Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 77

Fréttablaðið - 02.09.2007, Side 77
Í austurríska listagallerí- inu Hangar-7 verður opnuð stór myndlistarsýning tileinkuð Íslandi í lok sept- ember. Valdir hafa verið sjö íslenskir listamenn til að sýna þar. Aðsókn í gall- eríið er með því mesta sem gerist á nútímalistasöfnum og er þetta því stórt tæki- færi fyrir þá sem fara út. Sýningarstjórinn Lioba Reddeker var hér á landi fyrr í sumar til að velja listamenn fyrir sýninguna. Þeir sem hlutu náð fyrir augum hennar eru Aron Reyr Sverris- son, Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð Örn Halldórsson, Guð- mundur Thoroddsen, Helgi Þor- gils Friðjónsson, Ragnar Kjart- ansson og Þorri Hringsson. Hangar-7 er gamalt flugskýli í útjaðri Salzburg sem hefur verið breytt í flugsafn og listagallerí. Safnið er ólíkt hefðbundnum listasöfnum. Það eru engin hvít ferhyrnd herbergi heldur er þetta stór glerskáli með stórum opnum rýmum sem líkist helst geim- skipi, nýlentu í borgarjaðrinum. Frá því að safnið var opnað fyrir fjórum árum hafa verið haldnar nokkrar sýningar árlega þar sem kastljósi hefur verið varpað á listasenu eins lands. Meðal þeirra landa sem hafa verið tekin fyrir eru Mexíkó, Kína og Spánn auk þess sem New York-borg varð einu sinni fyrir valinu. Í samtali við Liobu Reddeker fyrr í sumar kom fram að sýning- ar þarna hafa virkað sem aðgöngu- miði fyrir marga listamenn inn í virt gallerí í Evrópu og Banda- ríkjunum. Listamenn hafa selt verk sín þarna og þannig komist á kortið sem listamenn sem stærri gallerí þora að veðja á. Sýningin verður opnuð 21. sept- ember og íslenska hljómsveitin Seabear spilar við opnunina. . Sumarsýning Listasafns Íslands stendur enn. Alas Nature kallast hún upp á ensku en það virðist orðinn fastur siður íslenskra safna að hafa jafnræði með enskum yfir- skriftum sýninga sinna og íslensk- um í kynningu. Á íslensku kallast hún ó-náttúra. Sýningin geymir um 80 verk eftir 51 listamann. Þar er leitast við að skoða náttúruna í öðru ljósi og frá öðrum sjónarhóli en menn eiga að venjast. Þunga- miðjan er innsetning Katrínar Sig- urðardóttur, High Plane IV: Hún byggir á umbyltingu sjónarhorns þar sem landslagið er lagt lárétt á borð fyrir áhorfendur. Í staðinn fyrir að horfa á landslag málað á tvívíðan, lóðréttan flöt sjá gestir landið lárétt eins og þeir færu í þyrlu yfir. Ó-náttúra tekur mið af þessu óvænta sjónarhorni og bregður upp nýrri og framandi sýn á venjubundið umhverfi. Í dag kl. 14 ætlar heimspeking- urinn og útvarpsmaðurinn Hjálm- ar Sveinsson að leiða gesti um sali og tala um hugrenningar sínar varðandi einstök verk á sýning- unni. Hjálmar segir listina vera ónáttúru frá hlýskeiði: „Forsenda listsköpunar er að láta ekki stjórn- ast af blindum öflum og hvötum náttúrunnar heldur hefja sig yfir hana. Listsköpun felst meðal ann- ars í því að búa til eitthvað sem náttúran getur ekki búið til sjálf. Listsköpun er eitt af því sem greinir manninn frá náttúrunni. Sú aðgreining, svo það sé undir- strikað, er forsenda menningar og mennsku, við eigum henni allt að þakka. Menningin og listin eru ónáttúra. Samt sem áður, eða kannski einmitt þess vegna, leyn- ist í huga mannsins einhvers konar þrá eftir endurhvarfi til náttúr- unnar. Því hefur líka verið haldið fram að náttúran njóti sín best í listinni og listasöfnum; í málverk- um og ljósmyndum, skúlptúrum, söngvum og ljóðum. Íslendingar, svo dæmi sé tekið, virðast fyrst og fremst hafa áhuga á náttúrunni í líki málverka. Það flækir dæmið enn meir, eða einfaldar, að teg- undin Homo varð til á því skeiði náttúrusögunnar sem kallast ísöld. Íslendingar búa enn við ísröndina, eins og nafnið gefur til kynna. Það sem nú sést í Listasafni Íslands er einhvers konar hellamálverk frá hlýskeiði.“ Frekari pælingar má heyra í sölum Listasafns Íslands í dag. Jöklaskeið okkar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.