Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 8
MasterCard Mundu ferðaávísunina! Montreal „Þetta hefur verið algjör geðveiki, röð fram á gang. En við erum tilbúin að leggja smá á okkur fyrir frítt í strætó,“ segir Dagný Ósk Aradóttir, for- maður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Nemendafélög fram- halds- og háskóla á höfuðborgar- svæðinu vinna nú hörðum hönd- um að dreifingu strætókorta. „Það hefur farið endalaust tími í þetta og hellingur af sjálfboða- liðum hefur hjálpað okkur,“ segir Dagný. Starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs eru þrír talsins og því miklar annir. „Það komu svona 150 manns í gær og stöð- ugur straumur alla vikuna. Við erum með um níu þúsund kort og tvö þúsund þeirra eru þegar farin,“ segir Dagný. „Við erum að hjálpast að, það eru náttúrlega þrjár byggingar í HR,“ segir Sveinn Kristjánsson, formaður Stúdentafélags Háskól- ans í Reykjavík. Hann segir allt að tíu manns hafa tekið þátt í dreifingunni hverju sinni. „Þetta er gríðarlega mikil vinna, en þetta er okkar starf, þar sem við erum hagsmunafé- lag nemenda,“ segir Sveinn. „Við höldum að 99 prósent hafi fengið kort,“ segir Björn Brynj- úlfur Björnsson, Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík. „Þetta hefur gengið mjög vel, en eitt prósent kortanna kom ekki úr prentun. Við fáum þau á næstunni.“ Dreifingin hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig og vantaði kort nokkurra nemenda fyrstu dagana. Pálmi Freyr Randvers- son hjá umhverfissviði Reykja- víkurborgar segir að ákveðið hafi verið að prenta eftir listum frá skólunum sem ekki voru full- kláraðir. „Við vildum að nemendur gætu fengið kortin í upphafi skólans, en á þeim tíma er fólk enn þá milli skóla eða ekki rétt skráð. Núna erum við að leggja loka- hönd á kort fyrir þessa nemend- ur,“ segir Pálmi. Dreifa strætókortum til 30.000 námsmanna Ragnar Jóhanns- son, eigandi Formaco ehf., ætlar að stefna Verkalýðsfélagi Akra- ness fyrir rógburð. Formaður verkalýðsfélagsins, Vilhjálmur Birgisson, kærði Formaco í byrjun júní fyrir að vera með fjórtán Litháa í vinnu sem að sögn Vilhjálms voru óskráðir hjá Vinnumálastofnun. Ragnar segir að í upphafi hafi Formaco reynt að skrá starfs- mennina fjórtán á vefsíðu Vinnu- málastofnunar en að síðan hafi verið biluð og þess vegna hafi það ekki gengið í stuttan tíma. „Starfs- menn okkar hafa alltaf verið skráðir hjá Vinnumálastofnun nema í þessu eina tilfelli þegar það komst upp að skráning starfs- mannanna hefði ekki gengið vegna þess að heimasíðan var biluð. Þá var skráningin leiðrétt hjá Vinnu- málastofnun. Við höfum alltaf farið eftir lögum í einu og öllu,“ segir Ragnar. „Ég bað lögfræðing minn því um að undirbúa málsókn á hendur verkalýðsfélaginu á miðvikudag- inn vegna ítrekaðra niðrandi ummæla Vilhjálms um Formaco,“ segir Ragnar og bætir því við að formaðurinn hafi haldið úti harðri gagnrýni á fyrirtækið vegna máls- ins á heimasíðu verkalýðsfélags- ins. Kæra Verkalýðsfélags Akra- ness gegn Formaco er nú til með- ferðar hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Ragnar segir að ekki hafi verið haft samband við Formaco vegna kærunnar. Stefnir félaginu fyrir rógburð Tveir af mönnunum tíu, sem handteknir voru í Rússlandi í tengslum við morðið á blaðakonunni Önnu Politkov- skaju, hafa verið látnir lausir. Báðir eru þeir lögreglumenn. Auk þess liggur þriðji maður- inn, sem er leyniþjónustu- maður, ekki lengur undir grun í málinu. Þessi þróun mála þykir ýta undir efasemdir um að saksókn- arinn í Moskvu hafi verið eins langt kominn með að leysa málið og látið var í veðri vaka þegar yfirlýsing um handtöku tíu manna var gefinn á mánudag fyrir tæpri viku. Tveir menn af tíu látnir lausir „Við munum gera smávægilegar breytingar á húsnæðinu og vera með neyðarvistunina áfram,“ segir Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðukona Stuðla. Eftir að neyðarvistunarálma Stuðla brann fyrir skömmu hafa forsvarsmenn Stuðla og Barnavernd- arstofu leitað bráðabirgðalausna á neyðarvistuninni. Þar sem um sérhæfða starfsemi er að ræða er ekki hægt að flytja hana hvert sem er. Nú hefur verið ákveðið að gera breytingar á þeirri álmu sem slapp við brunann og halda uppi neyðarvistun þar ásamt almennri meðferðardeild. Starfsemi meðferðardeildarinnar mun ekki skerðast að sögn Sólveigar en neyðarvistunin mun ekki verða jafnafkastamikil. „Matsmenn hafa sagt okkur að það taki þrjá til fjóra mánuði að koma álmunni í samt lag aftur. Núna er það bara spurning hvernig gengur að fá iðnaðar- menn til verksins,“ segir Sólveig. Á Stuðlum eru reknar tvær deildir. Annars vegar er það meðferðardeild þar sem ungmenni dvelja í allt að tvo mánuði og fá meðferð sem ætluð er til að styrkja sjálfsmynd þeirra. Hins vegar er neyðarvistun eða lokuð deild. Barnaverndarnefnd getur skikkað ungmenni í neyðarvistun að hámarki tvær vikur á meðan unnið er í málefnum barnsins. Fyrrverandi langhlaup- ari í Kína, Zhang Jianmin, lét dóttur sína hlaupa að jafnaði 65 kílómetra, eða nærri hálft annað maraþonhlaup, á hverjum degi í 55 daga samfleytt. Hann segist ekki hafa neytt dóttur sína til að hlaupa, heldur hafi hún haft gaman af því. Stúlkan hljóp ekki eins heldur fylgdi Jianmin henni eftir á rafknúnu reiðhjóli allt frá heimili þeirra á Hainan-eyju í sunnanverðu Kína til höfuð- borgarinnar Peking. Sérfræðingar telja líklegt að stúlkan muni bíða heilsutjón af völdum maraþonhlaupanna. Stúlkan hljóp 3.575 kílómetra Hver seldi alla hluti sína í Icelandair í vikunni? Í hvaða menntaskóla er veggspjald kvikmyndarinnar Veðramóta bannað? Hver skoraði eftir 10 sekúnd- ur í leik FH og KR á fimmtu- dagskvöld? Nemendafélög framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu útdeila kortum til námsmanna, sem veita gjaldfrjálsar ferðir í strætó. Rúmlega þrjátíu þúsund nemar úr um 25 skólum fá frítt í strætó. „Algjör geðveiki,“ segir formaður Stúdentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.