Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 10
greinar@frettabladid.is Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til mennta- mála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur náms- framboð á háskólastigi margfald- ast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamála- ráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík við- urkenning felur í sér að mennta- málaráðuneyti vottar að viðkom- andi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og mennta- málaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenn- ingu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viður- kenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsókn- um skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbein- andi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenning- arferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóð- lega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Fras- cati-staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvís- indi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræða- svið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivís- indi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesors- hæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenn- ingarnar á fyrrnefndum fræða- sviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viður- kenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasvið- um og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræð- inganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennslu- og rannsóknastofnanir. Viður- kenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er. Höfundur er menntamálaráð- herra. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Kaflaskil í gæðamálum Vextir á Íslandi eru háir, allt of háir. Það að eiga þak yfir höfuðið er mannrétt- indamál, ein af grunnþörfum okkar allra. Stjórnvöldum ber því að stuðla að því að fjármagnskostnaður til þessara grunnþarfa sé sem lægstur. Sú fjármálastofnun sem veitir bestu kjör til húsnæðiskaupa er Íbúðalánasjóður. Allir landsmenn, hvar sem þeir búa, njóta jafnræðis þegar kemur að lánum Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn er rekinn án arðsemissjónarmiða, á einungis að standa undir sínum rekstri og því nýtur almenningur þess sem eigendur fjármálastofnana hefðu annars gert til þeirra viðskipta. Kannanir sýna að yfir 90% landsmanna vilja áfram sjá sterkan Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn hefur kappkostað að þjónusta viðskipta- vini sína af metnaði og ólíku er saman að jafna þegar horft er til Íbúðalánasjóðs og gömlu Húsnæðismála- stofnunarinnar. Íbúðalánasjóður hefur verið þróaður undir forystu Framsóknarflokksins allt frá 1999. Sjóðurinn hefur tekið breytingum á tímabilinu í takt við þróun á húsnæðis- og skuldabréfamarkaði. Váleg tíðindi heyrast nú, eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum, að húsnæðiskerfinu verði gjörbylt. Heyrst hefur að Íbúðalánasjóður eigi einungis að sinna þeim hópum sem eiga undir högg að sækja, lágtekjufólki og kaupendum á óvirkum markaðssvæðum á landsbyggðinni. Bankarnir eiga síðan að fleyta rjómann. Samkeppni á húsnæðislánamarkaði í dag virðist af skornum skammti. Sú einkavæð- ing sem hefur átt sér stað, og skilað miklum árangri á mörgum sviðum, hefur ekki skilað sér til húsnæðiskaupenda hér á landi. Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, virðist hafa látið eftir frjálshyggjudeild íhaldsins um framtíð Íbúðalána- sjóðs og breytingar eru í nánd. Ef það verður að veruleika breytist Íbúðalánasjóður í bákn í ríkis- rekstrinum. Félagslegt bákn sem mun þurfa milljarða á ári hverju til að standa undir rekstri sínum. Gegn því munum við framsóknarmenn berjast með hetjulegri dáð á næstu misserum, því það eru hagsmunir fólksins að áfram verði rekinn öflugur Íbúðalánasjóður. Öllum almenningi til heilla. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Íbúðalánasjóður fólksins F á orð koma oftar fyrir í umræðu um opinber málefni nú um stundir en eftirlit. Að því leyti er það tískuorð og að sama skapi áhrifaríkt pólitískt lausnarorð. En hvað sem öðru líður er eftirlit fylgifiskur nýrra tíma. Kjarni málsins er sá að stöðugt flóknara og sérhæfð- ara samfélag, margslungnari stjórnsýsla og fjölbreyttari þjónusta, hvort heldur hún er opinber eða á einkamarkaði, kallar á að litið sé eftir hlutum í ríkari mæli en áður. Árangur í stjórnsýslu er mældur með eftirliti af ýmsu tagi. Öryggi borgaranna er einnig reynt að tryggja með eftirliti. Hitt er sérstakt skoðunarefni hvaða eftirlitsniðurstöður fanga helst athygli manna og kveikja umræður. Upp á síðkastið hafa eft- irlitsniðurstöður um breytingar á ferju fyrir Grímseyinga verið eins konar umræða umræðunnar í þjóðfélaginu. Full ástæða er til að taka á þeim brotalömum í ákvarðanaferli sem það eftirlit leiddi í ljós. Að baki búa hagsmunir íbúa í Grímsey. Flestir eru á einu máli um að þeim þurfi að sinna með sóma. Svo eru aðrar eftirlitsniðurstöður sem ná varla eyrum fólks og þar af leiðandi ekki athygli stjórnmála- manna þó að mun víðtækari hagsmunir séu í húfi. Á undanförnum árum hafa erlendar samanburðarkannanir sýnt margar jákvæðar hliðar á íslensku skólastarfi. En þær hafa einnig varpað ljósi á að árangur skólastarfs er ekki endilega í samræmi við þá fjármuni sem til þeirra mála er varið. Slíkar niðurstöður hafa ekki valdið neinum pólitískum jarðhræringum í líkingu við Gríms- eyjarferjufárið. Þær hafa heldur ekki kallað fram sterka pólitíska umræðu um leiðir til þess að bæta uppskeru skólastarfsins. Þó að skólamál séu mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna á nýrri öld er engu líkara en endurbætur á skólastarfi séu einhvers konar skuggaviðfangs- efni þegar ferjubætur eru annars vegar. Á dögunum kynntu borgaryfirvöld í Reykjavík nýjar aðferðir sem menntasvið borgarinnar hyggst beita til þess að ná meiri vexti úr frjóum jarðvegi skólastarfs á hennar vegum. Ætlunin sýnist vera sú að meta gæði skólastarfsins og greina með markvissum hætti hvernig menntastefnunni er framfylgt. Ef vel tekst til getur eftirfylgni af þessu tagi styrkt innviði skóla- starfsins og umfram allt skilað betri og hæfari nemendum til fram- haldsnáms. Hvernig sem á þetta verkefni er litið ber það vott um pólitísk viðbrögð til þess að gera gott betra. Markmiðið er augljós- lega að hver króna frá skattborgurunum skili sér í betri menntun. Á næturlífsómenningunni í miðborg Reykjavíkur eru fleiri en ein hlið og hún á sér ýmsar orsakir. Ein þeirra snýst um uppeldi, aga og menntun. Bætt skólastarf verður að vísu ekki þáttur í skyndilausn þess konar vanda sem þar er um rætt. En skilningur þeirra sem ábyrgð bera á mikilvægi þess að gera markvissari kröfur um árang- ur í skólastarfi er liður í ræktun framtíðarsamfélags með siðaðra og mennningarlegra yfirbragði en á stundum má nú sjá í miðborginni. Verkferlar í skólum eiga að skila því sem vænta má í gæðum og árangri. Satt best að segja er meira virði að skattpeningarnir skili því sem með réttu má ætlast til í skólum en ferjum. Stjórnmála- menn mega því gjarnan gefa þessu viðfangsefni meiri gaum og tíma. Frumkvæði borgaryfirvalda er þar gagnlegt framlag og vert eftirtektar. Skólar og ferjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.