Tíminn - 04.01.1981, Síða 9

Tíminn - 04.01.1981, Síða 9
Sunnudagur 4. janúar 1981 9 Islendingar sem látist hafa af slysförum: Færri í ár en í fyrra FRl — Heldur færri Islendingar létust af slysförum i ár heldur en i fyrra eöa 82 nú a móti 86 i fyrra. Samkvæmt skýrslu SVFÍ þá létust i ár 31 við sjóslys og drukknanir á móti 29 i fyrra. 1 umferðarslysum létust nú 26 á móti 27 i fyrra og i ýmsum banaslysum létust nú 21 á móti 28 i fyrra. Flest urðu banaslysin i febrúar eða 15. Jón Júlíusson deildar- stjóri í viðskiptaráðuneyti AM — Jón Júliusson, fyrrum starfsmannastjóri Flugleiða, hefur nú hafið störf sem deildar- stjóri i viðskiptaráðuneyti og mun einkum hafa með höndum oliu- mál. Jón lét sem kunnugt er af störf- um hjá Flugleiðum á sl. ári, á- samt fleiri yfirmönnum þar , þegar kom til mikilla uppsagna og skipulagsbreytinga hjá flug- félaginu. Svensk Bilproving: Volvo endingarbestur — meöalaldur 18,7 ár á tímabilinu 1965-79 FRI — í hinni árlegu skýrslu Svensk Bilproving, þar sem hinar ýmsu tegundir bíla eru rann- sakaður með tilliti til gæða kemur fram að á timabilinu 1965- 79 hefur Volvo verið endingar- bestur með meðalaldurinn 18,7 ár. Mercedes Benz er i öðru sæti með 16 ára meðalaldur og i þriðja sæti er Volkswagen með 14,9 ár. Ennfremur kemur fram i skýrslunni að á seinni helmingi sjöunda áratugsins og fyrstu árum þess áttunda hafi ending bila almennt náð 14 árum og sú ending hefur haldið sér nokkuð jafnt fram á þennan dag. Það skal tekið fram að þetta á viö bila i Sviþjóð en reikna má með að þessar tölur séu eitthvað lægri hér vegna lélegri vega. Aðlögunar- tími verð- tryggingar sparifjár lengdur Vextir af gengisbundnum afurðalánum lækkaðir Tilmæli til viöskiptamanna banka og sparisjóöa Vinsamlegast greiðið fyrir gjaldmiðilsskiptum með því að halda gömlu og nýju krónunum aðskildum í öllum greiðslum. Útbúnir hafa verið sérstakir fylgiseðlar til útfyll- ingar fyrir innborganir eða skipti á gömlum seðlum og mynt. Bankar og sparisjóóir íL^iLlL %r Ll>ÍLlili DATSUN GAFFALLYFTARAR Diesel 3 tonn Rafmagns 2,5 tonn Mest se/du /yftarar á Norðurlöndum AB — Nú um áramótin rann út aðlögunartimi verðtryggingar sparifjár og iánsfjár, samkvæmt ákvæðum laga um stjórn eína- hagsmála. Rikisstjórnin hefur til- kynnt Seðlabankanum, að hún hafi ákveðið framlengingu aðlög- unartimans út árið 1981. Þvi kemur ekki til áfangabreytingar almennra vaxta að svo stöddu. Frá upphaíi árs 1979 hafa afurðalán út á útílutningsfram- leiðslu verið bundin gengi dollars, en borið lága vexti, eöa 8.5% til viðskiptabanka, og 7.5% i endur- kaupum Seðlabankans. Var upp- haflega gert ráð fyrir að munur- inn á þessum lánskjörum og al- mennum lánskjörum jafnaöist fljótlega. Þar sem svo hefur ekki orðið verður að gera sérstakar ráðsUafanir til þess aö iþyngja ekki útflutningsatvinnuvegunum umfram aðrar atvinnugreinar. Að höfðu samráði viö bankaráö og að fengnu samþykki rikis- stjórnarinnar hefur bankastjórn Seðlabankans ákveðið að lækka vexti af gengisbundnum afurða- lánum úr 8,5% i 4. Samsvarandi vextir af endurlánum Seðlabank- ans lækka jafn mikið, eða úr 7,5% i 3.0%. Gildir þessi ákvöröun afturvirkt frá og með 21. septem- ber 1980. Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar Af sérstökum ástæðum eigum við þessa tvo gaffallyftara til afgreiðslu strax á mjög góðu verði (gamalt tollgengi) Datsun •©• umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi við Sogaveg Simi 33560

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.