Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 8. febrúar 1981 Atvinnumálanefnd Reykjavíkur minnir hér með á, að hún hefur lýst eftir aðilum, sem hafa áform um að brydda upp á nýrri framleiðslustarfsemi i borg- inni og hafa áhuga á að taka á leigu hús- næði með einhvers konar iðngarðakjörum i þvi skyni. Umsækjendur skulu gera grein fyrir áformum sinum i skriflegum umsóknum, sem þurfa að hafa borist skrifstofu At- vinnumálanefndar Reykjavikur, Tjarnar- götu 11, eigi siðar en 28. febrúar 1981. Væntarúegir umsækjendur eru beðnir að draga ekki til siðasta dags að leggja inn umsóknir sinar. Borgarhagfræðingur veitir allar nánari upplýsingar i sima 1-88-00 á venjulegum skrifstofutima. Hinir heimsfrægu Vlado Stenzel leður æfingaskór Verð kr. 289.00 Póstsendum Sportvöruvers/un INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44, Sími 11783 þaðborgarsia aðnota PLASTPOKA P Plastprent hf. ' HdFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 •i- -í. ' . 'É8& * ■^SIK, _ MáfSKSL Nýjar eldistjarnir I Kollafiröi, teknar f notkun 1980. Stöðvarstjórinn, Siguröur Þóröarson, viö eitt keriö. — Ljósmynd: Einar Hannesson. Um þessa mundirer meiri fjöldi hrogna laxfiska, seiða þeirra og stærri fiska i klak- og eldis- stöðvun hér á landi en nokkru sinni fyrr, enda mikil gróska i fiskeldismálinu siöustu miss- eri. Þrjár nýjar eldisstöövar: Pólariax h.f. i Straumsvik, Hólalax h.f. á Hólum i Hjaltadal og Fiskeldi h.f. á Húsavik hafa bæst viö i hóp þeirra 20 aðila, sem starfaö höföu á þessu sviöi um lengri eöa skemmri tíma. Þá hefur einn hinna eldri aöila. Tungulax h.f., fært út kviarnar og hafið samstarf viö Mowi, þekkt norskt fyrirtæki i þessari atvinnugrein i Noregi meö stofnun félagsins Norts, sem hyggur á mikil umsvif. Þá er vitaö um fleiri aðila, sem hyggja á framkvæmdir i þessu efni, og er undirbúningur misjafnlega á veg komin hjá þeim. Þannig hefur veriö starf- andi um skeiö nefnd, sem vinnur að þvi aö reist veröi fiskeldis- stöö i Borgarfiröi, sem væntan- lega veröur i eigu veiöifélaga á Vesturlandi. Sömuleiöis hefur verið i könnun bygging eldis- stöövar viö innanvert ísa- fjaröardjúp og i ofanveröri Rangárvallarsýslu auk annars, sem menn eru meö á prjón- unum, en þaö er stutt á veg komið. Þá hafa veriö i gættinni erlendir aðilar, sem hafa veriö aö kvnna sér aöstæöur hérlendis meö tilliti til möguleika á eldi i stærri stil til hafbeitar en hingaö til hefur þekkst hér á landi. Eru þessi mál öll i deiglu. Vist er, aö laxinn er i öndvegi i fiskeldismálinu enda verömesti fiskurinn. Hins vegar er sil- ungur einnig haföur i eldi þó aö i litlum mæli sé, miöaö viö lax- inn, og veröur aö vona, aö sil- ungseldi eigi eftir aö aukast á næstu árum. Eins og kunnugt er, hafa seiöi úr klak- og eldisstöövum lengst af fyrst og fremst veriö hagnýtt til fiskræktar i ám og vötnum, auk hafbeitar, til frekara eldis i kvium og til útflutnings sem gönguseiði. Hafbeitartilraunir hafa fariö vaxandi, enda ör þróun oröiö i þessum efnum hér á landi siöasta áratug, sérstak- lega meö framleiöslu ársgam- alla gönguseiða af laxi. Otflutn- tlr eldishúsi Tungulax h.f. aö öxnalæk 1 ölfusi. — Ljósmynd: Einar Hannesson. ingur gönguseiöa til Noregs hefur reynst hagstæö viöskipti fyrir stöövarnar, þvi aö ágætt verð hefur fengist fyrir seiöin. Svo sem fyrr er frá skýrt, er hagnýting seiöa úr klak- og eldisstöövum til fiskræktar i ám og vötnum algengust og þekkt- ust enda hefur það veriö gert um áratuga skeiö, allt frá þvi aö klakstarfsemi hófst fyrst hér á landi áriö 1884 og til þessa dags. Mikil reynsla og þekking hefur fengist af þessu starfi og marg- vislegar breytingar og umbætur hafa oröiö á meðferö og slepp- ingu seiöa. Gera má ráö fyrir, að haldiö veröi áfram á þeirri braut, sem mörkuö hefur veriö, þó aö sýnt sé, að umsvifin muni vaxa ört i náinni framtiö. Tvimælalaust mun veröa veruleg aukning á sleppingu smærri laxaseiða i árhluta og stööuvötn á ófiskgengum hlut- um laxveiðiánna og annarra áa, sem liklegar þykja til þessara nota. Undanfarin ár hafa fiski- fræöingar Veiöimálastofnunar kannaö þessa hluti viösvegar um land. Svæöi þessi eru við- áttumikil og viöa mjög hentug tiluppeldis seiöa. 1 þessu efni er þvi viöa stór akur óplægður. Sú Einar Hannesson: laxfiskaeldi Gróska 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.