Tíminn - 08.02.1981, Qupperneq 12
'12
Súnhiiflíagur '8. febrúar' 1-981
Þorpib San Mango sul Calore
jafnaöist viö jöröu á áttatlu
sekúndum. Það er borin von,
aö fólkiö, sem komst af, fái
ærlegt húsaskjól næstu árin, ef
dæma skal eftir reynslu Sikil-
eyinga af endurreisnarstarf-
inu hjá þeim.
r
Endurreisnarsaga frá Italíu:
Þorp á Sikiley, sem hrundu
í landskjálftum fyrir
þrettán árum, liggja enn í
í nóvembermánuði i haust jöfnuðust fjölda-
mörg þorp i Mezzogiorno-héraði á Suður-ítaliu
við jörðu i miklum landskjálftum. Mikill sægur
fólks varð húsnæðislaus, margir slösuðust
meira eða minna og talið er, að 2.614 hafi far-
ist. Björgunar- og hjálparstarfsemi af hálfu
stjórnvalda fór i handaskolum eins og mest
mátti verða, og var bæði seint og illa við brugð-
ið. Bilar, sem sendir voru af stað, strönduðu á
miðri leið, af þvi að láðst hafði að gæta þess, að
þeir þörfnuðust bensins. Allt fór i handaskolum
um sendingar á mat og drykk, tjöldum,
brekánum, fatnaði, lyfjum og öðru, sem nauð-
svnlegast var. Sumt gleymdist, annað lenti i
villum og mörgu var hrúgað á einn eða fáa
staði. Læknar, sem gáfu sig fram eða til voru
fengnir, höfnuðu margir á sömu slóðum, en
annars staðar var ógerlegt að ná til læknis,
hvað sem við lá, og svipað fór með hjúkrunar-
lið, er dregið var saman seint og um siðir.
rústum
Mörgum vikum eftir land-
skjálftana hafði sumra hinna
afskekktustu þorpa alls ekki
verið vitjað, og fram undir þetta
hefur fjöldi fólks orðið að hafast
við i lélegum tjöldum á ber-
svæði, þótt vetur hafi verið
strangari á þessum slóðum en
oftast áður. Samtimis standa
ekki viðs fjarri auð góð sumar-
hús rikra manna, er voru nógu
vel byggð til þess að standast
landskjálftana að mestu leyti.
Mitt i allri neyð sinni hefursamt
margt fólk þverneitað að láta
flytja sig frá rústum þorpanna
uppi i fjalllendinu niður i bæi d
ströndinni. Og það hefur góðar
og gildar ástæður til þess að
hafnaslikum flutningi: Reynsla
þess af stjórnvöldunum segir
þvi, að þar verði þaö látið lönd
og leið, látið gleymast fjarri
heimkynnum sinu, og muni
aldrei framar eiga þess kost að
hverfa aftur að hokri sinu uppi i
fjallahéruðunum, er það er vant
og er skárri kostur en örbirgð i
gleymsku i fjölmenni á ókunn-
um slóðum.
Þarna er Suöurlandabúanum
rétt lýst aö geta ekki haft skipu-
lag á neinu, kunna einhverjir að
hugsa i norðlægum hofmóði. En
þvi er til að svara, að suma
brast hvorki viðbragðsflýti né
skipulagsgáfu, þegar þetta bar
að höndum. Það var bara
italska stjórnkerfið, sem var i
molum, fyrirhyggjulaust og ó-
viðbúið. I borgum á Suður-ltaliu
var undir eins uppi fótur og fit
innan samtaka þeirra útsjónar-
sömu manna, sem ekki eru of
viðkvæmir til þess að notfæra
sér rækilega hvert tækifæri,
sem gefst, hvort heldur það er
vegna slælegrar löggæzlu,
spilltra embættismanna, slysa
ogófara. Þarna bauðst tækifæri
til þess 'að hagnast á ógæfu
fólksins i fjallahéruðunum, og
samstundis voru hendur á lofti.
Gifurlegt okurbrask hófst og
neyð fólksins, sem ekki fékk
hjálp, þegar mest lá við, var
notuö út i æsar. Það var skipu-
lega rúiö öllu, sem i verð mátti
koma af þvi, sem bjargazt hafði
úr rústum þorpanna, svo lengi
sem nokkuð var af þvi að hafa,
og jafnvel likkistur voru seldar
á svartamarkaðsverði. Þessir
geðslegu gróðahyggjumenn
gleymdu ekki að láta bensin á
bilana sina, og þeim varð ekki
skotaskuld úr þvi aö skipta sér
niður á þorpin.
Þetta er saga sem gerzt hefur
áður. 1 janúarmánuöi fyrir
þrettán árum varð mikill jarð-
skjálfti á Sikiley. Nitján þorp i
Beliza-dalnum á vesturhluta
eyjarinnar fóru i rúst, um þús-
und fórust og nálega hundrað
þúsund stóðu uppi án þess að
eiga þak yfir höfuð sér. Italska
stjórnkerfiö gafst viðlika vel þá