Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 16
G rámóskulegur úði setur svip sinn á útsýnið frá Hótel Nord- ica, þegar blaðamaður tyllir sér við hlið Eoin Colfer. „Veðrið er eins og á Írlandi, svo mér finnst ég vera heima,“ segir rithöfundurinn og brosir út í annað. Colfer er fæddur og uppalinn í bænum Wexford á suðausturhluta eyjunnar grænu, og hefur því séð sinn skerf af regni í gegnum tíðina. Colfer er menntaður kennari og starf- aði sem slíkur í Wexford þar til fyrsta bókin um Artemis Fowl leit dagsins ljós og hann gat einbeitt sér að ritstörfum. Heimsókn Colfers til Íslands var þó fyrst og fremst helguð hjálparstarfi, en hann tekur virkan þátt í verkefnum IceAid, hjálpar- starfssamtaka Glúms Baldvinssonar og Pádraig Grant. „Fyrir um það bil tveimur árum síðan settist ég niður með vini mínum frá Wex- ford að nafni Pádraig Grant,“ útskýrir Col- fer. „Hann er ljósmyndari sem ferðast til svæða þar sem aðstæður eru erfiðar og tekur myndir. Hjálparsamtökin nýta svo myndirnar til að vekja athygli á ástandinu og fá hjálp fyrir svæðin. Ég hafði lengi vitað af starfi hans með írskum hjálparsamtök- um, en þarna sagði hann mér að hann væri að stofna hjálparsamtökin IceAid með Glúmi. Ég fékk mikinn inblástur frá honum, sem manneskju sem helgar líf sitt því að hjálpa fólki. Ég ákvað þess vegna að það væri kominn tími til að reyna að nota þessa litlu frægð sem ég hef öðlast til að hjálpa honum,“ segir hann. IceAid á Íslandi var opinberlega hleypt af stokkunum í gær, þegar ljósmyndasýning með myndum Grants frá Afríku var opnuð í Art Iceland galleríi á Skólavörðustíg. Col- fer og Glúmur Baldvinsson komu báðir fram við athöfnina. „Ekki Pádraig, hann er væntanlega eini Írinn í heiminum sem finnst ekki gaman að tala,“ skýtur Colfer inn í og glottir. Með sýningunni í Art Ice- land, sem er styrkt af JPV, útgefanda Col- fers á Íslandi, Icelandair og Íslandsprenti, er ætlunin að kynna IceAid og safna fjár- munum til hjálparstarfs. IceAid hefur þó þegar látið til sín taka með byggingu mun- aðarleysingjahælis í Líberíu, og er í sam- starfi við Atlantsskip og Actavis í nýju verkefni í Tansaníu. „Það sem mér líkar við IceAid er að þetta eru mjög persónuleg samtök og maður sér virkilega í hvað peningarnir fara. Maður getur bókstaflega séð peningana byggja vegg, grafa brunn eða kaupa rúm. Ég kann mjög vel að meta það, því manni finnst maður tengdari verkefnunum,“ segir Colfer um samtökin. Hann segir það einnig hafa hentað honum afar vel að fá að taka þátt í byggingu munaðarleysingjahælisins. „Allan starfsferil minn hef ég unnið með börnum, sama hvort um ræðir kennslu eða skrif, svo mig langaði til að gera eitthvað fyrir börn,“ sagði Colfer. Hann er einnig virkur í öðrum hjálpar- samtökum, og nefnir sérstaklega ensk sam- tök fyrir börn sem eiga við námserfiðleika að stríða. „En ef ég ætti að velja ein samtök til að starfa með yrðu það IceAid. Þau breyta mjög miklu á minni stöðum,“ sagði hann. Börn eru að sjálfsögðu einnig í lykilhlut- verki í ritstörfum Colfers. Bókaflokkurinn um Artemis Fowl sló í gegn á heimsvísu eftir að fyrsta bókin kom út árið 2001. Í bók- unum segir frá ævintýrum ungs glæpasnill- ings að nafni