Tíminn - 08.02.1981, Qupperneq 2

Tíminn - 08.02.1981, Qupperneq 2
Fáeinar laglegar visur úr gmsum áttum: „Göngunni lokið og gröfinni náð og geirfuglinn síðasti dáinn” Þaft er kominn tlmi til þess, aö eitthvað fallegt um kvenfólkið birtist f þessum þáttum, svo að þeirlendi ekki á svörtum lista hjá jafnréttisráði ( eða hvað þaö heitir). Og til þess að hafa nú vaöiö fyrir neöan sig verður byrjað á vísu, sem Jón Bjarnason frá Garðsvlk orti, þegar syndug öldin gerði yfirbót glæpa sinna með kvennaári: Þeirra voru kjörin köld kugun daga og nætur. L>oks þær hlutu eitt af öld ár I sárabætur. Ef siðan er bætt við annarri vfsu Jóns frá kvennafrideginum, ætti aö vera komin nokkur inn- stæða i sparisjóði jafnréttisins: Karlar veita konum fri, kærleiks grænka runnar, þegar skömmin æpir I eyru samvizkunnar. Þegar hér er komið hlýtur að vera óhætt að söðla um og virða kvenfólkið fyrir sér af öðrum sjónarhóli, ekki slzt þar sem við getum enn seilzt i fórur Jóns frá Garðsvík. En visu hina næstu orti hann á dansleik þar sem ýmsar hugrenningar geta sótt á karl- manninn, hversu einlæglega sem hann varast þær snörur, sem kvenfólkinu er svo gjarnt á að egna: Vist er rétt aö varast má viðbrögð glettinfriðra kvenna. En hér er létt að hrasa á háikublettum freistinganna. Og síðan þessi vísa eftir sama höfund, er hann fann sárt til þess, hve semma hann var I heiminn borinn: Þótt min freisti fegurð þin, flý ég raunamæddur, af því ég var, elskan min, allt of snemma fæddur. Næst höfum við okkur upp i lltils háttar visnahnupl úr visna- safni Sigurðar frá Haukagili. Við berum niður þar sem er kveð- skapur Magnúsar Jónssonar, simastjóra i Grenivik, er virðist raunar ætla þess dæmi, að konur séu öllu ráðameiri heldur en geröist inni á Svalbarðsströnd- inni, sé upphafsvisa Jóns i Garðs- Sauðfjármerki Bændur, sauðfjárræktarfélög, búnaðarfélög Munið að panta sauðfjármerkin timan- lega. Pantanir er tilgreini fjölda merkja og rað- númer annars vegar en bæjar, hrepps og sýslunúmer hins vegar ásamt lit, óskast sendar skriflega til að tryggja rétta af- greiðslu. Merkin eru framleidd i samráði við Sauðfjárveikivarnir rikisins. Vinnuheimilið að Reykjalundi -Söludeild- 270 Varmá. Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög hagstæðu verði: öxlarframan & öxulflansar Stýrisendar Girkassaöxlar & KamburA Pinion Hosur Mótorpúðar Kúplingsdiskar Straumlokur Bremsubarkar Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f aftan Fjaðrafóðringar Tanklok Girkassahjól Pakkdósir Hraðamælisbarkar Kúplingspressur Hj.dælu gúmmi M.fl. Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik. S.38365. vik algild um sambúöarhættina þar. En svo kveður Magnús: Þegar konur komast I karlmanns vökudrauma, oft þær hafa upp frá þvi alla stjórnartauma. Og,þá er nú nokkuð I húfi, að taumhaldið sé ekki allt of harð- neskjulegt. Karl Sigtryggsson á Húsavik virðisthafa verið maður hins full- komna jafnréttis: Til min komstu, hringahrund, hlýddir kalli minu Atti ég marga yndisstund innst I fangi þinu. Oft ver hlegið, oft var kysst, oft f sælu blundaö. Alls var notið, einskis misst, aðeins lifið stundað. Truflaði enginn ys né þys innsta, dýpsta friðinn, þegar ölvun óminnis augnabliks var liðin. Faðmlög, álög, örlög kyns, eðli beggja maka, er að girnast góðleik hins, gefa, þiggja, taka. Töfrar lifsins ymja enn undurþýtt i blóði, þegar guö og mold og menn mæla einu hljóði. Ekki er amalegur sá vitnis- burður, sem Konráð Vilhjálms- son frá Hafralæk gaf konu, sem hann kynntist: Seint þin minning, meyjan ljós, mun I sinni dvina. Sem morgunn rynni að myrkum ós met ég kynning þina. ólína Jónasdóttir á Sauðár- króki orti um kynsystur sinar og eplagnóttina i veröldinni: Epli á kvistum anga senn, Edens vist ei dvinar, frtíðleiksþyrstar eru enn eðlissystur minar. Löngum hafa konum verið kveðnir mansöngvar, og af þvi taginu mun þessi visa Böðvars - Guðmundssonar