Fréttablaðið - 12.08.2007, Síða 85

Fréttablaðið - 12.08.2007, Síða 85
Jakútar hafa gert sig heimakomna í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105. Þar var opnuð samsýning lista- manna frá Jakútíu og Íslandi á fimmtudag og í dag kl. 15 er svo efnt til sérstæðra tónleika og kynningar á þjóðlegri list jakúta á sama stað. Á sýningunni í MÍR eru verk eftir íslensku listamennina Kjuregej Alexöndru og Jón Magn- ússon, sem og verk eftir tvo jakútska listamenn sem komu til Íslands gagngert vegna sýningar- innar og listkynningarinnar, þá Fjodor Markov og Spiridon Shishigin. Flest verk á myndlistarsýning- unni á Kjuregej Alexandra, hin fjölhæfa listakona sem búið hefur á Íslandi um áratuga skeið, en hún rekur ættir sínar austur til Jak- útíu í Síberíu, lýðveldisins Sakha sem er eitt af sambandsríkjum Rússlands. Kjuregej hefur á síð- ustu árum lagt sérstaka rækt við gerð mósaíkmynda og applíker- aðra verka. Fjodor Markov er í hópi kunnustu núlifandi myndlist- armanna í Jakútíu og ber heiðurs- titilinn þjóðlistamaður lýðveldis- ins Sakha. Hann vinnur mest að útskurði verka í bein og tré og mótar líka myndverk í ís, snjó og sand. Fjodor Markov hefur sýnt víða utan Rússlands og hlotið m.a. verðlaun fyrir ísskúlptúra sína oftar en einu sinni í alþjóðlegri samkeppni. Jón Magnússon hefur ekki verið áberandi í íslensku listalífi til þessa, enda dvalist langdvölum erlendis við nám og störf, m.a. í Kaupmannahöfn og París. Hann er sonur Kjuregej Alexöndru og Magnúsar Jónsson- ar kvikmyndagerðarmanns og rit- höfundar sem látinn er fyrir mörg- um árum. Á listkynningunni í dag kemur fram, auk Kjuregej, Spiridon Shis- higin sem er sérfræðingur um allt sem lýtur að alþýðuhljóðfærinu „khomus“ og þykir leika af stakri snilld á þetta litla hljóðfæri sem oft er kallað gyðingaharpa eða gyðingamunnharpa á Vesturlönd- um. Annars þýðir „khomus“ á máli jakúta „ýlustrá“. Ókeypis aðgangur er á tónleik- ana og kynninguna í dag sem og myndlistarsýninguna sjálfa sem myndar veglegan ramma um lif- andi flutning jakúta. Jakútíudagar VELJUM LÍFIÐ KIRK JULISTAHÁTÍÐ 2 0 0 7 11.−19. ágúst FESTIVAL OF SACRED ARTS „É g vi l l of sy ng ja D ro tt ni “ F LY T J E N D U R : Monika Frimmer, Robin Blaze, Peter Kooij og Gerd Türk. Alþjóðlega barokksveitin í Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju. S T J Ó R N A N D I: Hörður Áskelsson. MESSA Í H-MOLL eftir J. S. BACH EIN STAK UR VIÐB URÐ UR HALLGRÍMSKIRKJU 11. ÁGÚST KL. 17 HALLGRÍMSKIRKJU 12. ÁGÚST KL. 19 SKÁLHOLTSKIRKJU 13. ÁGÚST KL. 19 M I Ð AV E R Ð : 4.900/3.600 kr. KIRKJULISTAHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU – SÍMI 510 1010 – MIÐASALA OPIN 9-20 uppselt Langar þig/ykkur að gera eitthvað nýtt, skemmtilegt og öðruvísi fyrir næsta tilefni ? Hafið þá samband við Sigríði Klingenberg Sími: 899-0889 www.klingenberg.is “Taktu lífinu ekki of alvarlega, því þú kemst ekki lifandi frá því !”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.