Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. mars 1981 7 Þórarinn Þórarinsson: Rifjaðar upp hugmyndir um togaraútgerð ríkisins Fyrir tíu árum Nú telja ýmsir það mikið vandamál, að togaraflotinn sé of stór. Sennilega rekur þá ekki minni til þess, að fyrir 10 árum, voru ekki nema 20 togarar i is- lenzka fiskveiðiflotanum, flestir gamlir og úreltir. Ahugi fyrir eflingu togaraflotans var nánast enginn. Þá fór þó með völd rikis- stjórn, sem kallaði sig viðreisn- arstjórn. Sökum þess hversu illa horfði um endurnýjun togaraflotans, lögðu framsóknarmenn fram á Alþingi haustið 1970 frumvarp um Togaraútgerð rikisins og stuðning við útgerð sveitarfé- laga. Aður en vikið er að efni frum- varpsins, þykirréttað rifja upp, hvernig ástatt var i atvinnumál- um haustið 1970, en það átti mestan þátt i flutningi frum- varpsins. 1 upphafi greinar- gerðarinnar var atvinnuástand- inu lýst á þennan veg: „Atvinnuleysi var um langt skeið nær óþekkt hér á landi, nema hvað árstiöabundinn at- vinnuskortur kom fyrir á stöku stað. í þvi efni urðu snögg um- skipti á árinu 1968. Veturinn 1968-69 varð hér stórkostlegt og almennt atvinnuleysi. Sumarið 1969, um hábjargræðistimann, var hér verulegur atvinnuskort- ur. Voru nær 1000 manns lengst af skráðir atvinnulausir. Auk þess leituðu menn til annarra landa i atvinnuleit, svo að hundruðum skipti. Sl. vetur var og tilfinnanlegt atvinnuleysi framan af. Nú hefur mikil breyting á orðið i þvi efni. Samt er það svo, að ekki má mikið á bjáta, og á sumum stöðum er atvinnuleysi þvi miður fyrirsjá- anlegt i vetur, ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að afstýra þvi. Flestir munu sammála um, að einskis megi láta ófreistað til að afstýra böli atvinnuleysis. Flestir munu játa, að atvinnu- öryggi verði að tryggja. Annað sé ekki sæmandi i velferðar- þjóðfélagi. Spurningin er aðeins sú, til hvaða úrræða sé skyn- samlegast að gripa, hverjar ráðstafanir séu skjótvirkastar og liklegastar til að bæta at- vinnuástandið. Þar verða fyrst fyrir fiskveið- ar og fiskiðnaður. 1 þeim at- vinnugreinum þarf mikinn mannafla. Aukning i fiskiönaði skapar þegar i stal mikla at- vinnu. 1 mörgum kauptúnum og sjávarplássum er úrvinnsla sjávarafurða undirstaða at- vinnulifsins. Séu fiskvinnslu- stöövarnar i fullum gangi, er at- vinnulifinu á þeim stöðum borg- ið. Það er þvi höfuðatriði, að all- ar fiskvinnslustöðvar séu nýttar sem bezt og fiskiðnaðurinn auk- inn og efldur. Meginforsenda þess er, að nægilegs hráefnis sé aflað. En á þvi er viða misbrest- ur. Margar fiskvinnslustöðvar hefur skort hráefni, sérstaklega á vissum árstimum, og hafa þess vegna ekki skilað fullum afköstum og eigi veitt þá at- vinnu, sem ella hefði verið hægt. Á þessu þarf að ráða bót-. Það þarf að gera allt, sem unnt er, til aö tryggja fiskvinnslustöövum, hvar sem er á landinu, nægilegt hráefni, og vinna þannig að þvi, að afkastageta þeirra nýtist sem bezt allt árið. Hvernig verður það bezt gert?” Togaraútgerðin að leggjast niður Siðar i greinargerðinni sagði á þessa leið: „Togarar eru langsamlega afkastamestu tækin til hráefnis- öflunar. Með útgerö hæfilega margra og vel búinna togara er bezt tryggt, að hraðfrystihúsin og aðrar fiskvinnslustijðvar hafi jafnan nægilegt verkefni. Vita- skuld á eftir sem áður að nota önnur fiskiskip og smærri báta til veiða fyrir fiskvinnslustöðv- ar. En sé treyst á veiðar þeirra eingöngu, er hætt við þvi, að á ýmsum stöðum verði meiri eða minni eyður i hráefnisöflunina. Togararnir þurfa að brúa bilið, tryggja fiskifang á hvaða tima sem er, og þótt lengra þurfi að sækja aflann, en oft getur fiskur brugðizt á grunnmiöum. Það þarf þvi togara til að tryggja fulla hagnýtingu fiskvinnslu- stöðvanna og þar með atvinnu- öryggi fólksins. En togaraútgerðin hefur átt i vök að verjast siðustu árin. Það má segja, að hún hafi háð erfiða varnarbaráttu. Skömmu eftir 1950 voru