Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 6
HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI Föstudagskvöldið, fyrra kvöld ljósanætur í Reykja- nesbæ, fór vel fram að sögn varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum. Einn gisti fanga- klefa vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Erillinn var „eins og á hefð- bundnu föstudagskvöldi“ og gæti slæmt veður og rigning verið orsökin. Yfirleitt hefur laugar- dagskvöld ljósanætur verið annasamara hjá lögreglu. Eins og um hefð- bundna helgi Finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig vel á fyrstu hundrað dögunum við völd? Er það góð þróun að skattyf- irvöld vinni skattframtöl fyrir einstaklinga? Blásið hefur verið til þriggja ára tilraunaverkefnis þar sem starfstengd endurhæfing er gerð á fólki með skerta starfs- orku sem hefur nýlega dottið út af vinnumarkaði. Sextíu einstakling- ar sem hafa verið alvarlega veikir taka þátt í verkefninu. Tuttugu þeirra hafa fengið þverfaglega endurhæfingu og eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Kristján Guðmundsson, yfir- læknir Heilsugæslunnar Glæsi- bæ, tekur þátt í verkefninu, sem er á vegum heilsugæslustöðva, Vinnumálastofnunar, Trygginga- stofnunar og velferðarsviðs Reykjavíkur. Hann segir að til- raunin sé unnin í þverfaglegu samstarfi lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðings og félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvunum í Glæsibæ, Efra-Breiðholti, Salastöð og Garðabæ. „Markmiðið er að veita fólki starfstengda endurhæfingu, koma því eins fljótt og hægt er út á vinnumarkaðinn og styðja það til að halda áfram að vinna,“ segir Kristján. Sigurður Thorlacius, fyrrver- andi tryggingayfirlæknir, segir að atvinna sé mannréttindi. Vinna skipti gríðarlega miklu máli fyrir heilsufar og því hafi atvinnumiss- ir heilsuspillandi áhrif til lengri tíma litið. Hingað til hafi ekki verið nægilegt pláss á vinnumark- aði fyrir fólk með skerta starfs- orku. Mikilvægt sé að hugarfars- breyting verði. „Þegar einstaklingar lenda í hremmingum og geta ekki sinnt vinnu sinni nógu vel hafa ekki verið nægir möguleikar á hluta- starfi, að fá önnur verkefni eða komast í vinnu hjá öðrum vinnu- veitanda þó að starfskraftarnir séu ekki alveg þeir sömu og áður,“ segir Sigurður. „Hingað til hefur fólk annað hvort verið í vinnu eða verið öryrkjar. Hugmyndin er að fólk geti verið með skerta starfsorku og fengið bætur en samt fengið vinnu við hæfi,“ segir hann og bendir á að kerfið hafi hingað til virkað sem fátæktargildra vegna tekjutryggingarinnar þar sem allar tekjur hafa komið til frá- dráttar bótum og jafnvel tekjur maka líka. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að stórauka þurfi starfsendurhæf- ingu og gera stórar kerfisbreyt- ingar. „Við viljum brjótast út úr þeirri fátæktargildru sem núver- andi örorka er og efla atvinnuþátt- töku öryrkja.“ Aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda Hafin er þriggja ára tilraun þar sem fólki sem er nýdottið út af vinnumarkaði vegna alvarlegra veikinda er hjálpað í endurhæfingu og svo aftur í vinnu. Af sextíu eru sex þegar komnir út á vinnumarkaðinn. Verkefnið er rétt að hefjast. Eigendur íslenskra fjárhunda í Bandaríkjunum reyndu að komast í sögubækurnar á dög- unum þegar 45 hundar af þessari tegund komu saman í Maryland- ríki til að fagna tíu ára afmæli Íslenska fjárhundasambandsins í Bandaríkjunum. Knox Rhine, forseti