Tíminn - 08.02.1981, Page 8
8 "
Sunnudagur, 8, febrji{ir. ,
HNEYKSLISSTRÍÐ
FYRIR 80 ÁRUM
Fyrir áttatíu árum stofnaði eitt af stórveldum
heimsins/ og raunar það/ sem þá bar hæst/ mann-
orði sinu í beinan voða með langvinnri styr jöld gegn
tveimur örfámennum bændasamfélögum. Tæpast
hefur nokkur styrjöld orðið voldugu ríki, sem vildi
kallast merkisberi mennta og mannréttinda, til
jafnmikils álitshnekkis og þessi ófriður, ef undan
er skilin styrjöldin í Víetnam.
Þessi styrjöld var Búastriöiö,
sem Bretar háðu i nær brjú ár
gegn fáliöuöum bændum af hol-
lenzku ætterni i Suöur-Afriku.
baö hófst 9. október 1899, og þvi
lauk með uppgjöf Búa 15. mai
1902. Þá voru hermenn Breta i
löndum Búa orönir nær fjórð-
ungur milljónar, framt að þvi
jafnmargir og allir Búar voru,
þegar ófriöurinn hófst, en Búar,
sem uppi stóöu meö vopn i hönd-
um, aðeins tólf þúsund. Tugir
þúsunda voru þá fallnir, og fleiri
úr liöi Breta en Búa, en átta
þúsund konur og fjórtán þúsund
börn höfðu dáiö af skorti, van-
hiröu og sjúkdómum i fanga-
búðum Breta, eða á svæðum,
sem þeir höföu króað af.
Búar, sem Englendingar þótt-
ust eiga við sérstakar sakir,
voru sviptir mannréttindum, en
þrjátiu og sjö þúsund fangar
skyldu fá að hverfa til heim-
kynna sinna og fá þegnréttindi,
ef þeir sættu sig viö uppgjafar-
samninginn. Því einu fengu
Búar framgengt, að tunga
þeirra skyldi heimil við kennslu
i skólum og fyrir dómstólum.
1 raun voru styrjaldir, sem
engu voru geöslegri en Búa-
striöið, ekki nein nýlunda. Ný-
lendurikin voru ekki ýkjavönd
aö framferöi sinu, þegar þær
voru að brjóta undir lönd og
þjóöir i Afriku og Asiu. Margar
herfarir og ,,lögregluaðgerðir”,
sem stofnaö var til, voru ekki
annað en fjöldamorð á varnar-
litlu eða varnarlausu fólki, og
meö sama marki voru viöskipti
hvitra manna viö Indiána
brennd. En af þessu fór ekki
miklum sögum, og stundum
tókst meira aö segja aö bregöa
ljóma hetjudáða á hrannvig af
þessu tagi. Þeim sem rændir
voru og murkaðir niöur, var
eignuö grimmd og slægð og
hvers kyns lestir, ef þeir létu
ekki sitt af höndum mótþróa-
laust, en hinir, sem neyttu yfir-
buröa sinna i vopnabúnaði af
fullkomnu miskunnarleysi,
hafnir til skýjanna i sögum og
frásögnum fyrir hugrekki sitt.
Þegar röðin kom aö Búum,
var annað upp á teningnum.
Þeir voru hvitir menn meö sam-
bönd i ýmsum löndum Evrópu,
einkum Hollandi, þeir voru
kristnir, þeir voru bændur, sem
tekiö höfðu lönd til ræktunar, og
lifðu af þvi, sem jörðin gaf af
sér. Og siöast en ekki sizt var
árás stórveldis á hin litlu
bændasamfélög i Transvaal og
fririkinu Oranje, meö fólks-
fjölda nokkuð nærri þvi, sem nú
er á tslandi, beiskur biti.
Af þvi er skemmst að segja,
að brátt voru hinir þyngstu á-
fellisdómar kveönir upp yfir
Englendingum viöa um lönd, og
varö þeirra hlutur þeim mun
verri sem lengur var barizt og
fleiri hörmuleg tiöindi spuröust.