togarar hér á landi ná- lægt þvi 60 að tölu. Siðan fór þeim aðfækka. A siöasta áratug hefur þeim fækkað um meira en helming. Nú eru hér ekki nema um það bil 20 togarar. Þeir eru flestir gamlir og úreltir og margir raunar alveg á siðasta snúningi. Ef svo heldur fram sem nú horfir og ekkert verður gert til endurnýjunar togara- flotans, virðist þess skammt að biða, að togaraútgerð leggist niður á tslandi. Það má fyrir margra hluta sakir aldrei verða. Hér þarf alltaf að verða einhver togaraútgerð. Viö þurf- um að eignast fullkomna ný- tizku togara. En núverandi togaraeigendum virðist, eins og sakir standa, um megn að endurnýja togaraflotann. Þeir sýnast ekki hafa bolmagn til þess. Hvað er þá til ráða? Þjóð- félagið verður að skerast i leik- inn. Hið sameinaða þjóðfélags- afl verður að koma til sögunnar og leysa vandann. Rikið á að láta byggja nokkra togara, sem svara kröfum timans, og hefja útgerð þeirra til þess fyrst og fremst að tryggja fiskvinnslu- stöðvunum nægilegt hráefni all- an ársins hring. Til að byrja með þyrfti að athuga um kaup á einhverjum togurum, sem gætu komið strax i gagnið. Þannig á almannavaldið að stuðla að at- vinnuöryggi og atvinnujöfnun i landinu.” Togaraútgerð ríkisins Efni frumvarpsins um Togaraútgerð rikisins og stuðn- ing við útgerð sveitarfélaga var i meginatriðum á þessa leið: Sett skal á stofn og starfrækt útgerð fiskiskipa undir nafninu Togaraútgerð rikisins. Rikis- sjóður leggur útgerðinni til 150 milljónir króna sem óafturkræft stofnfjárframlag. Rikissjóður ber einungis ábyrgð á skuld- bindingum Togaraútgerðar rikisins meö stofnfjárframlagi sinu eða samkvæmt þvi, sem heimilað er sérstaklega i lögum. Heimilt er rikisstjórninni að ábyrgjast lán allt að 400 milljón- um króna, sem Togaraútgerð rikisins tekur til þess að standa straum af kostnaði við byggingu skipa útgerðarinnar. Togaraútgerð rikisins lætur byggja togara eða önnur fiski- skip, og ákveður stjórn út- gerðarinnar fjölda þeirra, stærð og gerð, að fengnu samþykki sjávarútvegsráðherra. Skulu þau, eftir þvi sem unnt er, byggð innanlands. Útgerðin heldur skipum sin- um til veiða i þvi skyni að hag- nýta sem bezt fiskimiðin og stuðla með þvi að öflun hráefnis fyrir fiskiðnað landsmanna. Við ákvörðun um, hvar afla skuli landað, skal höfð hliðsjón af at- vinnuástandi einstakra byggðarlaga, sem til greina koma. Heimilt er stjórn Togaraút- gerðarinnar að taka skip á leigu til bráðabirgða og gera út til hráefnisöflunar fyrir tiltekna staði. Stjórn útgerðarinnar skal skipuð7 mönnum: Fjórum, sem Alþingi kýs. Tveim, sem skips- hafnir á skipum Togaraútgerð- ar rikisins tilnefna, og skal ann- ar vera frá yfirmönnum, en hinn frá öðrum skipverjum. Ráðherra setur nánari reglur um þessa tilnefningu. Sjöunda stjórnarmanninn skipar sjávar- útvegsráðherra án tilnefningar, og er hann formaöur. Ráðherra setur stjórninni erindisbréf og ákveður laun hennar. Umboö stjórnarinnar skal vera til 4 ára i senn. Útgerð sveitar- félaga Þá sagði ennfremur i frum- varpinu á þessa leið: Nú telur stjórn Togaraút- geröarinnar eigi lengur þörf á þvi, að hún geri út togara til hráefnisöflunar og atvinnu- miðlunar, og er henni þá heim- ilt, að fengnu samþykki sjávar- útvegsráðherra, að selja fisk- verkunarstöövum og félags- samtökum, sem stofnuð eru fyr- ir forgöngu sveitarfélaga, tog- ara sina, enda skuldbindi kaup- andi sig til að leggja upp afla hjá tilteknum fiskvinnslustöðv- um. Þá skal togaraútgerðin jafnan eiga og gera út a.m.k. 4 togara. Rikisstjórninni er heimilt aö verja allt að 75 millj. kr. til kaupa á hlutafé i útgerðarfélög- um, sem stofnuð eru fyrir for- göngu sveitarstjórna og með þátttöku sveitarfélaga i byggðarlögum, þar sem atvinna er ótrygg og fiskvinnslustöðvar skortir verkefni. 