Tíminn - 08.02.1981, Qupperneq 20
28
Sunnudagur 8. febrúar 1981.
Þegar a llbur, fara menn aö bjarga sér á eigin spytur
Sundnámskeið fyrir aldraða í sundhöllinni
A ttrœtt fólk lœrir sund
Það vekur athygli, hversu laginn Ernst Backman er viö að koma nemendum sinum á flot og fá þá til
þess að yfirbuga óttann við vatnið.
Félagsmálaráð Reykjavíkur byrjaði
sundkennslu á síðasta ári.
Mikill áhugi um sundið.
Þessier að xfa baksund, þvi málin veröur að kanna frá báðum hliðum.
Rœtt við Ernst Back-
man, sundkennara
Að skilgreina sund i landi, —
þarsem menn við sjávarsiðuna,
menn i nábýli við vaöla og fljót,
drukknuðu allt að þvi skilvis-
lega mann fram af manni, og
stundum á ótrúlegustu stöðum,
— er ekkert sérlega auðvelt.
Það var sjálfsagður hlutur á is-
landi að drukkna, en að synda
var á vissum timum nær yfir-
gengileg sérgrein.
Samt kunnu fornmenn, a.m.k.
konungar, sund og vafalaust
ýmsir aðrir, en smám saman
varð unaðurinn við að drukkna
og að verða úti á fjallvegum,
öllum öðrum iþróttum og mann-
raunum göfugri.
En að þvi dró þó um siðir að
einhverjir frammúrstefnumenn
sáu að ekki mátti við svo búið
standa, og byrjuðu að kenna
sund.
Liklega hafa Lárus Rist
(1879—1964) sundkennari og
Páll Erlingsson verið með þeim
fyrstu er kenndu sund, Lárus
synti yfir Eyjafjarðarál 6. ágúst
árið 1907, alklæddur og i sjó-
klæðum, og þótti mikil undur.
Að komast hjá sundi.
En fyrir sund höfðu menn þó
sinar aðferðir til að sigrast á
óvæðum vötnum, öðruvisi en
sundriöandi, ellegar á báti.
Til er ágæt lýsing af þeirri
iþrótt að komast hjá sundi
þannig, en hana er að finna i bók
Thors Vilhjálmssonar um Kjar-
val, en þar segir á þessa leið.
„1 Söguþáttum landpóstanna
er litil saga af Oddi Sverrissyni
sem var að koma austan og kom
aö Jökulsá i Lóni sem rann milli
skara. Leizt Oddi illa á að hún
væri fær og fór frammeð ánni.
Bar þá að Björn prest Þorvalds-
son i Stafafelli og var hann riö-
andi. Fóru þeir með ánni og
taldi prestur hana ófæra. Segir
þá Oddur: Þá fer ég yfir hana.
— Ætlar þú þá að fljúga? Se'g-
ir prestur. Nei ég veð hana, viltu
að ég beri yður prestur? Prestur
tdk þvi dauflega. Fer Oddur þá
ofan fyrir skörina, og tók vatnið
fullt i bringspalir. Spyr hann þá
prest hvort hann vilji koma á
heröar sér, og segir prestur:
Hvað verður þá um hestinn?
Snarast Oddur þá upp og hratt
hestinum ofan i, tók prest á
herðar sér, teymdi hestinn og óð
vatnið nærri þvi i hendur. En ef-
laust hefur hann haft góöa
stöng, bætti sögumaður við.
öðru sinni segir sagan að
Oddur hafi þurft að fara yfir
straumbólgiö fljót og óárenni-
legt og hefðu aðrir horfið frá. Þá
tekur karl til bragðs að binda á
sig firnamiklar steinhellur og
skriða eftir botninum yfir fljótið
þar til hann kom á hinn bakkann
og leysti af sér hellurnar, og
hristi sig.
Um Odd var ortur Ferða-
sálmur i gamantón."
Sundkennsla í Reykjavík.
Þessu greinarkorni var það
aldrei ætlað, að verða sögulegt
yfirlit um sund, en sund-
frömuðir landsins komu fram
um aldamótin, menn eins og
LárusJRist og Páll Erlingsson f.
1856, en hann kenndi sund i
Reykjavika.m.k. til ársins 1921.
Páll var bróðir Þorsteins Erl-
ingssonar, skálds og faðir
þeirra bræðra Erlings Páls-
sonar, yfirlögreglumanns,
Steingrims á Elliðavatni, ólafs
Pálssonar, sundkennara, sem
nú er nýlátinn og Jóns Páls-
sonar sundkennara, en sá
siðasttaldi er nú einn á lifi. Þeir
feðgar ásamt Lárusi, efldu sund
i landinu meö sundafrekum og
sundkennslu, sem þeir stunduöu
allir, meira og minna.
Páll Erlingsson byggöi
fyrstur upp gömlu sundlaug-
arnar i Laugardal, er stóðu
hinummeginn við veginn þar
sem nú er Laugardalslaugin, en
þó aðeins vestar.
Kenndi Páll fyrst mönnum,
sem voru annars að læra latinu,
eða skólapiltum, þvi yfirvöld
sáu aö skynsamlegt var að geta
fleytt sér i fleiru en grisku og
latinu.