Fréttablaðið - 12.08.2007, Síða 90
512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE
Veljið menu og sjálfvirka leit. Sláið inn
pin-númerið 0000 og ýtið síðan á OK
hnappinn. Myndlykillinn leitar þá sjálfur
að stöðvunum. Ýtt er þrisvar sinnum á
OK hnappinn og þá á myndlykillinn að
hafa raðað upp sjónvarpsstöðvunum.
Athugið að Sýn 2 er á rás númer 10.
UPPFÆRÐU MYNDLYKILINN
OG SJÁÐU SÝN 2
Það er
Titilvörn Englandsmeist-
ara Manchester United hefst í dag
þegar Ívar Ingimarsson og Brynj-
ar Björn Gunnarsson fá það verð-
uga verkefni ásamt félögum sínum
í Reading að sækja þá heim.
„Við sýndum það á síðasta tíma-
bili að við getum unnið alla leiki.
Við vitum að United hefur hafsjó
af hæfileikum innan sinna raða og
við þurfum að hafa okkur alla við,“
sagði Graeme Murty, fyrirliði
Reading. Sir Alex Ferguson byrj-
ar væntanlega með nýju kaupin
sín, Carlos Tevez, Nani, Owen Har-
greaves og Anderson á bekknum.
Hann er ánægður með blönduna í
hópnum sínum.
„Það sem maður vill sjá hjá liði
sem vann deildina síðast eru meiri
yfirburðir, stöðugleiki og framfar-
ir í spili þess. Við búumst við
meira af yngri leikmönnunum en
við erum líka með réttu menn
hvað reynsluna varðar. Ég er því
ánægður með blönduna í hópn-
um,“ sagði Ferguson.
Chelsea verður án John Terry,
Michael Ballack og Wayne Bridge
í leiknum gegn Birmingham en
Didier Drogba er óðum að jafna
sig af sínum meiðslum. Þá verður
grannaslagur í Lundúnum þegar
Arsenal og Fulham mætast þar
sem Eduardo Da Silva mun leiða
sóknarlínu Skyttanna.
Ferguson vill sjá enn meiri framfarir
Enska úrvalsdeildin:
Leikir í dag:
Enska 1. deildin:
IFK Gautaborg
rótburstaði Kalmar í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
gær. Ragnar Sigurðsson og
Hjálmar Jónsson spiluðu báðir
allan leikinn í vörninni hjá IFK,
Ragnar sem miðvörður en
Hjálmar í vinstri bakvarðarstöð-
unni. Hvorugur þeirra náði aftur
á móti að skora.
Með sigrinum færist IFK upp í
þriðja sætið og kemst þar með
upp fyrir Kalmar og Djurgården
á betri markatölu.
Stórsigur hjá
IFK Gautaborg
Mark frá Michael Chopra
eftir 93 mínútur og þrjár sekúnd-
ur, með nánast síðustu spyrnu
leiksins, tryggði nýliðum Sunder-
land sigur á Tottenham. Markið
var það fyrsta í úrvalsdeildinni á
leiktíðinni.
Gamla kempan Roy Keane sýndi
lítil svipbrigði við sigurmarkið og
var hógværðin uppmáluð eftir
leik. „Það er frábært fyrir okkur
að byrja tímabilið á sigri. Leik-
mennirnir stóðu sig frábærlega
vel og þeir sýndu mikinn sigur-
vilja,“ sagði Keane.
Bæði lið höfðun fengið sín færi
til að skora en Martin Jol, stjóri
Tottenham, sagði leikinn hafa
verið leiðinlegan. „Jafntefli hefði
verið svekkjandi úrslit fyrir mig.
Þetta var leiðinlegur leikur, en við
náðum ekki einu sinni að halda
fengnum hlut,“ sagði Jol.
