Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 15
14 Sunnudagur l. mars 1981 Sunnudagur 1. mars 1981 23 Oddný Guðmundsdóttir: SKÁLD OG MATSMENN (Brot úr handriti) Matsmenn á sviði listanna hafa f lestir svip- að málfar, og skoðanir þeirra eru keimlíkar. Ýmist er sagt, að bókin sé væmin um of eða blessunarlega laus við væmni. Hvað er svo átt við með þessari væmni, sem matsmönnum verður svo notadrjúg: ? Það eru tilfinningar mennskra manna, sem þeir klekkja á með þessu útslitna orði. Orðinu til- finningasemi er líka óspart beitt f niðrandi merkingu. ,,Það örlar ekki á tilfinningasemi" segir Dagný Kristjánsdóttir um bók, sem hún hrós- ar. Aðrir taka dýpra í árinni: ,,Helzt hefði maður kosið, að sum þessara Ijóða hefðu verið opnari og meira tillit tekið til samtím- ans í orðavali. Orð eins og feigðarhamur, dreyri, bókfell og sannleiksfregn eru ekki mjög hentug í nútímaljóð. En höf undur kýs að vanda mál sitt. Þessi hef ur þó þá kosti, að ekki virðist meiningin að frelsa heiminn —(J.G. i Timanum.) Það er durtslegt að taka ungu skáldi svona. Anzaðu ekki svona durtum, ungi maður. Þakka þér fyrir málvöndum þína. Og í næstu bók þinni vona ég, að þú gangir í lið með þeim, sem vilja bæta heiminn, þóað þú eigir á hættu, að einhver matsmaðurinn gefi þér langt nef. Jafnframt hrópyrðinu væmni þykir fyndið að brigzla listamönnum um, að þeir vilji bæta heiminn. ,,Hlaðin ofurviðkvæmni. — Ástarsaga þeirra rennur út i óskemmtilega væmni", seg- ir Eysteinn Þorvaldsson um hjónaleysin í sögu Indriða Norðan við stríð. Getur þess þó, að Indriða láti vel aðsegja frá sorglegum atburð- um „dramatískt og væmnilaust" (Skírnir 1972). Hvernig átti Indriði að varast það, að hann mætti ekki minnast hlýlega á atlot einna elskenda, eins og hann var þá búinn að geðjast matsmönnum í mörgu, meðal annars í þvi að láta skötuhjú nokkur eðla sig uppi í brekku- brún, með þeim af leiðingum, að þau ultu niður á jaf nsléttu og lentu á bólakaf í læk að bæjar- búum ásjáandi. Jakobína fær áminningu f yrir Snöruna: ,, — Mestur veikleiki þykir mér fólginn í fýsingunni á systur sögumanns. Þar birtist bláeygðari rómantik en trúverðug getur talizt —segir Sveinn Skorri. Tekið var fram í Vikunni um verðlaunasögu Ásu Sólveigar, að hún væri um einstæða móður — en án væmni. Sagt er um bók Líneyjar, á kápunni, að hún sé ekki væmin. Hvað er þetta ? Bjóst einhver við því ? Gæti verið. Er ekki siður að skopast að „tilfinningasemi" kvenna?t Ólafur Jónsson talur um, (Skírnir '72). „þjoðlegar skemmti- sögur handa konum og alvarlega stilaðan skáldskap yngri höfunda". (Handa karl- mönnum?). „Ef til vill er svo komið,að síðustu leifar bókmenntaþjóðarinnar dragi fram lífiðá inn- lendum „kerlingabókum" og útlendu reyfara — rusli", segir Ól. J. i Skirni 1978. „Hræðilega væmin og laus við fyndni", segir matsmaður um nýja sögu eftir Jóhönnu Steingrímsdóttur. Matsmaður fjallar um barnabók og telur henni það til gildis, að hvergi sé minnst á skepnur á sveitabýlinu, segist ekki „sakna Sveita — Snata og Búkolludýrsins". (Einhver var að mælast til, að búfé bænda sé ekki kallað dýr). „Hún ætlar að verða lifseig i islenzkum barnabókum goðsögnin um sveitasæluna," segir Þ.J. Nefnir þó engar sérstakar bækur. Ekki fer mikið fyrir henni í sögum Einars Kvarans, Stefáns Jónssonar og Ragnheiður Jónsdóttur. Þessir höfundar segja frá striti, kulda og vosbúð, sem börnin búa við innan bæjar og utan, vonlausri þrá til mennta