Hitt lá alveg i láginni, aö sjálfir
voru Búar sekir um harkaleg-
ustu meðferð á svörtu fólki, sem
þeir héldu i þrældómi, og aldrei
var vikiðorði að þeim hörmung-
um, sem yfir blökkumennina
gengu á striðsárunum.
Búastriðið átti sér langan að-
draganda. Þegar um miðja
seytjándu öld tóku Hollendingar
aðsetjastað i Höfðanýlendu, og
henni réðu þeir til ársins 1814, er
Englendingar lögðu hana undir
sig. Ekki löngu siðar bönnuðu
Englendingar þrælahald, og það
bann varð til þess, aö niöjar hol-
lenzku landnemanna, Búarnir,
tóku að leita norður á bóginn inn
á lönd Súlukonungs, er þeir
lögðu undir sig.
Einn landshlutann, Natal,
lögðu Englendingar fljótlega
undir sig, en i Transvaal og
Oranje, stofnuðu Búar lýöveldi,
þar sem þeir einir höfðu þegn-
réttindi. Svertingjana gerðu
þeir að þrælum og ambáttum,
en Englendinga, sem til þessara
landa fluttust, töldu þeir útlend-
inga, sem ekki veittist þegnrétt-
ur.
Búar i striði við Englendinga um aldamótin sföustu. Þeir lutu i
lægra haldi fyrir heimsveldinu, en sigruðu samt, þegar tii lengdar
iét, milljónum svertingja til ósegjanlegs böls.
Arið 1881 urðu nokkrar erjur
með þeim og Englendingum, en
að öðru leyti bar ekki til stórtiö-
inda fyrr en árið 1899.
Það var fyrst og fremst
tvennt.sem hratt Búastríöinu af
stað. Mest hefur verið á orði
höfð ágirnd Englendinga á gull-
námum i löndum Búanna. En
hér komu ekki siður til leyni-
legar áætlanir um útþenslu
heimsveldisins og meginstöðvar
viða um heim til þess að styrkja
tök þeirra á veröldinni. Þar var
Suöur-Afrika ofar á blaði og Bú-
ar voru þar til óþurftar.
Alfreð Milner, háttsettur em-
bættismaður i brezku nýlendu-
stjórninni, var sá, sem undirbjó
Búastriðið öðrum fremur bak
við tjöldin. Hann kom á banda-
lagi enskra hershöfðingja, sem
gengust upp við þá frægð, er
þeir gátu hlotið af herförum, og
námaeigenda, sem að sinu leyti
voru á höttunum eftir gulli og
gróða, er þeir settu ekki mjög
fyrir sig, hvernig aflað var.
Milner hafði svipaða aðferð
og Hitler siðar, þegar hann
beitti fyrir sig þýzku fólki i öðr-
um löndum, svo sem i Sudetta-
héruðum i Tékkóslóvakiu svo
að hann fengi átyllu til afskipta.
Milner færði sér i nyt erjur Búa
og enskumælandi fólks, sem
flutzt hafði til Transvaal i von
um nokkurn skerf af gullinu, er
þar fannst. Búunum stóð
stuggur af innflutningi þessa
fólks, minnugir þess, að þeir
höföu fyrir skömmu hrakizt frá
öllu sunnar i landinu undan
Englendingum. Þeir veittu
þessu fólki ekki nein landsrétt-
indi og reyndu meö öllum hætti
aö hamla gegn áhrifum þeirra i
samfélaginu.
Milner var þetta ekki óljúft.
Hann hvatti ensku innflytjend-
urna i Transvaal til mótmæla og
uppþota og undir haustið 1899
fór hann aö stefna þeim her,
sem tiltækur var, aö landamær-
um Transval, þar sem hafðir
voru uppi ögrandi tilburðir.