Artemis Fowl. Í fyrstu bókinni fremur hann álfrán í þeim tilgangi að kom- ast yfir álfagull, og kemst í nánari kynni við hulinn heim álfa, dverga og trölla í seinni bókum. Álit álfanna á umgengni manna um jörð- ina er ekki upp á marga fiska, svo að segja, og í bókunum er að finna þó nokkurn umhverfisverndarboðskap. „Ég reyni fyrir hverja bók að velja eitthvað sem mér finnst vera vandamál,“ segir Colfer. „Ég reyni líka að koma boðskapnum til skila án þess að messa yfir börnunum sem lesa bækurnar. Ég læt persónurnar í bókinni frekar ræða hann, svo lesendur sjái málið gegnum þeirra augu. Ef maður segir við börn „þetta er við- vörun!“ loka þau eyrunum. Ég plata þau kannski dálítið, en á góðan hátt. Þetta er líka góð leið til að koma þessum skilaboðum til barna, því ég get náð til mun stærri hóps en stakt dagblað eða sjónvarpsþáttur gæti gert,“ segir hann. Aðalsöguhetjan Artemis er í lykilhlut- verki hvað þennan boðskap varðar. „Hann er skelfilegur náungi,“ segir Colfer og hlær. „Málið er að hann er líka að læra þessar lex- íur. Ég vonast til þess að hann verði orðinn vinaleg manneskja í lok sjöttu bókarinnar,“ bætir hann við. Colfer leggur líka áherslu á að bækurnar séu aðgengilegar börnum sem lítið hafa lesið áður. „Artemis Fowl-bækurnar eru mjög nútímalegar, með mikilli tækni, og gerast hratt, sem strákar kunna vel að meta. Þær eru góðar fyrir strák sem hefur ekki lesið mikið áður og er ekki hrifinn af löng- um lýsingum,“ segir hann. Í umræðum um minnkandi lestur barna verða kvikmyndir og sjónvarp oftar en ekki sökudólgurinn. Colfer er ekki þeirrar skoð- unar. „Ég held að maður geti ekki spornað við þróuninni. Það er bara ekki hægt að segja að farsímar og tölvuleikir geri það að verkum að börn lesi ekki, vegna þess að þetta er komið til að vera,“ segir Colfer. „Ef það kemur kannski út kvikmynd og tölvu- leikur eftir bók, hjálpar það bókinni. Ef barn verður mjög hrifið af þessu tvennu mun það lesa bókina. Og ég held að um leið og barn hefur lesið eina góða bók sé það fast. Það þarf ekki meira, þá mun það halda áfram að lesa,“ segir hann. Colfer vinnur nú að sjöttu bókinni um Art- emis Fowl, sem hann hefur áður sagt að gæti orðið sú síðasta í flokknum. „Ég er ekki með neina áætlun. Ef ég fæ góða hugmynd skrifa ég bók. En eftir þessa bók er ég með þrjár, fjórar aðrar sem mig langar til að skrifa áður en ég sný mér aftur að Artemis, ef svo verður,“ segir hann. „Það er erfitt að skrifa eitthvað af því að maður verður að skrifa það. Ég vil skrifa af því að ég er með góða hugmynd og langar til að skrifa. Stundum ákveður fólk að skrifa tuttugu bóka flokk. Það er búið með hugmyndirnar í bók sjö, en verður að halda áfram vegna samningsins. Ég sem bara upp á eina bók í einu,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um spreng- inguna sem hefur orðið í barnabókmenntum þar sem töfrar og hulduverur koma við sögu. Þar eru bækur Colfers, bókaflokkurinn um Harry Potter, sagan af Eragon og þríleikur Phillip Pullman um Gyllta áttavitann oftar en ekki nefndar í sömu andrá. Colfer segir sér ekki vera illa við að bækur hans séu bornar saman við hinn margfræga bókaflokk um galdrastrákinn Potter. „Einhvern tíma sagði