Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2007, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 02.09.2007, Qupperneq 80
Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Dauðfeginn að vera laus frá félaginu 1. deildin: Adolf Sveinsson sá til þess að Þróttur komst á topp 1. deildarinnar þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Þróttara undir lok stórleiks Þróttar og Grindavíkur á Valbjarnarvelli. Þróttur er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og komið með annan fótinn upp í úrvalsdeild. „Þetta er nákvæmlega það sem ég átti að gera. Þetta var alveg hrikalega ljúft og ekki verra að vera komnir á toppinn,“ sagði kampakátur Adolf Sveinsson við Fréttablaðið eftir leikinn en fyrra mark hans kom á 90. mínútu leiksins en síðara þegar tæpar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. „Mér fannst við vera betra liðið í leiknum og vildum kannski sigurinn meira. Við vildum heldur ekki láta stöðva þessa sigurhrinu okkar.“ Aðstæður voru ekkert til að hrópa húrra fyrir í gær, völlurinn var blautur og þungur og það hellirigndi nánast allan leikinn. Leikurinn var ákaflega tíðindalítill framan af. Grindvíkingar voru mun sterkari, spiluðu vel upp völlinn en gekk ákaflega illa að brjóta niður sterka vörn heima- manna. Þróttararnir sköpuðu heldur ekki neitt enda var sóknar- leikurinn í molum hjá þeim en það var helst Magnús Lúðvíksson sem ógnaðí með ágætum rispum. Markahæsti leikmaður deildar- innar, Hjörtur Hjartarson, sást ekki allan leikinn enda var hann í strangri gæslu hjá þeim Óla Stefáni og Eysteini Húna. Það hafði nánast ekki færi litið dagsins ljós þegar Þróttarinn Birkir Pálsson braut á Andra Steini Birgissyni. Erlendur Eiríks- son gat ekki annað en dæmt víti og úr því skoraði Paul McShane örugglega. Markinu fylgdi nýtt líf og leikmenn beggja liða færðust allir í aukana. Þrótturum gekk sem fyrr lítið að opna vörn Grindvíkinga en það var frábært einstaklingsframtak hjá Magnúsi sem skilaði jöfnunar- marki. Magnús sólaði Jósef Jósefs- son upp úr skónum og lagði boltann svo glæsilega í hornið. Frábært mark. Það var síðan títtnefndur Adolf sem kom Þrótti yfir á 90. mínútu þegar Þróttarar nýttu sér mistök Óskars markvarðar til fulls og Adolf skoraði af stuttu færi. Grindvíkingar gáfu allt til að jafna á kostnað varnarinnar og Adolf skoraði aftur eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hirti. „Við vorum betri í fyrri en þeir í seinni. Mér fannst jafntefli sann- gjörn niðurstaða en að slíku er ekki spurt. Við vorum í vandræðum með að opna vörnina þeirra. Við hættum samt að spila eftir jöfnunarmarkið og það var sárt að horfa á eftir stigunum,“ sagði Milan Stefán Jakovic, þjálfari Grindavíkur. Varamaðurinn Adolf Sveinsson tryggði Þrótti 3-1 sigur á Grindavík í toppslag efstu liðanna í 1. deild. Þróttur er þar með kominn á topp deildarinnar. Þetta var níundi sigurleikur liðsins í röð í deildinni. Íslenska kvenna- landsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálf- leik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A- deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúla- son landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnar- fráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.). A-deildin úr sögunni hjá stelpunum Kvennalið KR varð fyrir miklu áfalli á föstudag þegar landsliðskonan Katrín Ómars- dóttir ökklabrotnaði. Frá þessu er greint á fótbolti.net. Katrín spilar því ekki meira í sumar en þetta er mikil blóðtaka fyrir KR. Katrín úr leik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.