Tíminn - 08.02.1981, Page 21
Sunnudagur 8. febrúar 1981
29
LMllJMÍll
Fótatökin er æfö sérstaklega
En þótt brautryðjendurnir
færu vitt um land og kenndu
mönnum að fleyta sér, varð
sund lengi vel miklum hluta
þjóðarinnar framandi, og er svo
enn i dag. Enn eru t.d. til menn
á góðum aldri, er þannig séð,
hafa aldrei i vatn komið, en nóg
um það.
Þetta er orðinn býsna langur
inngangur, en tilefni þessa
greinastúfs var að vekja athygli
á nýjung i sundi, en það er sund-
kennsla meðal aldraðra, sem
Félagsmálaráö Reykjavikur
gengst fyrir, eða sundnámskeið
fyrir ellilifeyrisþega. Það er
Ernst Backman, sundkennari,
er annast þessa kennslu, er
fram fer i Sundhöll Reykja-
vikur.
Rættviö Ernst Backman,
sundkennara.
Við hittum Ernst að máli einn
morguninn og báðum hann aö
segja fyrst frá sundkennslu
sinni. Hann sagði:
— Ég hóf að kenna sund eftir
að hafa lokið iþróttakennara-
prófi, en áður hafði ég verið
laugarvörður i 17 ár.
Sundkennslan er aðallega sú
að kenna skólabörnum sund, en
nú hefur bætst við nýr ár-
gangur, en það eru ellilifeyris-
þegar.
— Þetta er fólk á aldrinum 65,
eða 67 ára og uppúr. Ég held að
sá elsti hafi verið 85 ára, og það
var allt ósynt.
— Hvers vegna er þetta fólk
ósynt?
— Það geta legið ýmsar
ástæður fyrir þvi. Skólasund og
skipulögð sundkennsla komst
seint á, og viða á landinu var
enginn aðstaða hvorki laug, né
kennslu aö hafa, þó sundskylda
sé nú i landinu.
— Er það aldrei of seint að
læra sund?
— Nei ætli það. Það er að visu
við vissa örðugleika að etja.
Margt af þessu fólki, er það sem
er kallað vatnshrætt, en þaö er
tilfinning, sem þróast með ein-
hverjum hættimeð ósyndu fólki,
þótt misjafnt sé. Kennslunni
verður þvi að haga á sérstakan
hátt. Ég er niðri i lauginni með
þessum nemendum, en þaö er
maöur yfirleitt ekki, þegar
verið er að kenna börnum.
Sundið er tvisvar, eða þrisvar
i viku, en námskeiðið tekur 20
kennslustundir. 15 manns eru á
hverju námskeiði, en alls hafa
verið haldin þrjú námskeið.
Einu er lokiö, en tvö standa yfir
núna, og kennt er frá 9-10 á
morgna na.
— Og lærir þetta fólk að
synda?
— Það er dálitið misjafnt, en
flestir læra talsvert og sumir
komast á flot. Annaö mál er það
lika, að þetta fólk segir mér að
sundæfingarnar styrki það og
auki velliðan, en fáar iþróttir
veita eins mikla velliðan og
hæfilegt sund.
Þetta er fólk, sem sumt
hreyfir sig annars litiö, og þessi
aukna hreyfing, styrkir það og
eykur þvi þrótt.
— Er fyrirhugað að halda
fleiri námskeið?
— Það hefur komið i ljós aö
mjög mikill áhugi er hjá eldra
fólki að fá að læra sund, og ég
geri ráð fyrir að framhald verði
á þessu. Hvert námskeið kostar
57.50, en það hækkar vist i 63.59
krónur á næstunni.
— Við gerum einnig ráð fyrir
að þeir sem farið hafa á nám-
skeið haldi áfram sundiðkun á
eigin spýtur. Ellilifeyrisþegar
greiða sérstakt lægra gjald á
sundstöðum borgarinnar, kaupa
sérstök afsláttarkort. Þetta er
þvi bæði holl og ódýr skemmtun,
sagði Ernst Backman að lokum.
Sundiö liöur i félagsstarfi
fyrir aldraða/ segir
Gerður Steinþórsdóttir.
I framhaldi af samtalinu viö
Ernst Backman, höfðum við
samband við Gerði Steinþórs-
dóttur, formann Félagsmála-
ráðs, og sagði hún að þessi
sundkennsla væri þáttur i
félagsstarfi aldraöra i borginni.
Tillaga um að gjöra tilraun meö
sundkennslu hefði veriö sam-
þykkt einróma á sinum tima i
félagsmálaráði.
Kvaöst hún hafa orðið þess
vör, að fólk kynni að meta þessi
námskeið og vonaðist til þess að
þeim yrði haldið áfram, og eins
að þetta yröi öörum hvatning til
þess að notfæra sér sundstaði
borgarinnar, sem væru miklir
heilsubrunnar.
JG.
GLÆSILEG SÓFASETT
MASSÍF EIK
Sérstök afborgunarkjör
Hverfisgötu 76 — Sími 15102
REYKJAVÍK