og mörgum erfiðleikum, sem jafnvel beztu foreldrar gátu ekki komið i veg fyrir. Það er fyrst nú, á tímum raf magns og véla, sem hægteraðlýsa raunverulegri sveitasælu, einkum þó þeirra fáu borgarbarna, sem eiga kost á að leika sér þar björtustu mánuðina, því að um störf er tæpast að ræða fyrir þau á vél- væddu heimili, fyrr en þau orðin fær um að vinna með vélum. En óánægja Þ.J. er einmitt út af því að höf undur Krummavíkurbarnanna bendir ekki á neina lausn á vandamálum borgarbarna. Þ.J. álítur, að höfundi beri að lýsa borgarfólki, sem tekur sér fram um að breyta hag barnanna. Gott söguefni væri það, en saga um skemmtilega krakka, sem eiga ættingja í sveit, á líka rétt á sér. Enda rankar Þ.J. við sér undir lokin og segir, að þetta eigi liklega bara að vera gamansaga en ekki vandamála- saga. Lyklabörn er ágæt vandamálasaga, en ekki er víst, að höfundinum hefði látið jafn vel að semja gamansögu. Annar matsmaður skopast að því, hvað góða amman sé lífseig í bókmenntunum. Það er ekki neitt ótrúlegt, að menn eigi ömmur, síst nú, þegar þær verða eldri en nokkru sinni fyrr. Og f lestar ömmur eru góðar — við barnabörn- in. Kötturinn, hundurinn og ,,Búkolludýrið" eiga lika heima í raunveruleikanum, hvað sem hver segir. ,,Væmni"-stimpillinn í hönd bókamats- mannsins er Grýla, sem skáld hljóta að hafa beyg af á björtum degi. Þar vegur þó á móti, að enginn þarf að óttast kröf ur um gott mál. Málið er venjulega ekki nefnt. Mikið hrós hlaut sjónvarpsleikrit, sem f jall- aði um sjómann og ótrúa eiginkonu hans. Þar varð nú ekki væmnin. „ — Sjómennska hefur verið meðhöndluð rómantískt, oftast nær, eða hver kannast ekki við textann,,,Það gefur á bátinn við Grænland", söguna um manninn, sem kemur í land og er fagnað af bíðandi og elskandi eiginkonu? Raunveruleikinn er vitanlega öðruvísi í flestum tilfellum," segir matsmaður. Honum þykir sem sagt, ekki líklegt, að kon unni sé áfram um, að faðir barnanna komist heill í land. Ég get mér þess til, að sjómanns- konunni sé órótt,þegar hvasst er á miðunum, þó að eitthvað sé um misskilning og sárindi í hjónabandinu. Sjálfsagt þekkja matsmenn þessir venjulegar manneskjur. En þeir ein- blína á uppskriftina: Tilfinningar eiga ekki við í skáldskap. Hverjar eru svo þessar rómantísku sjó- mannasögur? Eru þær eftir Hagalin, Vil- hjálm Vilhjálmsson, Jóhannes Helga eða Teódór Friðriksson? En þeir hafa manna mest haft sjómennskuna að söguefni. Eða þola þessir durtar ekki að heyra glaðlegar vís- ur um sumarkvöld á Dalvík og Dagverðar- eyri? Þó hefur matsmaðurinn samúð með sjó- mannskonunni i leikritinu: Hún þarf að reka ýmis erindi og „redda vixlum", meðan maðurinn er á sjónum. Hann segist skilja það svo vel, að hún þreytist á slíku og geri sér dagamun með þvi að halda framhjá. En framhjáhald hennar er „skemmtilega grát- broslegt", segir hann. Stundum er eins og matsmennirnir séu að hræða höf unda f rá því að nota annað er svip- laus orð. „Oft tala persónurnar ofboðslegt bókmál", segir Dagný Kristjánsdóttir og nefnir sem dæmi: „Ég held nú bara, að moldin sé farin að rjúka í logninu hér úti á reginhafi". (úr sögu eftir R. Þorst.) ,. Er það „ofboðslegt bókmal", að fara með algengt máltæki eða f ráleitt, að sjómenn grípi til þess? En stundum er farið að tæpa á því í seinni tið, að þessi vesalings „alþýða" sé svo þunn i roðinu, að hún þori ekki að koma f ram á sjónarsviðið með sitt fátæklega mál og þegi þunnu hljóði af ótta við