Fréttablaðið - 12.08.2007, Side 94
Stórtenórinn Garðar Thor Cortes,
sem þrívegis hefur verið kjörinn
kynþokkafyllsti karlmaður lands-
ins, er nú giftur maður. Hann gekk
að eiga unnustu sína, leikkonuna
Tinnu Lind Gunnarsdóttur, á laug-
ardaginn í Fríkirkjunni. Athöfnin
þótti látlaus og falleg en það var
aðventistapresturinn sr. Björgvin
Snorrason sem gaf hjónakornin
saman. „Þau voru nú ekkert að
halda þessu leyndu en þau eru bara
eins og þau eru, líða bara um
saman og gera það sem þarf að
gera,“ segir stoltur faðir brúðgum-
ans, Garðar Cortes. Að athöfninni
lokinni var síðan haldið út í Viðey
þar sem mikilli veislu var slegið
upp.
Tónlistin var að sjálfsögðu veiga-
mikill þáttur í athöfninni en skóla-
systir Tinnu, Sara Guðmundsdótt-
ir, söng tvö lög fyrir parið og síðan
mætti Jón Kristinn Cortes, frændi
Garðars, með Karlakórinn Þresti
úr Hafnarfirði. Systir Garðars
Thors, Nanna María, söng svo eitt
lag með þeim við góðar undirtektir
viðstaddra. „Reyndar stóð til að
önnur söngkona yrði með þeim en
hún forfallaðist og því hljóp Nanna
bara skarðið,“ segir Garðar.
Parið beið síðan ekki boðanna
heldur skellti sér í brúðkaupsferð
til Bandaríkjanna þar sem það
ætlar að dveljast þar til Garðar
Thor snýr aftur á svið en hann
syngur meðal annars á afmælis-
tónleikum Kaupþings á Laugar-
dalsvelli 17. ágúst.
Garðar og Tinna Lind hafa verið
saman í ein sex ár en í viðtali við
Sirkus fyrr í sumar sagði Tinna að
þau hefðu fyrst kynnst á rölti í
miðbæ Reykjavíkur. Tinna bar þá
trúlofunarhring en vildi ekki gefa
upp hvort þau hygðust láta pússa
sig saman. Nú hefur sá draumur
hins vegar orðið að veruleika.
Tinna lýsti því einnig yfir að hún
hygðist flytjast út til Bretlands í
júní til að geta verið nær eigin-
manni sínum þegar allt fer á flug á
nýjan leik í haust.
Suðurlandsskjálftinn mestu vonbrigðin
„Þetta hefur gengið glimrandi vel.
Við erum búin að vera í tökum í
hálfan mánuð og ætli við verðum
ekki hérna út ágúst,“ segir kvik-
myndaleikstjórinn Baltasar Kor-
mákur en eins og komið hefur fram
í Fréttablaðinu er hann staddur úti
í Flatey þar sem verið er að taka
upp kvikmyndina Brúðgumann.
Fyrstu fréttir í fjölmiðlum bentu
til þess að Brúðguminn væri hálf-
gert „gæluverkefni“ Baltasars,
frekar lítil og nett mynd á
mælikvarða leikstjór-
ans, en Baltasar getur
þó ekki tekið undir það.
Þannig sé heildar-
kostnaðurinn við gerð
myndarinnar sá
sami og var við
Mýrina eða 160
milljónir
íslenskra króna.
„Vissulega hefur
Brúðguminn
aðeins undið upp
á sig en þegar við
fórum að kafa
betur ofan í hand-
ritið sáum við að
það var annaðhvort
að gera þetta af
fullum krafti eða
sleppa þessu bara,“ segir Baltas-
ar, sem skrifar handritið að
myndinni ásamt Ólafi Agli
Egilssyni.
Eins og Fréttablaðið
greindi frá hefur Kvik-
myndamiðstöð Íslands nú
úthlutað styrkjum til
íslenskra kvikmynda og
þar fékk Brúðguminn 63 milljónir.
Athygli vakti hversu háar fjárhæð-
irnar voru en kvikmyndin Brim í
leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar
fékk til að mynda sextíu milljónir
og Hátíð í bæ eftir Hilmar Oddsson
50 milljónir. Til glöggvunar má
nefna að Mýrin fékk 45 milljónir úr
sjóðnum á sínum tíma. Baltasar
segir eðlilega ástæðu fyrir þessu.
„Styrkirnir hafa hækkað enda
hefur það verið yfirlýst stefna
sjóðsins að vera með fjörutíu pró-
sent fjármagns af heildarkostnaði
myndanna,“ útskýrir leikstjórinn.
Brúðguminn er engin smámynd
„Aldurstakmarksumræðan
fannst mér frekar súr. Ég er alls
ekki hlynntur svona takmarki,
hvað þá umræðunni að hafa
þetta í miðbænum. Það ætti
frekar að taka á því að 18 ára
krakkar fara inn á skemmti-
staði. Svo fannst mér líka sjokk-
erandi að ólögráða stelpa var í
för með þrítugum karlmanni að
smygla kókaíni innbyrðis.“