Tíminn - 04.01.1981, Side 13

Tíminn - 04.01.1981, Side 13
Sunnudagur 4. janúar 1981 ilHljlil'.H* 13 á, að atburðum, málefnum og sjónarmiðum fólks utan sjálfs höfuðstaðarins sé gert jafnhátt undir höfði og því, sem við ber í næsta nágrenni við ritstjórnar- skrifstofurnar, hugmyndum og skoðunum manna þar. Héraða- blöðin eru þess vegna öðrum þræði nauðvörn og ómissandi tæki í baráttu fólks fyrir því, að hagsmunir heimahaga þess verði ekki fyrir borð bornir. Þau eru tæki til vakningar, sóknar og varnar í samfélagi, þar sem hlutur þeirra, er ekki halda sínum málstað fast f ram, verður fyrir borð borinn. Þessi héraðablöð eru að sjálf- sögðu misjafnlega vel úr garði gerð. Sum kunna að vera slök og máttlítil, en önnur eru prýðilega að heiman búin, alúðin, sem við þau er lögð, augljós. Eitt þeirra blaða er einmitt Norðurslóð. Það er jólablað Norðurslóðar 1980, sem varð kveikjan að því, að þessi orð voru fest á blað. Þar er svo myndarlega að verið, að hvert dagblað hafði verið fullsæmt af viðlíka jólablaði. Þar hefur fjöldi Svarfdæla, heima og heiman, tekið höndum saman. Þeirra á meðal eru Gísli Kristjánsson, Jóhann Svarf- dælingur, Kristján Eldjárn, Sig- rún Eldjárn og Júlíus J. Daníelsson. Framlag til svarf- dælskrar sögu er grein Gísla um brúna á Svarfaðardalsá hjá Ár- gerði, þættir Tryggva Jónsson- ar um rafmagnsmál Dalvíkinga Gamli bærinn á Upsum á Upsaströnd, þar sem Hans Baldvinsson bjó. Málverk eftir Jón Stefán Brimar. og frásögn Jóhanns Svarfdæl- ings af því, er fyrst kom út- varpstæki í dalinn. Sumir hafa talið, að þeir bræður á skeiði, Sveinn og Hjörtur, hafa riðið þar á vaðið, en Jóhann ætlar, að það hafi verið kunnur bóndi á Bakka, Vilhjálmur Einarsson, sem var manna fyrstur til ýmissa nýjunga og hafði meðal annars löngu fyrr fengið sér yfirtjaldaða fólksf lutninga- kerru af svipaðri gerð og Dana- konungur átti til ferða út á sinn Bakka. Grein Kristjáns Eldjárns er einnig sögulegs efnis, þótt um andlegar íþróttir þeirra svarf- dæla sé. Hann fjallar um rímnakveðskap Hans Baldvins- sonar á Upsum, sem kunnur maður á sinni tíð, þótt við fá- tækt byggi, náfrændi Jónasar Hallgrímssonar. Tillag Sigrúnar Eldjárn eru skemmtilegar teikningar, sem fylgja kafla eða köflum úr Svarfdælu, þar sem segir frá hinum ófyrirlátssama forn- manni, Klaufa Hafþórssyni, sem átti konu fegurri en hvað hún var honum holl. En samtíðinni eru einnig gerð skil í þessu jólablaði Norður- slóðar. Einn úr flokki Svarf- dæla Baldvin Gíslason skip- stjóri, er á vegum íslendinga við leiðbeiningastörf í Mom- basa í Kenýu og segir fréttir þaðan, Hjörtur Eldjárn á Tjörn talar við brosleita, kanadiska fjósakonu, sem er á vist í Svarfaðardal til þess að kynn- ast íslenzkum háttum, langt viðtal er við einn svarfdælskra myndlistarmanna, Jón Stefán Brimar, og skíðaíþróttinni, leik- listinni, f erðaf élaginu og barnaheimilinu eru gerð skil. Ekki er svarfdælskri náttúru heldur gleymt. í blaðinu eru til dæmis fuglaþættir og dálítil grein um Gljúf urárjökul og rannsóknir á honum. Þetta er aðeins lausleg upp- talning, til þess gerð að vekja athygli á blaði, sem á hinn myndarlegasta hátt er haldið uppi fyrir eina sveit og einn miðlungsf jölmennan kaupstað, sjálfsagt að langmestu leyti með vinnu, þar sem ekki er til neinna launa séð, annarra en þeirra, sem fólgin eru í því gagni, er blaðið gerir, og ánægj- unni af alúðinni, sem við það er lögð. Enn f innst fólk, sem f úst er til þess að leggja á sig amstur og fyrirhöfn, án þess að einblína á það, hvað það uppsker sjálft. — JH. ininn” einnig í Reykjavik. Var kon- ungsekill áriB 1907 vi6 komu Friðriks áttunda. Eftir það fékkst hann mest viö ritstörf og ferðaðist á árunum 1922-1927 landveg hringinn i kringum ís- landog um allar sýslur þess, til að kynnast skilyrðum Islands sem ferðamannalands. Seldi jafnframt rit sin, og safnaði myndum, eins og sjá má i bók- inni. Loks er hér mynd af timbur- flutningum i gamla daga. Sú mynd er birt i bók Daniels Bruun „Gennem beboede egne”. (1 byggöum) 1924. Flutningar á stórtimbri voru erfiðir fyrrum, er engir voru vagnarnir og vegir aðeins reiö- götur og flestar ár óbrúaðar. Drögur ærið fyrirferöarmiklar og reyndi mjög á burðarklár- ana. Heybaggar og venjulegar klyfjar á reiðingi voru leikur hjá þessu. „Gróa fornir götuslóöar, gleymist hestamenning þjóöar bóndinn nú I bifreið ljóðar, birtir hreyflum vinarhót.” Billinn keppir við hestinn og hefur vlöa sigrað. Margir hafa þó hestamennsku enn i' heiðri, og geta gekið sér i munn ljóðlin- urnar: „Ég berst á fáki fráum fram um veg.” Frk. Málmhildur Magnúsdóttir, Lykkju á Kjalarnesi. Timburflutningur (drögur) i gamla daga. Konungskoman 1921. Alexandra drottning i vagninum, Kristján konungur til vinstri. Guðmundur Hávarðsson i einni fyrstu hestakerrunni á Austfjörðum 1898.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.