Tíminn - 08.02.1981, Qupperneq 16
Sunnuda’gur -8.'f«brú«r,il981
24
1500 manns heiðra minningu Lennons:
LENNON MINNST
á tilhlýðilegan hátt
Þaö var sannkölluð
veisla fyrir eyru og augu
sem haidin var í Austur-
bæjarbiói síöastliðió
þriójudagskvöld. Þar
héldu tónlistarmenn úr
öllum áttum minningar-
tónleika um látinn félaga,
John Lennon. Það sýndi
sig að hann á hér á landi
fjölda aðdáenda, þvi
húsfyllir var á báða tón-
leikana og er áætlað að
um 1500 manns hafi allt í
allt séð tónleikana.
Þetta framtak var
sameiginlegt af hálfu
hljómlistarmannanna og
allur ágóði af þessum
tónleikum mun renna til
Geðverndar. Virðingar-
vert framtak og svo
sannanlega i anda Lenn-
ons.
Fjöldi landsþekktra
tónlistarmanna tók þátt i
þessum hljómleikum og
gáfu þeir allir vinnu sína.
Listinn yrði of langur ef
telja ætti upp nöfn allra
þeirra, er fram komu eða
lögöu sitt af mörkunum,
til þess að þessir tón-
leikar yrðu að veruleika.
Mér er til efs að nokkru
sinni áður hafi safnast
saman slíkur úrvals-
flokkur íslenskra
tónlistarmanna sem raun
varð á, á þriðjudags-
kvöldið. Af þeim mynd-
um sem birtar eru hér á
siðunni sést að f lokkurinn
var friður.
Tónleikarnir hófust meö inn-
gangsorðum Þorgeirs Astvalds-
sonar og siðan tók Sigurður
Skúlason leikari við og flutti
frumort ljóð, sem hann hafði ort
vegna dauða Lennons og fór
hann vel með. Siðan byrjuðu
hinir eiginlegu tónleikar.
Tónlistarmennirnir þræddu sig i
gegnum tiðina með þvi að leika
lög, sem voru einkennandi fyrir
það timabil sem verið var að
segja frá. Það var ekki ætlast til
þess að lögin hljómuðu alveg
eins og Bitlarnir eða Lennon á
sinum tima, aðeins var verið að
bregða upp mynd af æviferli
Lennonsmeð lögum Bitlanna og
hans eigin lögum. Hljómlistar-
mennirnir fóru vel meö lögin og
er greinilegt að flestir þeirra
hafa kunnað þau utanaö og
höfðu ánægju af þvi að flytja
þau.
Mér kom það i hug á meðan ég
hlýddi á tónleikana hve
Keflavik er rikjandi i tónlistar-
lifi okkar Islendinga. Þeir menn
sem voru hvað lengst á sviðinu
og sumir reyndar allan timann,
voru allir frá Keflavik. Má þar
nefna Gunnar Þórðarson, sem
sannaði að hann er ekki dauður
úr öllum æðum hvað gitarleik
varðaði, Rúnar Júliusson,
Magnús Kjartansson, Hrólfur
Gunnarsson, Finnbogi
Kjartansson, Mgnús Sigmunds-
son og Jóhann Helgason. Það
sannast þvi máltækið að i
Keflaviksé „Mekka” islenskrar
tónlistarmenningar að finna.
Áhorfendur kunna vel að
meta þá dagskrá sem boðið var
upp á og var gleðilegt að sjá
bæði unga sem gamla taka
höndum saman i fagnaðarlátun-
um að leik loknum.
Umsjón: Magnús Gylfi
Myndir og texti:
Magnús Gylfi