sambands- ins, segir hundategundina njóta sífellt meiri vinsælda og nú séu um 700 íslenskir fjárhundar í Banda- ríkjunum öllum. Hann segir vel af þeim látið; tveir vinni til dæmis við að gæta barna á leikvelli við frí- stundaheimili í Kansas og passi að þau fari ekki út af skólalóðinni. „Margir af þeim sem komu til að fagna afmælinu höfðu aldrei séð annan íslenskan fjárhund en sinn eigin,“ segir Rhine. Hann á sjálfur tvær tíkur og hefur átt þá eldri í þrettán ár. Hann segir ekki erfitt að átta sig á því af hverju tegundin eigi vin- sældum að fagna í Bandaríkjunum. „Þetta eru indælir hundar sem elska fólk, þeir vilja frekar vera með fólki en öðrum hundum. Sumir nota þá sem smalahunda á kúabýl- um, hestabúgörðum, sauðfjárbúum og kjúklingabúum,“ segir Rhine. Hann segir mikla orku fara í að fá tegundina viðurkennda í Banda- ríkjunum en eftir nokkur ár geti eigendur íslenskra fjárhunda von- andi tekið þátt í öllum stærstu hundasýningunum. Gæta barna við frístundaheimili Landsvirkjun (LV) harmar að náttúruverndarsam- tök hafi sent þingnefndum og fjölmiðlum bréf til að biðja um opinbera rannsókn á veitingu rannsóknarleyfis á Gjástykkis- svæðinu án þess að kynna sér málavexti. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að sótt hafi verið um rannsóknarleyfi árið 2004, en afgreiðsla hafi tafist. Umsóknin hafi verið ítrekuð 2006, en afgreiðslu hafi verið slegið á frest vegna fyrirhugaðra lagabreytinga. Þegar lagabreytingarnar hafi ekki náð fram að ganga á vorþingi 2007 hafi umsóknin verið ítrekuð 8. maí. Ráðherra hafi veitt leyfið 10. maí, tveimur dögum fyrir kosningar. LV harmar ósk um rannsókn „Vegna mikillar fólksfjölgunar gæti þurft að fram- leiða meiri matvæli í heiminum fyrir næstu aldamót en samanlagt frá upphafi mannkyns,“ segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. „Bara á næstu fimmtíu árum gæti þurft að tvöfalda framleiðsluna.“ Þetta var meðal þess sem fram kom um helgina á stórri alþjóðlegri ráðstefnu um jarðveg, samfélag og hnattrænar breytingar, sem nú stendur yfir á Selfossi. Gestir eru um 130 talsins frá nánast öllum heimshornum, segir Andrés. Að ráðstefnunni standa Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna og Þróunarstofnun SÞ, svo eitt- hvað sé nefnt, en Landgræðsla ríkisins skipulagði hana, í tilefni af hundrað ára afmæli land- græðslustarfs á Íslandi. „Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um mikilvægi jarðvegs og jarðvegsverndar og hvernig þetta tengist markmiðum um varnir gegn loftslagsbreytingum og upp- blæstri,“ segir hann. Jarðvegur er grundvöllur mikils hluta matvælaframleiðslu heims- ins. Andrés segir ekki ástæðu til að óttast þörfina fyrir tvöföldun framleiðslunnar, því mikið sé til af góðu landi. Þetta sé þó háð því að nýtingin verði skynsamleg. Vantar meiri mat en frá upphafi „Ég vona að málþingin geti orðið fjörleg og frjáls í forminu,“ segir Oddný Sturlu- dóttir borgarfulltrúi. Samfylkingarkonurnar Oddný Sturludóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir, myndlistarkona og fulltrúi Samfylkingar í menning- ar- og ferðamálaráði, lögðu fram tvær tillögur á síðasta fundi ráðsins. Önnur fjallar um málþing með aðildarfélögum hverrar listgreinar þar sem komið væri á beinu sambandi milli listamanna og stjórnmála- manna. Hin fjallar um reglulega tónleika á Miklatúni á sumrin. Tillögunum var frestað. Fjörleg og frjáls málþing um list
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.