Tíminn - 04.01.1981, Síða 15
Sunnudagur 4. janúar 1981
15
!sr
Atriöi úr „Skranbúðinni”
llklega ekki I för meö sér jafn-
mikla byltingu og mynd A1 Jol-
sons, en er fyrir margra hluta
sakir merkileg engu að siður.
Saga Neil Diamonds er saga sú
sem sögð er i myndinni. Um
drengstaulann sem verðurfrægur
eftir baráttu viö sjálfan sig og
umhverfið. Neil Diamond var á
sinum tima lagahöfundur fyrir
hljómsveitina „The Monkees” en
gerðist siðan söngvari og hefur
með árunum þróast upp i eina
skærustu stjörnu i tónlistar-
heiminum bandarlska. Hann er
ötull lagahöfundur og ótal eru þær
hljómsveitir sem notið hafa góðs
af lögum hans (til gamans má
geta þess aðFræbblarnir i'slensku
taka eitt laga hans „Look Out” á
nýju plötu sinni). Nú hefur hann
sem sagt stigið fram fyrir skjöldu
og borið list sfria á borð fyrir
áhorfendurog heyrendurog gefur
þetta að lita i Regnboganum.
Tónlistin I myndinni er mild og
ljúf eins og Neil Diamond getur
einn samið. Of snemmt er að spá
um það hvort hún á eftir að ná svo
almennri hylli almennings, sem
keppinautarhennar „Xanadu” og
„Urban Cowboy” og fleiri, en eitt
er vist að þetta er með merkari
tónlistarmyndum seinni ára.
Að lokum
Tónlist hefur alla tið verið rikur
þáttur i kvikmyndum, en sjaldan
eða aldrei hefur hún verið jafn
áberandi og nú siðustu ár. Um
leið og tónlistinni er gert hærra
undir höfði sniía tónlistarmenn
sér i æ rikara mæli að kvik-
myndaleik. Með þessu hefur orðiö
samruni með þeim tveimur
þáttum i kvikmyndinni sem
mestu máli skipta, mynd og
tónum. Það er vonandi að þessi
ánægjulega þróun haldi áfram og
að islensk kvikmyndahús haldi
áfram að reyna að bjóða
íslendingum upp á það nýjasta i
þessum bransa eins og þeim
hefur tekist svo vel um þessi jól.
í
Lausn á jólakrossgátu
10 ára áætlun í
dagvistunarmálum
67,5% forskólabarna eigi kost
á dagvistunarplássi
KL — Á liðnu ári hafa verið tekin
i notkun 3 dagheimili og leik-
skólar og 2 skóladagheimili i
borginni og hefur dagvistar-
rýmum þar með fjölgað um 309.
En enn er brýn þörf fyrir þessa
þjónustu og veröur henni seint
fullnægt. Nú liggur fyrir hjá fél-
agsmálaráði Reykjavikur 10 ára
áætlun um uppbyggingu dag-
vistarheimila i borginni.
— Aætlunin er ekki fullkomlega
afgreidd frá félagsmálaráði enn-
þá, sagði Bergur Felixsson for-
stöðumaður dagvistarstofnana i
spjalli við blaðið. — En
samkvæmt áætluninni er stefnt
að þvi að hafa dagvistarúrræði
fyrir 67.5% af forskólabörnum, ef
foreldrar óska. Að visu er gert
rá& fyrir færri plássum fyrir
tveggja ára og yngri og fleiri
fyrir börn á aldrinum 2-6 ára.
Skóladagheimili eru með I þess-
ari áætlun og er reiknað með að
skóladagheimili verði komið við
hvern skóla borgarinnr. þar sem
aðstða verði fyrir börn á aldrin-
um 6-9 ára. Ekki hefur þótt fært
aðstefna að hærra aldursmarki á
skóladagheimilunum, þar sem si-
fellt binst meira fé i rekstri I
borginni. Hins vegar fer skatt-
borgurum i borginni fækkandi, en
gamalmennum og börnum fer
fjölgandi, sagði Bergur Felixson
að lokum.
Tilboð óskast i hreinlætis- og ræstingavörur fyrir hinar
ýmsu stofnanir Reykjavikurborgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin veröa opnuö á sama stað miðvikudaginn 28. janú-
ar 1981 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKMVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
SVÆFINGARHJÚKRUNARFRÆÐING-
UR óskast á svæfingardeild Landspital-
ans. Hlutastarf kemur til greina.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á lyf-
lækningadeild, vökudeild Barnaspitala
Hringsins og á öldrunarlækningadeild.
Einnig óskast SJÚKRALIÐAR til starfa á
öldrunarlækningadeild. Upplýsingar um
ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri
Landspitalans i sima 29000.
KLEPPSSPÍTALI
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á
Kleppsspitala og á Geðdeild Landspital-
ans (33 c). Upplýsingar veitir hjúkrunar-
forstjóri Kleppsspitalans i sima 38160.
VÍFILSSTAÐASPÍTALI
AÐSTOÐARMAÐUR á deildir óskast sem
fyrst við Vifilsstaðaspitala. Upplýsingar
veitir umsjónarmaður i sima 42800.
Reykjavik, 4. janúar 1981.
Skrifstofa rikisspitalanna
Eiriksgötu 5, simi 29000.
52.14
Bankar og sparisjóðir sjá um umskráningu
innlánsreikninga og verðbréfa í þeirra vörslu úr
gömlum krónum í nýjar.
Eigendur sparisjóðsbóka geta sem fyrr komið
hvenær sem er eftir áramótin til þess að sjá vaxta-
færslu og innistæðu þeirra í nýkrónum.
Reikningsyfirlit verða send í pósti eins og hingað til.
Þú þarf ekki að hlaupa til, bankinn sér um
breytinguna óbeðinn.
minni upphæðir-meira verðgildi
f
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa
Sigurðar Haraldssonar
Ingjaldsstöðum.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
ERTÞÚ
viðbúinn
vetrarakstri?
VARIST 3TEIN-
SKEMMDIR
OG LEKA
KLÆÐIÐ MEÐ E3LIKKI. FRAMLEIÐUM
ALLAR GERÐIR BLIKKHLÍFA.
||U^jFERÐAR
BilKKVER
Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040.
Hrismýri 2A
BUKKVER
SELFOSSI
802 Selfoss - Sími: 99-2040