Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 12
„Hugrekki má finna á ólíklegustu stöðum.“ AFMÆLI Bruninn mikli í Lundúnum Fyrsta námskeiðinu sem haldið hefur verið í Malaví um öryggismál fiski- manna er nýlokið. Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands stóð fyrir námskeiðinu þar sem fjallað var um skyndihjálp, slys á vatni, ástæður slysa og rétt viðbrögð við þeim. Auk þess var ítarleg kynning á öryggisbúnaði og björgunaraðferðum. Veðurfar á Malavívatni getur verið erfitt og stundum hvessir snögglega á þessu stóra stöðuvatni, sem er það ní- unda stærsta í heimi. Námskeiðin eru hluti af stærra verkefni um þróun smá- bátafiskveiða á dýpra vatni en venja hefur verið hjá malavískum fiskimönn- um. Fiskirannsóknir hafa leitt í ljós ónýtta stofna á dýpra vatni en fæstir fiskimanna hafa möguleika á að nýta sér þá stofna. Betri búnað skortir til fiskveiðanna, bæði báta og veiðarfæri. Auk þess hefur gætt ofveiði á grunn- slóð vatnsins. Þróunarsamvinnustofn- un vinnur nú að því með heimamönnum að þróa hentug veiðarfæri fyrir dýpra vatn. Prentaðir hafa verið bæklingar auk þess sem samdar hafa verið tilkynning- ar fyrir útvarp um tilmæli um öruggar siglingar á vatninu. Námskeiðið sem var að ljúka var haldið fyrir veiðieftirlitsmenn hérað- anna við Malavívatn sem sjá um þjálf- un og eftirlit fiskveiða fyrir yfirvöld. Eiga þeir síðan að miðla þekkingu sinni til fiskimanna við vatnið. Fleiri námskeið eru fyrirhuguð til að ná til sem flestra fiskimanna í Malaví. Öryggisnámskeið í Malaví Í tilefni af fimmtán ára af- mæli fyrirtækisins Tanna hefur stjórn þess ákveð- ið að gerast styrktarað- ili Barnaspíala Hringsins næstu ár. Tanni auglýsingavör- ur býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki varðandi auglýsingavörur, eins og léttan vinnufatnað með merkjum fyrirtækjanna. Starfsmenn Tanna eru tólf. www.tanni.is Tanni fimmtán ára Séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju, er fimmtugur í dag. Hann ætlar að halda veislu í kvöld og skemmta sér, vinum sínum og fjöl- skyldu. „Ég hef ekkert haldið sérstaklega upp á þessi áratugaafmæli mín áður þannig að við hjónin ákváðum að gera eitthvað núna og bjóða svona nánustu ættingjum og einhverju samstarfs- fólki,“ segir Jón Helgi. Afmælisveislan í kvöld verður hald- in í stórum sal, þar sem fjöldi gesta verður of mikill til þess hægt sé að koma þeim öllum fyrir heima hjá Jóni Helga. „Þegar maður er í daglegu sam- starfi við stóran hóp þekkir maður svo marga og það var reyndar heilmik- ið mál fyrir mig að ákveða hvort ég ætti að vera með veislu yfir höfuð því það var erfitt að þurfa að takmarka fjöldann. En ég ákvað að eiga þarna skemmtilega kvöldstund með þeim sem eru mest í kringum mig þessa dagana þó ég gæti ekki boðið öllum sem ég þekki.“ Veislan byrjar með móttöku og létt- um veitingum og síðan verður sleg- ið upp harmonikkuballi að sögn Jóns Helga. „Mér finnst sjálfum gaman að dansa gömlu dansana og held að fólki á okkar aldri finnist það almennt skemmtilegt. Annars á ekkert að vera mikil dagskrá. Ég er búinn að fá ágæt- an veislustjóra sem ætlar að halda vel utan um allt þannig að ræðuhöld verða af mjög skornum skammti en menn mega syngja og vissulega vera eitt- hvað skemmtilegir. Eins vil ég stemma mjög stigu við að fólk sé að koma með einhverjar gjafir og vil helst sem minnst af slíku. Mestu máli skiptir að hittast og eiga góða stund saman.“ Fimmtugsafmælið er ekki eina af- mælið í lífi Jóns Helga því hann og konan hans eru nýbúin að eiga 25 ára brúðkaupsafmæli „Við hjónin giftum okkur þegar ég var 25 svo við áttum silfurbrúðkaup en við höfum gjarnan haldið upp á brúðkaupsafmælið okkar frekar en afmælið mitt. Það er seinni partinn í ágúst og því mjög stutt á milli. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haldið svona upp á afmæli. Við héldum því ekki mikið upp á brúð- kaupsafmælið í ár en gerðum okkur aðeins dagamun.“ Jón Helgi segir að á þessum tíma- mótum hafi hann aðeins verið að líta yfir farinn veg og rifja upp stundir með vinum og kunningjum. „Ég hef svolítið verið að fara í gegnum fjöl- skyldualbúmin og skoða myndir og skanna inn í tölvuna og það hefur verið mjög skemmtilegt. Á svona stundum kemur eitthvað upp í manni og maður verður þakklátur fyrir hvað maður á af góðum vinum og fjölskyldu.“ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jónsdóttir áður til heimilis í Víðilundi 13, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi 28. ágúst. Útförin auglýst síðar. Jón Trausti Guðjónsson Þórdís Guðmundsdóttir Gunnsteinn Guðjónsson Anna Kristín Guðjónsdóttir Jón Gísli Grétarsson Jóhann Guðjónsson Magnús Guðjónsson Sigríður Jóhannesdóttir Ingvar Guðjónsson ömmu- og langömmubörn. MOSAIK Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.