langskólamennina. (Sjá „málveirufræði" G.P. í Skírni '79). Fyrir tveimur árum, eða þremur, tók sig til leshópur í menntaskóla og skar upp herör gegn barnabókinni Adda trúlofast eftir Jennu og Hreiðar. Þar var bent á hvilíkur háski stafaði af svona ótrúlegri sögu, þar sem elskendurnir væru ekkert nema gæðin og varla gæti heitið, að þeir hefðu rænu á að kyssast. Skorað var á þá, sem hafa umráð bókarinnar að láta sem minnst fara fyrir henni. ( Ekki man ég þó þessaviðvörun orð- rétta.!) Kona nokkur tók svari skáldkonunnar, sagði að sagan væri um það bil tíu ára gömul og ástir hefðu verið með öðru móti þá en nú tið- kast. Ég tek svari þessarar barnabókar skil- yrðislaust. Hvað ætli börnunum dugi ekki skáldskapur um byrjunarstigið, kossana? Skáldin ættuekki að vera skyldug til að veita kynfræðslu í hverri bók, enda er það sagt í verkahring skólanna. Hvergi er sagt, að unn- usti Oddu sé gallalaus, þó að hann komi vel fram, ókunnur maður, þetta eina sumar, sem við sjáum hann með augum öddu. Leshópurinn kann þvi illa, að Adda litla skuli hvorki reykja né drekka. Það er óðatízka núna að fordæma barnabækur, ef höfundur- inn ætlar söguhetjunum að vera til eftir- breytni eða sýnir fram á, að óregla borgi sig ekki. Það er þó staðreynd, að börn líkja eftir söguhetjum. Man einhver eftir skemmdar- verkafaraldri, sem geisaði í Reykjavík, meðan lesin var útvarpssagan Kveðja frá Gregory? Nákvæmlega var líkt eftir þeim hrekkjum, sem Gregory framdi. Þær Jenna og Ragnheiður Jónsdóttir eiga þökk skilið fyrir sinar kátu, rösku söguhetjur, sem eru látnar sýna ung'u stúlkunum að hægt er að skemmta sér, án þess að púa reykjar- svælu og þamba dáradrykk. Enginn þessara örlyndu leshópsmanna tók til máls, börnum til varnar, þegar út kom morðingjasagan Bonnie og Clyde. En hjú þessi urðu dýrlingar unga fólksins i Ameriku. Var gerð um þau kvikmynd og ortir söngvar þeim til dýrðar. Hérlendis urðu þau afar vinsæl. „Hin makalausa Dóra" heitir ritdómur ef tir Valdisi Öskarsdóttur. Þar er gert hróp að Dóru Ragnheiðar Jónsdóttur. (DBL. 2/4 '80). Dóra er væn og hjálpsöm. Það má ekki. Til- finningafælnin þolir það ekki. Þó er Dóra engin helgimynd. Hún er svolítið brellin og fer á bak við foreldra sína. En hún er úrræðagóð og fús að láta til sín taka. Tiltektir sumra krakka, skarpskyggni þeirra, ráðsmennska og sjálfsálit er til í dag- lega lífinu og er ekki bara tilbúningur í bókum. Þetta veit ungi maðurinn, sem setti saman þá frábæru mynd Litla þúfu. Mér fannst ég þekkja vinkonuna, sem tók til sinna ráða, kotroskin og hvergi smeyk, til að hjálpa stallsystur sinni. „Dóra hefur óstjórnlegan áhuga á dansi — listdansi, nota bene," segir V. ó. Ekkert má. Eru telpur ekki hrif nar af ballett? Og einstöku iðka hann. Bráðum má ekki gera ráð fyrir, að fugl syngi eða hestur skeiði. Þá skopast V. Ó. að þvi, þegar Dóra leikur lagið „Hátt upp til hlíða." Hvaða nótur ætli telpan hafi haft til æf inga fyrir 40 árum? Varla bítlalög.,,Altjend er ég viss um, að það gerir enginn unglingur í dag" heldur V. Ó. áfram. Nær lagi er það. Þó ætti hún ekki að fullyrða neitt um, að enginn unglingur leiki svona lög „ídag" (today). „Aftur á móti er ég ekki frá þvi, að aldurs- hópurinn undir tíu hefði einhverja ánægju af lestrinum," segir V. Ó. Þekkjum við börnin nógu vel til þess að geta alltaf talað fyrir þeirra hönd? Þau eru alltaf að koma okkur á óvart, einkum með því að skilja f leira en við höldum. Mín