1 engu félagi skal hlutafjárframlag rikisins nema meira en 40%. Þó skal rikið og sveitarfélagið jafnan hafa þar meiri hluta. Rikissjóði er heimilt að ábyrgjast eða taka nauðsynleg lán og endurlána útgerðarfélög- um til þess að tryggja þeim það fé, sem þarf umfram lán, sem fást úr opinberum sjóðum, til þess að lánsfjármagn nái 85% stofnkostnaðar. Ekki talsmenn ríkisrekstrar 1 greinargerö frumvarpsins var skýrt tekiö fram, að fram- sóknarmenn væru ekki fylgj- andirikisrekstri, þótt þeir flyttu umrætt frumvarp. 1 greinar- gerðinni sagði á þessa leið: „Flutningsmenn þessa frum- varps eru ekki sérstakir tals- menn rikisrekstrar. Þeir telja almennt heppilegra, að atvinnu- tækin séu i einkaeign og rekin af einstaklingum eða félögum. En þegar einkaaðila eða félags- samtök brestur bolmagn til að eignast og starfrækja nauösyn- leg framleiðslutæki, er óhjá- kvæmilegt aö gripa til rikis- rekstrar, a.m.k. um tima. Þannig er nú að okkar dómi háttað i málefnum togaraút- gerðarinnar. Þess er alls ekki að vænta, að nein endurnýjun eða aukning togaraflotans eigi sér stað i bráð, nema rikið beiti sér fyrir smiði togara og útgerð þeirra, svo sem hér er gert ráð fyrir. En landsmenn mega ekki við þvi að missa þessi fengsælu framleiðslutæki, sem oft hafa verið styrkasta stoðin undir at- vinnulifi þeirra. En auk þess er það svo, að ef að er gáð, þá er hér i raun og veru um aö ræða stuöning við einkarekstur. Með togaraútgerð rikisins er fyrst og fremst stutt við bakiö á fisk- vinnslustöðvunum, en þær eru yfirleitt i einkaeign og einka- rekstri. Það er skoðun flutnings- manna þessa frumvarps, að stefna eigi að þvi, að útgerð tog- ara verði i framtiðinni fyrst og fremst i höndum félagssamtaka og einstaklinga. Þess vegna er i 9. gr. veitt heimild til að ráö- stafa togurum rikisútgerðar til einkaaðila að þeim skilyrðum fullnægðum, sem þar greinir. Um slikt veröur þó tæplega aö ræða, nema aöstaða togaraút- gerðar verði bætt frá þvi, sem nú er. II. kafli þessa frumvarps fjallar um stuðning rikisins við útgerð sveitarfélaga. Sam- kvæmt 10. gr. er rlkisstjórninni heimilt aö verja allt að 75 milljónum króna til kaupa á hlutafé i útgerðarfélögum, sem stofnuö eru fyrir forgöngu sveitarstjórna og með þátttöku sveitarfélaga i byggðarlögum, þar sem atvinna er ótrygg og fiskvinnslustöðvar skortir verk- efni. A allmörgum stöðum eru heimamenn fyrir forgöngu sveitarstjórna aö reyna að stofna samtök til skipakaupa. Slik viðleitni er viðurkenningar- verð. En hún er þvi miður viðast hvar af fullkomnum vanefnum gerð. Þátttaka rikisins i slikum félögum gæti verið ómetanlegur styrkur og raunar ráðiö úrslit- um um það, hvort fyrirhuguð skipakaup takast. Með þessum hætti getur rikiö ýtt undir fram- tak og sjálfsbjargarviöleitni heimamanna. Flutningsmenn telja sjálfsagt, að rikið fari inn á þessa braut og rétti á þennan hátt þessum almannasamtök- um örvandi hönd.” Ný togaraöld Þetta frumvarp framsóknar- manna náði ekki fram að ganga á þinginu 1970. A næsta þingi var ekki þörf á þvi að flytja það að nýju. Þá var komin til valda ný rikisstjórn og trú manna aukin á togaraútgerö og eflingu fiskvinnslustöðva. Rikisútgerð- ar var ekki lengur þörf, en efl- ing togaraútgerðarinnar byggð- ist þá viða á framtaki sveitarfé- laga og annarra félagasamtaka, en á þá lausn hafði Fram- sóknarflokkurinn lagt megin- áherzlu. Spurningin er þó sú, hvort þessi samtök heföu ekki þurft að vera viötækari og aö þvi leyti i samræmi við hugmyndina um Togaraútgerð rikisiná, að hægt heföi verið með miðlun milli fiskvinnslustaða að hafa skipin færri en þau hafa orðið. En vel mættu menn hafa hug- fast, hversu atvinnuástandið i útgerðarstöðum landsins er nú breytt frá þvi, sem var fyrir tiu árum. Það má likja þvi, sem hér hefur gerzt, viö byltingu. Togararnir hafa átt mestan þátt i þvi. Meö tilkomu vinstri stjórnarinnar 1971 hófst ný togaraöld, sem hefur valdið ekki minni byltingu en sú, sem hófst upp úr aldamótunum. menn og málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.