Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 76
Ég held ég upp- lifi fátt leiðin- legra en þegar fólk telur sig hafa reiknað mig út, dregur auga í pung og segir „Já, þú ert þeeesssi týpa“. Að vera flokk- uð í einhvern skoð- ana- eða lífsstílshóp er eins og að vera í lánaðri sparipeysu sem er nýþvegin og allt of lítil. Sjúklega óþægileg og ekki nokkur leið að hreyfa sig í henni. Ég er með ofnæmi fyrir efninu í þessari peysu – gott ef ekki bráðaof- næmi. Um leið og ég upplifi tilraun einhvers til að toga mig inn í hóp- inn sinn, eða ályktar að ég til- heyri honum, þá gerir ofnæmið vart við sig og mitt innra sjálf fer að brjótast um eins og köttur sem á að setja í poka og drekkja svo. Ég dreg upp önnur sjónarmið þar til viðkomandi gefst upp og tekur af mér meðlimskortið sem hafði skömmu áður verið límt á mig með viðhöfn. Til að undirstrika frelsi mitt kýs ég stundum að þykjast krist- in þegar ég tala við ókristna og ókristin þegar ég hitti kristna. Aðhyllist diskótónlist þegar ég hitti bókaorma sem telja allt annað en Cohen vera kjaftæði og upplifi mig svo sem djúpan int- ellektjúal þegar ég hitti sólbrúna hnakka sem halda að Linda Blair sé eiginkona Tony Blair. Fólk virðist skiptast æ hraðar niður í litlar einingar þar sem hver hópur telur sig vera hand- hafa sannleikans og lausnarinn- ar. Eins og á fótboltaleik gengur allt út á „við og hinir“ en per- sónulega kýs ég að vera í og-inu þarna á milli, hvorki „við“ né „hinir“ því að festast í lífsstíls- eða skoðanahlekkjum er að mínu mati sjálfskipuð frelsissvipting. Hnakkinn knái gæti kunnað fleiri Cohen-texta en hokni gáfu- maðurinn og brosmilda ljóskan með stóru brjóstin gæti hugsanlega verið geðlæknir, maður veit aldrei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.