ég að mér mislíkaði það, en það var þegar ég var yngri og við- kvæmari,“ segir hann og hlær við. „Sú er alls ekki raunin í dag. Ég dáist að J.K. Rowling, hún er ótrúlega hæfileikarík og bækurnar hennar eru frábærar. Þetta er bara hrós,“ bætir hann við. Colfer segist þar að auki viss um að þeir sem lesi báða bókaflokka sjái mik- inn mun þar á. „En það er mjög eðlilegt að bókaflokkarnir séu bornir saman, þar sem báðir fjalla um stráka og töfra,“ segir hann. Colfer hefur þó, eins og áður sagði, skrifað margt annað en bækurnar um Artemis. „Ég reyni að gera aðra hluti líka. Ég hef til dæmis skrifað draugasögur, vísindaskáldsögur og spæjarasögur. Ég er svo heppinn að ég get tekið mér árs hlé frá Artemis Fowl og skrifað eitthvað annað, og þegar ég kem aftur munu lesendur samt vilja lesa bækur um Artemis,“ segir Colfer. Hann telur Harry Potter bera nokkra ábyrgð á umræddri sprengingu, en telur að heldur muni réna í flóðinu með lokum þess bókaflokks. „Svona sögur hafa alltaf verið vinsælar, en með tilkomu Harry Potter urðu þær ofurvinsælar,“ segir Colfer. „Það er reyndar að koma kvikmynd eftir Gyllta átta- vitanum, sem lítur alveg ótrúlega vel út, svo það gæti ýtt þeim upp aftur,“ segir Colfer, sem vísar þannig aftur í veigamikið hlutverk kvikmynda og sjónvarpsþátta. „Ég held að þetta hjálpi virkilega. Kvikmyndagerð er núna á því stigi að það er hægt að gera mynd um Harry Potter og það kemur vel út. Fyrir tíu árum síðan hefði hún orðið skelfileg, og alls ekki raunveruleg. Kvikmyndagerðar- menn leita að þessum bókum, sem hjálpar bókunum líka,“ segir Colfer. Þegar Íslandsheimsókn hans lýkur bíður heimsókn til annars útgefanda. Að henni lok- inni liggur leiðin aftur heim til Wexford, þar sem Colfer hóf ritstörf sín fyrir margt löngu. „Þegar ég var lítill skrifaði ég lítil leikrit um víkinga. Ég var mjög hrifinn af þeim, vegna þess að bærinn okkar er víkingabær. Faðir minn, sem er sagnfræðingur, sagði mér sögur af þeim, og ég fór að skrifa leikrit. Þau voru mjög ofbeldisfull og allir dóu, nema ég, auðvitað,“ segir Colfer og hlær við minning- una. „En það voru fyrstu kynni mín af því að skrifa fyrir einhvern hóp, og ég sá áhrifin sem það hafði. Bara af því að eitthvað ákveð- ið orð stóð á blaðsíðunni gekk einhver yfir sviðið og fór með línu. Það voru mikil völd fyrir lítinn strák. Manni finnst maður vera drottnari heimsins,“ segir Colfer. Þó að bókaflokknum um Artemis Fowl gæti brátt verið lokið er Colfer hvergi nærri hættur. Hann segist ætla að halda áfram þangað til fólk hættir að lesa eða hann fær engar hugmyndir lengur. Starfið felur þó ekki lengur í sér heimsyfirráð, að hans sögn. „Nú á ég börn, svo ég er fullviss um að ég er ekki drottnari heimsins. Það vita allir for- eldrar,“ segir Colfer og hlær. www.iceaid.org / www.eoincolfer.com Hjálparstarf og heimsyfirráð Rithöfundurinn Eoin Colfer er hvað þekktastur fyrir skrif sín um glæpasnillinginn unga, Artemis Fowl. Hann var staddur hér á landi um helgina í stuttri heimsókn á vegum hjálparstarfssamtakanna IceAid. Sunna Dís Másdóttir hitti Colfer og ræddi við hann um hjálparstarfið, ritstörfin og heimsyfirráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.