Tíminn - 08.02.1981, Page 4
4
Sunnudagur 8. febrúar 1981
***í spegli tímans
„I gamla daga hefðu konur
ekki vogað sér að koma inn i
þessa búð, þvi að þá var
þetta fyrirtæki einungis fyrir
karlmenn, en nú eru það ekki
siður konur sem kaupa
skotapils hjá okkur”, sagði
William Kinloch Anderson,
hinn 73 ára gamli fyrrv.
framkvæmdastjóri William
Anderson and Sons i Edin-
burgh. Það fyrirtæki hefur i
yfir hundrað ár framleitt hin
hefðbundnu ,,kilt” eða skota-
pils. Fimmti ættliður Ander-
sons-fjölskyldunnar hefur nú
forstöðu fyrirtækisins á
hendi.
1974 breytti fyrirtækið um
nafn og nefnist siðan Kinloch
Anderson. Um svipað leyti
fóru forráðamenn þess að
leggja áherslu á að fram-
leiða pils fyrir konur, trefla,
húfur og sjöl úr hinum fal-
legu skosku efnum. Þessi
framleiðsla er seld viða um
heim, og má segja að um
80% af framleiðslunni fari i
útflutning. Amerikumenn
sækjast mjög eftir þessum
vörum.
Douglas Anderson, sem er
aðalforstjórinn nú, segist
ekki vera i skotapilsi dag-
lega, heldur venjulegum
jakkafötum, — en þar sem
þetta er þjóöbúningur okkar
Skota, þá vil ég syna bún-
ingnum virðingu og nota
hann þvi helst viö hátiðleg
tækifæri, sagði forstjórinn er
hann var spuröur hvort hann
notaði ekki alltaf eigin fram-
leiðslu . — Viö Deirdre, kona
011 fjölskyldan 1 skotapilsum að spila skoskan ræl.
Skota
pilsin
halda
enn
velli
min, og börnin okkar þrjú,
erum stundum um helgar öll
i skotapilsum, einkum ef
éitthvað stendur til, eins og
gestaboð eða tónlistarsam-
komur, en öll fjölskyldan
leikur á eitthvert hljóðfæri,
segir Douglas Anderson for-
stjóri.
Árum saman hefur veriö
bollalagt um það hvort Skot-
ar notuðu nærbuxur innan
undir þennan búning. Ander-
son segir, að auðvitaö notr
menn og konur nærföt nú til
dags, en þessi orðrómur um
að Skotar væru berir innan
undir pilsunum væri mjög
gamall og það hefði vissu-
lega átt sér stað á 11. og 12.
öldinni að sum skosk heríylki
töldu það sýna karlmennsku
að láta kulda ekkert á sig fá,
og klæðast engu innan undir
pilsunum. Sagt er að til hafi
verið hershöfðingjar, sem
heimtuðu spegil á völlinn við
liðskönnun, til þess að láta
hermenninga ganga út á, til
að ganga úr skugga um að
þeir væru ekki aö stelast til
að vera i buxum. En nú selj-
um við dökkbláar eða dökk-
grænar nærbuxur með
skotabúningunum, sagöi
Douglas Anderson, en þeim
er aldrei stillt út i búðar-
gluggann!
Meðlimir bresku konungsfjölskyidunnar hafa lengi veriö fastir
viðskiptavinir. Hér sjáum við Karl Bretaprins 1 skoskum bún-
ingi.
Douglas Anderson, forstjori 1 Kinloch Anderson sýnir úrvalið af
hinum fallegu skosku ullarefnum 1 heföbundnum litum og
munstrum sem hafa haldist óbreytt um aldaraöir.
Með
morgunkaífinu
ódýrt, með fallegum litlum garði og algjörlega
gallalaust hús'.
— Já, góði littu við hjá okkur þegar þú vilt.. nýi
varðhundurinn okkar þarf að fá svolitla æfingu.
krossgáta
H*
3504.
Lárétt
1) Pilárar. 5) Barn. 7) Nögl. 9) Orka. 11)
Stafur. 12) Kyrrð. 13) Elska. 15) Naga. 16)
Málmur. 18) Rika.
Lóðrétt
1) Hundar. 2) Grönn. 3) Kusk. 4) Skel. 6)
Stroki. 8) Happ. 10) Leyfi. 14) Rani. 15)
Fuglamál. 17) Greinir.
Ráðning á gátu No. 3503
Lárétt
1) Viknar. 5) Ott. 7) Nöf. 9) Tál. 11) DL.
12) Si. 13) Ull. 15) Tað. 16) Asi. 18) Snún-
ar.
Lóðrétt
1) Vindur. 2) Kóf. 3) NT. 4) Att. 6) Slfður.
8) Oll. 10) Asa. 14) Lán. 15) Tin. 17) Sú.
bridge
Suður gerðist heldur kjaftagleiður i
sögnum i spili dagsins og það varð til þess
að vesturgatlagt fyrirhann gildru i vörn-
inni.
Norður.
S. 84
H. 842
T. AG1083
L. 1072
Vestur.
S. KD107
H.K
T. KD942
L.D54
Suður.
S. 9
H. ADG10976
T. -
L. AG963
1 tvimenning varð lokasamningurinn
við flest borð 5 hjörtu i suður, eftir að AV
voru komnir i 4 spaða og þegar vörnin
byrjaði á að spila tvisvar spaða, komst
suður ekki inni borð til að svina hjartanu.
Hann varð þvi að leggja niður hjartaás-
inn. Eftir það var svo auðvelt að gefa að-
eins einn slag á lauf. Við eitt borðið gengu
sagnir þannig:
Vestur Norður Austur Sður
1 hjarta
dobl 2tiglar 4spaðar 51auf
dobl 5hjörtu dobl.
Vestur spilaði út spaðakóng og austur
sýndi jafna tölu. Vestur grunaði að suður
ætti 7-5 i hjarta og laufi eftir sagnir og ef
hann átti eyðu i tigli heima átti hann ekki
innkomu til að svina hjartanu. Vestur
langaði samt að fá á hjartakónginn sinn
svo hann spilaði tigli i öðrum slag, það gat
hvorteð var ekki kostað neitt. Suður fór
himinlifandi uppmeð ásinn og grunaði
vestur alls ekki um græsku. Hann spilaði
þvi hjartaáttunni 6g hleypti henni. Þar-
með fékk vestur á hjartakóng og svo nældi
vörnin sér i tvo slagi á lauf áður en lauk
þvi suður varð að spila þvi að heiman.
Suður hefði auövitað getað verið örlitið
tortryggnari i garð vesturs. En aðalvit-
leysuna gerði suður þegar hann sagði 5
lauf. Þaö var litur sem ekki kom neinum
við þvi suður ætlaði hvortsem var að spila
5 hjörtu.
S/AV
Austur.
S. AG6532
H. 53
T. 765
L. K8