frá Kirkjubóli: Kaldan frýs i kófi þvisu ktílgan físir snjó á hris. Eitt mér lýsir leið til visu Ijtís frá tsagrundar dís. Eirikur Einarsson, alþingis- maður frá Hæli, var eldri og reyndari, er hann kvað þetta: Háski er aö ala á holdsins þrá, hun er oft skammvinnt gaman. Margur er til, sem meiddist á mýktinni einni samkan. Og svo að lokum visa úr allt annarri átt. Skoðanakannanir Dagblaðsins hafa leitt i ljós, aö uppreisnarforinginn Gunnar Thoroddsen á orðið miklu meira fylgi aö fagna meðal Sjálfstæðis- manna en Geir Hallgrimsson og fylgifiskar hans i flokksstjórn- inni, er talið hafa sig eina útvalda tilþess að mæla fyrir um, hvað sé kórrétt breytni á þeim bæ. Hnigi straumar innan Sjálfstæðis- flokksins af svipuðum þunga til þeirrar áttar, sem verið hefur um skeið, verður mikil auðn i sjálfum flokksbúðunum við lok : kjör - timabilsins. Maður, sem nefnir sig „Sjálf- stæðismann á vegamótum” (grunur samt uppi um það, að hann hafi þegar ákveðið, hvora leiðina hann kýs) hefur ort þessa stöku til þess að kveða, þegar moldunum verður kastað og grafölið drukkið: Fallvölt er dýrðin og rösult vorl ráð sem reykur, er liður i bláinn, göngunni lokið og gröfinni náð og geirfuglinn siðasti dáinn. Enhvaðumþað — er þettaekki allrar veraldar vegur? Róma- veldi fyrir löngu hrunið, heims- veldið brezka flestum fjöðrum rúið. JH. Oddný Guðmundsdóttir: Orðaleppar („... það eina, sem hann kunni”) Vissulega getur nafn myrkra- höfðingjans gefið orðum áherslu og notið sín í líkingamáli. En blaða- mannabölvið/ i tíma og ótíma, er merkingarlaust stagl, svipað og þegar fólk temur sér að japla i sífellu „ókey". Utvarp og sjónvarp hafa komið sér upp ríkisbölvurum, sem ekki láta sitt eftir liggja. Blótsyrði, sem slett er af handahófi, eru mállýti en lýsa engri andagift. Halldór Lax- ness segir svo í Heimsljósi: „Mikill helvítis djöfull, maður, ha, sagði upp- veðraður smáþjófur. Þetta var það eina, sem hann kunni". Skáldið kennir, með réttu, andlegri fátækt um orðbragðið. Uppveðraðir blaðamenn tjalda líka því, sem til er: „Sumar ýjanir eru hvelvíti, djöfull, andskoti magnaðar", segir Þorgeir Kjartansson i Þjóðviljanum. „Leikar- ar geta orðið djöfulli aðstöðulausir", segir Steinunn Jóhannesdóttir í viðtali. Fréttamaður í Englandi ritar blaði sínu um atvinnumál, og ber greinin fyrirsögnina, „Helvítis verkalýðs- hreyfingin". Kona ritaði hugleiðingar um barnaárið og komst svo að orði: „Þá er helvítis krakkaárinu lokið". Maður, sem segir frá væntanlegum skemmtifundi í félagi sínu, orðar það svo í lokin, að „fjandinn megi vita, nema fundurinn takist vel". Ungt skáld yrkir svo: „Svo leyfir þetta hel- víti sér að koma í leigubíl, eins og greif i, vitandi, að ekki er til króna fyr- ir mat handa börnunum." Blótsyrðið slævir áhrif þess, sem skáldið vill segja, og beinir athyglinni frá því. Eitt dagblaðanna birti viðtal og myndir af tveimur ungum, fallegum söngkonum, með enn fallegri börn í fanginu. En mál þeirra var svo meng- að orðskrípum og bölvi, að þær hljóta að láta verr en þær vita. „Sumir eru helvíti frikaðir", segir önnur þeirra. Merglaus og máttlaus hávaðastíll rís ekki neitt við merglaust og mátt- laust bölv. Ég minntist á það í Orðaleppunum hérna um daginn, hversu algengt það er að skeyta „skít" framan við alls konar orð, og hvað það getur orðið fáránlegt eins og, til dæmis, lýsingar- orðið „skítsæmilegur". Hvernig getur það, sem á annað borð er sæmilegt, verið óþverralegt jafnframt? Menn gerast, ef til vill, svo gjör- sneyddir kímni nú á dögum, að þeim nægi til skemmtunar að sjá blótsyrð- um klaufalega skotið inn í ritað mál. Margir halda líka, að það eitt, að nefna, eða uppnefna, ákveðin líffæri líkamans sé skáldskapur, og, meir að segja, djarfmannleg list. Enda er fátt auðveldara á íslandi nú á dögum en að fá hrós fyrir skáldskap — ef menn „kunna á kerfið", Oddný Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.