Fréttablaðið - 12.08.2007, Page 85
Jakútar hafa gert sig heimakomna
í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105.
Þar var opnuð samsýning lista-
manna frá Jakútíu og Íslandi á
fimmtudag og í dag kl. 15 er svo
efnt til sérstæðra tónleika og
kynningar á þjóðlegri list jakúta á
sama stað.
Á sýningunni í MÍR eru verk
eftir íslensku listamennina
Kjuregej Alexöndru og Jón Magn-
ússon, sem og verk eftir tvo
jakútska listamenn sem komu til
Íslands gagngert vegna sýningar-
innar og listkynningarinnar, þá
Fjodor Markov og Spiridon
Shishigin.
Flest verk á myndlistarsýning-
unni á Kjuregej Alexandra, hin
fjölhæfa listakona sem búið hefur
á Íslandi um áratuga skeið, en hún
rekur ættir sínar austur til Jak-
útíu í Síberíu, lýðveldisins Sakha
sem er eitt af sambandsríkjum
Rússlands. Kjuregej hefur á síð-
ustu árum lagt sérstaka rækt við
gerð mósaíkmynda og applíker-
aðra verka. Fjodor Markov er í
hópi kunnustu núlifandi myndlist-
armanna í Jakútíu og ber heiðurs-
titilinn þjóðlistamaður lýðveldis-
ins Sakha. Hann vinnur mest að
útskurði verka í bein og tré og
mótar líka myndverk í ís, snjó og
sand. Fjodor Markov hefur sýnt
víða utan Rússlands og hlotið m.a.
verðlaun fyrir ísskúlptúra sína
oftar en einu sinni í alþjóðlegri
samkeppni. Jón Magnússon hefur
ekki verið áberandi í íslensku
listalífi til þessa, enda dvalist
langdvölum erlendis við nám og
störf, m.a. í Kaupmannahöfn og
París. Hann er sonur Kjuregej
Alexöndru og Magnúsar Jónsson-
ar kvikmyndagerðarmanns og rit-
höfundar sem látinn er fyrir mörg-
um árum.
Á listkynningunni í dag kemur
fram, auk Kjuregej, Spiridon Shis-
higin sem er sérfræðingur um allt
sem lýtur að alþýðuhljóðfærinu
„khomus“ og þykir leika af stakri
snilld á þetta litla hljóðfæri sem
oft er kallað gyðingaharpa eða
gyðingamunnharpa á Vesturlönd-
um. Annars þýðir „khomus“ á máli
jakúta „ýlustrá“.
Ókeypis aðgangur er á tónleik-
ana og kynninguna í dag sem og
myndlistarsýninguna sjálfa sem
myndar veglegan ramma um lif-
andi flutning jakúta.
Jakútíudagar
VELJUM LÍFIÐ
KIRK JULISTAHÁTÍÐ
2 0 0 7
11.−19. ágúst
FESTIVAL OF SACRED ARTS
„É
g
vi
l l
of
sy
ng
ja
D
ro
tt
ni
“
F LY T J E N D U R :
Monika Frimmer, Robin Blaze,
Peter Kooij og Gerd Türk.
Alþjóðlega barokksveitin í Haag
og Mótettukór Hallgrímskirkju.
S T J Ó R N A N D I: Hörður Áskelsson.
MESSA Í H-MOLL
eftir J. S. BACH
EIN
STAK
UR
VIÐB
URÐ
UR
HALLGRÍMSKIRKJU
11. ÁGÚST KL. 17
HALLGRÍMSKIRKJU
12. ÁGÚST KL. 19
SKÁLHOLTSKIRKJU
13. ÁGÚST KL. 19
M I Ð AV E R Ð :
4.900/3.600 kr.
KIRKJULISTAHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU – SÍMI 510 1010 – MIÐASALA OPIN 9-20
uppselt
Langar þig/ykkur
að gera eitthvað
nýtt, skemmtilegt
og öðruvísi
fyrir næsta tilefni ?
Hafið þá samband við
Sigríði Klingenberg
Sími: 899-0889
www.klingenberg.is
“Taktu lífinu ekki of alvarlega,
því þú kemst ekki lifandi frá því !”