Fréttablaðið - 02.09.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 02.09.2007, Síða 74
R éttum áratug eftir andlát Díönu prins- essu er ímynd henn- ar enn sveipuð dýrðarljóma. Minn- ingargreinar þekja síður dagblaðanna sem almenn- ingur um allan heim drekkur í sig. Er Díana orðin að einhvers konar dýrlingi, og ef svo er hvað segir það okkur þá? Ég kynntist Díönudýrkuninni fyrst árið 2004, þegar ég var í Hyde Park daginn sem Eng- landsdrottning afhjúpaði gos- brunn til minningar um prins- essuna. Ég var umkringdur miðaldra konum sem klæddust jökkum og báru hatta með nælum og barmmerkjum á. Þær litu út eins og fótboltabullur nema að á barmmerkjunum var mynd af Díönu en ekki David Beckham. Ég byrjaði að spjalla við þær og komst að því að fatnaður þeirra, veski og skór voru sniðn- ir eftir fatnaði og fylgihlutum sem Díana sjálf klæddist og bar. Sumar kvennanna helguðu Díönu heilt herbergi á heimili sínu og fylltu þau með gripum og munum sem tengdust prins- essunni. Tilvera þeirra virtist snúast í kringum konu sem hafði þá verið látin í sjö ár. Ítalski myndhöggvarinn Luigi Biaggi tjáði sína skoðun á þessu fyrirbæri með því að gera styttu af Díönu í hlutverki Maríu meyj- ar. Með því vildi hann segja að fræga fólkið hefði leyst dýrl- inga af hólmi. Breski rannsak- andinn Margaret Evans kannaði hvers konar gripi og minningar- vott fólk lagði til þegar Díana dó og komst að því að sumir vísuðu til hennar sem dýrlings eða eng- ils og nokkrir báru hana beinlín- is saman við Jesú Krist. Langsóttar samsæriskenningar spruttu upp um dauða Díönu, til dæmis að breska leyniþjónustan hefði ráðið hana af dögum því konungsfjölskyldunni var farin að standa ógn af henni. Önnur er á þá leið að hún hafi sviðsett dauða sinn til að komast úr sviðsljósinu og lifi nú hamingju- söm með ástinni sinni, Dodi Fayed. Og eins og hæfir þegar hálfguðdómleg vera fellur frá þóttust sumir finna forspár um dauða hennar hér og þar, á plöt- unni The Queen is Dead með hljómsveitinni The Smiths. Frá sjónarhóli skynseminnar er dýrkunin á Díönu jafn fárán- leg og hvert annað ofstæki. Í krafti stöðu sinnar dró hún vissulega verðug málefni fram í sviðsljósið. Hún talaði máli hinna fátæku og þeirra sem minna mega sín. Jafnvel þótt hún væri stundum úthrópuð sem pólitískur einfeldningur fyrir baráttu sína gegn jarð- sprengjum, vakti hún heimsat- hygli á málstaðnum. Hvort Ott- awa-samkomulagið um bann gegn jarðsprengjum hefði orðið að veruleika hefði Díönu notið lengur við er ómögulegt að segja til um. Enn hafa mörg ríki ekki undirritað samkomulagið, þar á meðal Bandaríkin, Rússland, Kína, Ísrael og Íran. Vitaskuld var oft óþægilegt ósamræmi milli baráttu hennar fyrir hönd hinna snauðu og mun- aðarins sem hún naut sjálf. En Díana var aðlaðandi einmitt vegna þess að hún var breysk. Ólíkt hinum tréhestunum í kon- ungsfjölskyldunni sem lokuðu sig af gaf Díana færi á sér og sýndi að þótt hún væri prinsessa var hún líka manneskja eins og við hin. Þegar hún gekk í gegn- um erfiðan skilnað eftir að eigin- maður hennar var henni ótrúr, fundu milljónir kvenna til með henni. Áður en raunveruleikasjón- varpið kom til sögunnar þjónaði líf Díönu því hlutverki. Stöðug fjölmiðlaumfjöllun varð til þess að fólki fannst sem það þekkti hana; það fylgdist því með gegn- um súrt og sætt og lét afdrif hennar