Tíminn - 04.01.1981, Síða 19
Sunnudagur 4. janúar 1981
19
112 þekktir aöilar i breskum iönaöi styöja fyrirtækið. Þessi blll er 30 þúsund hestöfl og gæti hvaö kraftinn snertir dregift 100 þúsund lesta olluskip á 20 hnúta hrafta.
MAÐUR A FULLRI
FERÐ
að slá
hraðametið
í akstri
Snemma á næsta sumri
hyggst náunginn á myndinni,
Richard Noble, lita yfir breiöa
sléttu framundan ef til vill i
Astraliu, njörva sig niður i sæti
farartækis sem mest likist
griðarstórri hárþurrku á hjólum
og bjóða öllu byrginn, þegar
hann geysist áfram yfir auðnina
á 650 milna hraða knúinn áfram
af þrj'stiloftshreyfli. Takist
þetta og ef hann veröur sjálfur
fær um aö segja frá tiöindum
mun hann vera orðinn sá maður
sem mestum hraða hefur náð i
akstri á landi og verfður fyrsti
Bretinn sem það met slær, frá
þvi er Donald nokkurnCampbell
leið.
Frá þvi er bflar komu til sög-
unnar, hefur þetta met höfðað
til manna, sem veikir voru fyrir
miklum hraða. En þetta er
hættulegur leikur. Þrir fjóröu
þeirra sem við slikt met hafa
reynt, hafa farist i slysum, eða
verið mjög hætt komnir.
Noble, sem er 34 ára gerir sér
áhættuna ljósa, en neitar að
leiða hugann að einhverjum
ótimabærum dauða. „Það kem-
ur ekki til mála,” segir hann.
„Það er ekki til i dæminu.”
Þessa fullvissu byggir hann á
þvi þolinmæðisverki, sem hann
og áhugasamir starfsmenn hans
hafa lagt i hinn 30 þúsund hest-
afla bil, sem heitir Thrust 2.
„Þegar tilraunin veröur gerð,”
segir hann, verður allt að vera
eins og skal. Thrust 2 verður
ekki aöeins besta tækið, sem við
getum teflt fram, heldur lika
það öruggasta.”
„Þessi atlaga að fyrra metinu
(622 milur á klst.) sem
Amerikaninn Gary Gabelish á,
verður afrakstur 6 ára erfiðis.
Noble byrjaði með aðeins 175
pund i höndunum, er hann hóf
göngu sina frá einni stofnun og
fyrir tæki til annars og tókst að
höföa til þeirrar rómantisku
taugar, sem fannst undir sam-
haldssömu yfirborði. Hann fékk
bæði tæknilega aöstoð og fjár-
styrki og eru stuöningsmenn
hans nú 112 talsins og listinn
meö nöfnum þeirra gæti verið
úr bókinni „Hver er hver i ensk-
um iönrekstri”.
Arangurinn er þessi blll, sem
kosta mun 400 þúsund pund, og
er knúinn Rolls Royce Avon
þotuhreyfli úr Lightning her-
þotu, og er billinn teiknaður af
John Ackroyd, sem verulega
reynslu hefur af þvi að teikna
flugvélar og bila. Tilraunirnar
meö Thrust 2 sýna að vel a að
vera hægt að ná 60 milna hraða
og þeir i smiðahópnum eru þeg-
ar farnir að hugsa um Thrust 3,
sem ná mundi hraöa meiri en
hljóðið og stefna aö þvi að kom-
ast i 1000 milur á klst.
Hugmyndin um hinn hljóöfráa
Thrust 3 hljómar eins og ein-
hver fásinna, en ógnarlegt afl
Thrust 2 sýnir að hér er ekki
eintómt bull á feröinni. Thrust 2
á að ná 100 milna hraða á 2.5
sekúndum, 500 milna hraða á 16
sekúndum og 600 milna hraða
átta sekúndum siöar. Hann
mundi geta dregið 100 þúsund
tonna oliuskip á 20 hnúta ferð. A
10 mílna langri ferö sinni, þegar
reynt veröur viö hraðametið
mun billinn brenna 180 litrum af
þeim tæplega 600 litrum sem
bfllinn mun bera.
Astriða Noble hvað mikinn
hraða snerti, kviknaði þegar
hann sex ára gamall sá John
Cobb bruna á báti sinum
Crusader á Loch Ness, en hann
setti þar hraðamet i siglingum.
„Þetta var stórkostlegt og ég
hugsaði mér aö gera eitthvaö
svipað, þegar ég yxi úr grasi.
Nú hillir undir að draumur hans
rætist senn, en þó er ónotalegt
að minnast þess að John Cobb
fórst skömmu eftir að hann setti
met sitt.
(Sunday Times)