun að Laugavegi 40 sem hefur fengið afbragðs viðtökur. „Lauga- vegurinn er að breytast svo mikið og þangað eru komnar mjög flottar tískubúðir. Lífæð Reykjavíkur er auðvitað þessi gata og því gat ég ekki hugsað mér betri staðsetn- ingu.“ Steinunn bætir við að öll hönnun í búðinni sé íslensk, en þar býður hún auk fatanna einnig upp á húsgögn, listaverk og aðra hönnun. „Ég er íslensk og mín fagurfræði er íslensk. Þess vegna líður mér best með að hafa allt íslenskt í kringum mig.“ Um þessar mundir er Steinunn að kynna fatalínu sína fyrir vor/ sumar 2008 en þar gefur að líta daufa pastelliti eins og ýmsa gráa tóna og fjólubláa, og efnin eru aðallega siffon og silki. „Ég á heima við sjóinn og eitt það falleg- asta sem ég get hugsað mér er þegar himinn og haf verða að einum gráum óendanleika. En í bland við gráu tónana nota ég mynstur úr íslenskum blómum − blýantsteikningar af hvönn og eyrarrós, og notast líka mikið við lit eyrarrósarinnar.“ Steinunn hefur verið mjög virk við tísku- deildina í Listaháskóla Íslands undanfarin ár og segir skólann hafa breytt öllu í tískulandslagi Íslands. „Það eru miklu fleiri ungir hönnuðir núna að spreyta sig heldur en voru áður. Það er Undir áhrifum himins og hafs Íslenski ofurhönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir hlaut norrænu hönnunarverðlaunin á dönsku tískuvikunni sem er nýafstað- in og má með sanni segja að merki hennar, Steinunn, sé að slá í gegn erlendis. Anna Margrét Björnsson náði af henni tali þegar hún var nýstigin úr flugvél frá Kaupmannahöfn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.