Þeir, sem að striði stefndu,
höföu að visu orðið siðbúnir með
liðssamdrátt. Ekki voru nema
tiu þúsund menn i enska hern-
um i Suður-Afriku, en önnur tiu
þúsund voru á leiö frá Möltu og
Indlandi. Búana grunaði, að
ekki væri góðs að biða. Þeir
höfðu áður reynzt vaskir á vig-
velli i þeim átökum, er urðu
með þeim og Englendingum ár-
ið 1881, og þeir væntu þess, að
friðarþingið i Haag yrði þeim
hliöhollt og þjóðir á meginlandi
Evrópu liðsinntu þeim. Þess
vegna setti Kruger, forseti
Transvaal, Englendingum þá
úrslitakosti að láta af væringum
sinum, ef ekki ætti að koma til
ófriðar.
Englendingar voru ekki á
þeim buxunum að láta undan
siga. t skyndi var smalað
saman átta þúsund sjálfboðalið-
um i byggðum Englendinga, og
striðið hófst 9. október.
Milner bjóst viö, að ensku
hersveitirnar ynnu skjótan sig-
ur á Búum, 250 þúsund manna
þjóö, og land þeirra yrði komið
undir Englendinga eftir fáa
mánuði. Búalýðveldunum, eða
löndum þeirra, átti siðan að
steypa saman við ensku nýlend-
urnar i Suður-Afriku, Höfðaný-
lendu og Natal.
Enska stjórnin i Lundúnum
var ekki við þessu striði búin.
Hún hafði ekki gert sér grein
fyrir þvi tafli, sem Milner og
vinir hans tefldu, og vaknaði
fyrst við vondan draum, er i ó-
efni var komið.
Búar kvöddu til vopna alla
karlmenn, sem heilir voru
heilsu, sextán til sextiu ára, og
næsta vor voru yfir fimmtiu
þúsund menn komnir i her
þeirra. Meira að segja mynduðu
sjö til átta hundrað menn af
öðru kyni en hollenzku, sérstaka
herdeild, sem barðist með Bú-
um.
Þegar i upphafi striðsins réðst
Joubert hershöfðingi með átján
þúsund manna lið og fjórtán
fallbyssur frá Transvaal og þrjú
þúsund manna sveit frá Oranje
gegn Englendingum, auk þess,
sem þrjú þúsund og fimm voru
sendir til suöurlandamæranna
og Cronje hershöfðingi um-
kringdi Mafeking og Kimberley
meö tilstyrk átta þúsund
manna. Englendingar voru liö-
færri og fóru halloka, og 20.
október komust Búar á Talana-
hæð og skutu þaðan á herbúðir
Englendinga, sem ekki höfðu
vitaö sér neina hættu búna.
Englendingar drógu saman
meira lið, en það dugði ekki til.
Udir árslokin biðu Englend-
ingar þrjá eftirminnilega ósigra
fyrir miklu liösfærri Búum og
misstu þúsundir manna. Það
hafa EngLendingar kallað
„svörtu vikuna”.
Almenningur i Englandi vissi
ekki, hvaðan á sig stóð veðrið,
er þvilikar fréttir bárust frá
Suður-Afriku, og enska her-
stjórnin rak upp stór augu.
Þrautþjálfaðar nýlendusveit-
ir, sem fátt víluðu fyrir sér, þeg-
ar þær voru sendar i refsileið-
angra gegn uppreisnargjörnum
þegnum Bretadrottningar,
höfðu lotið i lægra haldi fyrir
bændaher, sem sópað var sam-
an i skyndi, litt öguðum og ekki
nema miðlungi vel búnum vopn-
um. Ensku stjórninni fannst
heiður sinn i veöi, og nýr liðs-
auki var i skyndi sendur frá
Kanada, Astraliu og heimaland-
inu sjálfu.
Búar fengu einnig nokkurn
liösauka, sjálfboöaliða frá Hol-
landi og Þýzkalandi, en urðu að
ööru leyti að treysta á sig sjálfa.
Og striðið harðnaði, þegar