Sigurmark á
94. mínútu
Steven Gerrard kom
Liverpool til bjargar á ögurstundu
í fyrstu umferð ensku úrvalsdeild-
arinnar í gær. Eftir að hafa komist
yfir jafnaði Villa en hinn magnaði
fyrirliði skoraði stórbrotið mark
beint úr aukaspyrnu og tryggði
Liverpool öll stigin.
Eftir að Fernando Torres hafði
brennt af einn á móti markmanni
sendi Dirk Kuyt fyrir þar sem
varnarmaðurinn Martin Laursen
steingleymdi hvorum megin vall-
arins hann var og setti boltann
snyrtilega upp í þaknetið á eigin
marki.
Leikurinn var í járnum þar til á
lokamínútunum sem voru fjörleg-
ar. Villa fékk víti sem Gareth
Barry skoraði úr. Allt leit út fyrir
jafntefli þegar Gerrard tók auka-
spyrnu af um 30 metra færi, setti
hana glæsilega yfir varnarvegg-
inn og upp í samskeytin og tryggði
Liverpool sigur.
„Við áttum sigurinn skilinn og
við sýndum mikinn karakter með
að koma til baka eftir markið. Við
sköpuðum okkur nóg af færum og
mér fannst Torres standa sig mjög
vel, hann fann sig vel með Kuyt,“
sagði Rafael Benítez eftir sigur-
inn.
Heiðar Helguson kom inn á sem
varamaður á 58. mínútu í 1-3 tapi
Bolton fyrir Newcastle. Sam All-
ardyce sýndi að hann þekkir enn
vel til hjá Bolton eftir að hann
færði sig um set til Newcastle í
sumar en þrjú mörk á fimmtán
mínútum í fyrri hálfleik gerðu út
um leikinn. Obafemi Martins fór á
kostum í leiknum og skoraði tvö
mörk, annað þeirra með glæsi-
legri bakfallsspyrnu.
Hermann Hreiðarsson lagði upp
annað mark Portsmouth í 2-2 jafn-
tefli gegn Derby. Hermann skall-
aði þá boltann fyrir fætur Johns
Utaka sem kom aðvífandi og
þrumaði boltanum í netið en aðeins
mínútu síðar svaf Portsmouth á
verðinum og Derby náði að jafna.
Hermann lék allan leikinn í stöðu
vinstri bakvarðar. Portsmouth
lenti í miklum vandræðum í leikn-
um og stjórinn Harry Redknapp
var ánægður með stigið.
„Ég vona að við spilum ekki
svona gegn Manchester United
því þá hefðum við farið heim með
rótburst á bakinu. Þetta verður
langt og strangt tímabil og ef við
náum að vera í efri helmingi deild-
arinnar þegar henni líkur yrði það
magnað afrek,“ sagði Redknapp.
Eggert Magnússon var ekki
upplitsdjarfur eftir slæmt tap
West Ham gegn Manchester City
á heimavelli. City vann leikinn 2-0
og West Ham náði sér aldrei á
strik í leiknum. Tveir nýliðar skor-
uðu mörk City. „Þetta var ótrúlega
slök frammistaða. Fyrir utan
Green í markinu held ég að enginn
af leikmönnum mínum geti sagst
hafa staðið sig ágætlega í leikn-
um,“ sagði Alan Curbishley, stjóri
Hamranna.
Liverpool vann fyrsta sigur sinn í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar í sjöttu
tilraun þegar liðið lagði Aston Villa. Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson
spiluðu báðir fyrir sín nýju lið, en West Ham átti dapran leik og tapaði.
Framherjinn Henry
Nwosu verður hugsanlega ekkert
meira með Fram í sumar vegna
meiðsla. Nwosu spilaði aðeins í
átta mínútur með Fram en hann
meiddist í sínum fyrsta leik í
sumar, gegn ÍA síðasta fimmtu-
dag og er óttast að hann sé með
slitið krossband. Þetta er enn eitt
áfallið fyrir Fram sem er í erfiðri
stöðu við botn deildarinnar.
Ekki meira með
Fram í sumar?