Tíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. 'febrilar 1981
31
Minning
Hákon Jónasson
Fæddur 11. okt. 1912.
Dáinn 29. jan. 1981.
Hann unni háttum hugumstórra
byggða,
var hetjan mikla, djörf og sterk.
Hann trúði á mátt og megin
fornra dyggða,
á miskunn guðs og kraftaverk.
(Davið Stefánsson)
Hann Hákon er horfinn okkur
hérna megin lifs. Hann mun þó
lifa áfram i hjörtum okkar um
ókomin ár, enda fylgdi honum
ávallt birta og glaðværð, hvar
sem hann var og hvert sem hann
fór. Hann átti fáa sina lika.
Vinnusamari mann er varla hægt
að hugsa sér. Athafnasemi var
honum i blóð borin, og voru
heiðarleiki og reglusemi hans
aöalsmerki. Þessir eiginleikar
hafa eflaust hjálpað honum mikið
til að sjá fyrir stórri fjölskyldu.
Við megum þó ekki gleyma eigin-
konu hans, Sigurborgu Karls-
dóttur, sem var hans styrkasta
stoð. Komu þau upp niu börnum.
Það var ekki hægt að hugsa sér
léttari og ræðnari mann en hann
Hákon. Við tölum nú ekki um, ef
hann fékk tækifæri til að taka
lagið i góðum hópi, þá var hann
svo sannarlega i essinu sinu.
Eftirfarandi ljóðlinur voru hon-
um einkar hugleiknar:
Ókviðnir skulum vér örlaga biða.
Oruggir horfa til komandi tiða.
Ganga til hvildar með glófagran
skjöld,
glaðir og reifir hið siðasta kvöld.
(Guðm. Guðmundsson)
Þykir okkur þær lýsa vel hans
innra manni.
Alltaf var gott að koma á
Skarphéðinsgötu 12. Voru oft
fjörugar umræður yfir kaffibolla i
borðstofunni. Ávallt voru ein-
hverjar framkvæmdir framundan
sem þoldu enga bið, enda var ekki
verið að tvinóna við hlutina eða
slá þeim á frest. Nei, hann Hákon
var ekki mikið fyrir slikt. A
sumrin átti sumarbústaðurinn
Borg hug hans allan, þar sem
hann undi sér vel með fjölskyld-
unni. Hann hafði stundum orð á
þvi, að hann hefði getað hugsað
sér að gerast bóndi, enda var
hann fæddur og uppalinn i sveit,
Borg i Reykhólasveit. Börnin,
tengdabörnin og barnabörnin
komu oft saman um helgar i
„Sumó”, eins og bústaðurinn er
oftast kallaður i daglegu tali. Þá
var oft glatt á hjalla, sérstaklega
hjá litlu afabörnunum.
En nú hefur Hákon blessaður
kvatt þennan heim. Það er varla
hægt að trúa þvi á þessarri
stundu. Við heyrum ekki lengur
munnhörpuhljóminn, sem kom
öllum i gott skap.
Megi minningin um glaðværð
oggáska okkar elskulega tengda-
föður vera fjölskyldunni huggun
harmi gegn. Með innilegri þökk
fyrir samveruna.
Tengdabörn.
WELGER Vf/ WELGER
heyhleosluvagnar w 1
• EL 70 24 rúmm. 3 hnifar, aðeins kr.
35.500
• EL 81 26 rúmm. 9 hnifar, aðeins kr.
42.250
• örfáum vögnum óráðstafað á þessu
verði.
ÞÓRf ÁRMÚLA11
Landbúnaðurinn og atvinnulif i sveitum.
Ráðstefna að Rauðarárstig 18, dagana 13. og 14. febrúar 1981. Hald-
in á vegum þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsóknar-
flokks.
Dagskrá:
Föstudagur 13. febrúar.
Kl.
14.00 Ráðstefnan sett.
* Steingrimur Hermannsson form. Framsóknarfl.
14.15 NÚVERANDI STAÐA LANDBÚNAÐARINS.
FRAMSÖGUERINDI:
1. Framleiðsla og sala kjöts.
Jón R. Björnsson cand ogro.
2. Mjólkurframleiðslan.
Guðmundur Stefánsson landbúnaðarhagfr.
3. Staða landbúnaðarins.
Hákon Sigurgrimsson framkv.stj.
Fyrirspurnir.
KAFFIHLÉ.
15.30 Nýjar búgreinar — fjölgun atvinnutækifæra i sveitum.
FRAMSÖGUERINDI:
FELDFJARRÆKT og möguleikar til aukinna verðmæta i
sauðfjárrækt.
Sveinn Hallgrimsson ráðunautur.
IÐNAÐUR 1 SVEITUM:
Aðalbjörn Benediktsson ráðunautur
Bjarni Einarsson framkv.stj.
FISKRÆKT t AM OG VÖTNUM.
Ari Teitsson ráðunautur
Jón Kristjánsson fiskifræðingur
SKÓGBÚSKAPUR.
Hallgrimur Indriðason framkv.stj.
NÝTING HLUNNINDA.
Árni G. Pétursson ráðunautur.
Fyrirspurnir.
20.00 Sameiginlegur kvöldverður.
Laugardagur 14. febrúar.
Kl.
10.00 FRAMSÖGUERINDI:
LOÐDVRARÆKT.
Sigurjón Bláfeld ráðunautur
REYNSLA MIN AF REFARÆKT
Valgerður Sverrisdóttir húsfreyja á Lómatjörn, S-Þing.
FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐARINS:
Jónas Jónsson búnaðarmálastj.
12.00 MATARHLÉ
13.00 Umræður og ályktanir
17.00 Ráðstefnuslit.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðar-
árstig 18, simi 24480
Framkvæmdastjóri
Hlutafélagið NORÍS, sem er nýstofnað
fiskiræktarfélag, óskar að ráða fram-
kvæmdastjóra til að annast daglegan
rekstur.
Þarf að hafa nokkra reynslu við rekstur
fyrirtækja og þekkingu á einu norður-
landamáli og ensku.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist H.f. NORÍS, Vestur-
götu 17, Reykjavik, fyrir 1. mars n.k.
ISHIDA
Vorum að fá nokkrar vogir gerð
D-82 á lækkuðu verði
frá verksmiðjunni.
•
Þetta er sú tegund sem við hófum
innflutning áfyrirfjórum árum og getum
við fullyrt að þær hafi reynst vel.
•
Einnig eigum við von á
merkimiðavogum
Vinsamlegast hafið samband við
sölumenn okkar.
Eldri pantanir óskast staðfestar
PlilSÍJkS lll (Zukigp P^sr2°655
lZE
Sedrus
Húsgögn
Iðnvogum Súðavogi
32
Simi 84047
• •
Nú er tækifærið að
gera góð kaup.
Litið notuð húsgögn
á tækifærisverði.
Sem dæmi: Sófasett
á kr. 1100
2ja manna sófi -E. 2
stólar á kr. 3.850.
Sófaborð a* kr. 700.
Sóíasett m/póiereð-
um örmum á kr.
2.500
Hillur, svefnbekkir,
stakir sófar 2ja, 3ja,
og 4ra sæta.
Einnig ný sófasett
frá kr. 4990.
2ja manna svefnsóf-
ar á kr. 3196.
Samstæðir stóiar á
kr. 1500.
Hvildarstólar á kr.
2295.
• •
Litið við hjá okkur
eða hringið þaö
borgar sig.
• •
Sedrus
Húsgögn
Kuplingspressur
+
Hjöruliöskrossar
N
Kuplingskol
Kuplingsbarkar