sig varða, líkt og hún væri hluti af fjölskyldunni. Að fylgjast með Díönu fyllti hvers- dagslíf margra spennu og ljóma. Spencer jarl hvatti fólk til að freistast ekki til að taka systur sína í dýrlingatölu. Í ræðu við útför hennar – allra eftirminni- legustu eftirmælin um Díönu – sagði hann það stangast á við „grallaralega kímnigáfu henn- ar“ að líta á hana sem dýrling. Hann eignaði henni engu að síður ýmsa kosti sem dýrlingum sæmir, sérstaklega „allt að því barnslega“ löngun til að láta gott af sér leiða. Um hvers vegna breska pressan gerði oft lítið úr góðum ásetningi Díönu sagði hann: „Mín eina skýring er sú að hrein og sönn góðmennska er ógn við þá sem eru á öndverðum siðferðilegum meiði.“ Þessi sneið til fjölmiðla kann að hafa helgast af því að Spencer jarl taldi að æsifréttablöðin og ljós- myndarar á þeirra vegum hefðu átt þátt í dauða systur sinnar. En það var engu að síður sannleiks- korn í henni. Sumir nota kald- hæðni til að firra sig ábyrgð. Sé maður sannfærður um að allir hugsi fyrst og fremst um eigin hag, hví ætti maður þá að reyna að vera betri manneskja? Manneskja sem býr yfir allt að því barnslegri en einlægri þrá til að bæta heiminn getur smeygt sér inn fyrir varnarbrynjuna; ein leiðin til að sporna við því er að grípa til háðs. Díönu hefði ef til vill farnast betur í Bandaríkj- unum þar sem fólk og fjölmiðlar eru frekar reiðubúnir til að fall- ast á góðan ásetning annarra. Hvaða áhrif hafði líf og dauði Díönu á þær milljónir manna sem dáðu hana og dýrkuðu? Milljónir manna syrgðu Díönu; margir skrifuðu bréf og sendu ávísanir til minningarsjóðsins um hana, sem nálgast má á vef- síðunni theworkcontinues.org. En ef starf hennar heldur áfram er það á hófsamari hátt og hefur runnið saman við aðra líknar- starfsemi. Kannski var það óhjákvæmi- legt. Þótt ein manneskja geti hrært við okkur varir sú tilfinn- ing yfirleitt stutt og hefur sjaldnast varanleg áhrif á líf okkar. En kannski finnst þeim sem samsömuðu sig svo mikið prinsessunni sem þeir hafi á einhvern hátt átt hlut í góðverk- um hennar og þurfi því ekki að leggja sín lóð á vogarskálarnar héðan í frá. Heilög Díana? Á föstudag voru liðin tíu ár frá því Díana, prinsessa af Wales, lést á sviplegan hátt, langt fyrir aldur fram. Bandaríski heimspek- ingurinn Peter Singer veltir fyrir sér arfleifð prinsessunnar og hvers vegna ímynd hennar er enn svipuð dýrðarljóma. HEILDSÖLU LAGERSALA Við rýmum til á lagernum fyrir nýjum vörum og seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði. Mikið úval af: skíðafatnaði, útivistarfatnaði, Soft Shell peysum, golffatnaði, barnagöllum, barnaúlpum og mörgu fl. Verðdæmi: verð áður verð nú 3. laga jakkar: 29.900,- 11.900,- Skíðabuxur: 15.900,- 7.900,- Soft Shell peysur 13.900,- 6.900,- Barnaúlpur 7.900,- 3.900,- Skíðaúlpur 18.900,- 8.900,- Golfjakkar 16.900,- 7.900,- Opnunartími: Fimmtudagur 30. ágúst kl. 14-20 Föstudagur 31. ágúst kl. 14-20 Laugardagur 1. september kl. 10-18 Sunndagur 2. september kl. 11-18 Mánudagur 3. september kl. 14-20 Lagersala ZO-ON - Nýbýlavegi 18 - Kópavogi FYRST UR KEMU R FYRST UR FÆR Vitaskuld var oft óþægi- legt ósamræmi milli bar- áttu hennar fyrir hönd hinna snauðu og munað- arins sem hún naut sjálf. En Díana var aðlaðandi einmitt vegna þess að hún var breysk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.