reynsla er, að minnsta kosti sú, að ekkert þýði fyrir kennara að látast#vita það sem hann ekki veit. Ný ska*ldsaga hefur orðið ónotalega fyrir barðinu á tilfinningafælni matsmanna: „Hitt er svo lakara, þegar sannleikur af þessu tagi er vafinn tilfinningadýrð og sjálfsaumkun kynslóðarinnar," segir Árni Bergmann um bókina Gegnum bernskumúrinn. „En svo dembast yfir okkur lausnir úr unglingabóka- framleiðslu allra tíma. Þau Birgir og Ásdís eru afskaplega góð, og eina frávikið frá for- múlunni um góðu börnin er það, að þeim er leyft að sofa saman". Þessi óþolandi „gæði" þeirra eru fólgin í því, að þau hafa, á fimmtán ára aldri, hvorki drukkið vín né „sofið hjá". Og hamingjan hjálpi höf undinum, hefði hann ekki af ráðið aó láta börnin sof a saman, áður en lauk. Það ger- ir þó söguna hvorki verri né betri. Börnin brjóta líka gegn ,,raunsæis"-uppskriftinni með þvi að vera dugleg í skólanum, og það sem út yfir tekur, þau tala óþolandi „hátíð- legt" mál.,,------Þó að krakkar séu vel lík- leg til að leggja i mjög bóklegar pælingar, þá eru ræðuhöld af þessu tagi------." (Blaða- menn eru furðulega iðnir við að jórtra þessar „pælingar".) V. Ó. segir um sömu bók: ,,------Þau eru alveg ferlega grúví unglingar. Ofboðslega meðvituð og þroskuð bæði andlega og likam- lega. Þau eru sko búin að sjá gegnum plottið. Það er sama kjötið í öllum fullorðnu drullu- sokkunum. Og þar fyrir utan er fullorðna fólkið óhreinna í öllu sálarlífi og hugsunar- hætti en unglingarnir, sem eru svo sannarlega vitnisburður hreinleikans og réttlætisins." Þeir sem ætla að af la sér vinsælda með því að úthúða góðlátlegum sögum velviljaðra höf- unda, standa yfirleitt ekki á verði, þar sem undirmálsbókmenntir um of beldi, ónáttúru og kvalalosta eru seldar ungmennum. Þeir fara kringum sorpblöðin eins og köttur i kringum heitt soð. Þau eru feimnismál blekiðiunnar. Til skamms tíma gerði ég mér ekki það ómak að líta í sorpblöðin. Hélt í einfeldni minni að efni þeirra væri ekki annað en grófyrði og þvaður, svipað og fullir menn láta sér um munn fara. Einn þeirra örfáu, sem hafa haft einurð til að rita um þessa þjóðarskömm, er Bjarni Þór Kristjánsson. Hannsegir: (Tím. 6. des. '78) ,,---og alvarlegastir þeirra eru glæpir, þar sem börn eru fórnarlömbin. En einmitt nú er vinsælt í klámiðnaðinum svo- kallað barnasex--------. Þegar reynt er að gera blóðskömm, sadisma, kynvillu og ofbeldi að eðlilegum og viðurkenndum athöfnum, þá finnst mér tími kominn til að gera fólki grein fyrir ástandinu-----". Kampakátur blaðamaður sagði, að B.Þ.K. væri að „skjóta gjörsamlega yf ir markið". Ég hugsaði með mér, að ég væri víst ekki of góð til að lita á ósómann. Ekki þurfti lengi að lesa. Mér þótti ekki „skotið gjörsamlega yf ir mark- ið." Helgi Hálfdánarson kallar sjónvarpið okkar „af brotaskóla ríkisins". Ljótt væri að geta sér þess til, að sorpblöðin, ásamt dátasjónvarp- inu, hafi kennt sjónvarpinu stafrófið. Ég er að lesa gamlan Andvara. Þar eru rit- dómar, girnilegir til fróðleiks. Sveinn Skorri segir um skáldsögu eftir Gunnar Dal (Andv. '69): „Mestum vonbrigð- um veldur bók Gunnars Dal. Svona sam- setningur á heima sem f ramhaldssaga í viku- riti, en ekki sem upphafsverk alvarlega hugs- aðrar ritraðar, kenndrar við skáldskap. Það er hörmulegt, að höf undar eins og Gunnar Dal og Guðmundur Frímann, sem virðast hafa jafn heiðarlegan áhuga á brjóstum og mjöðm- um og öðrum ávölum likamshlutum kvenna, eru svo getulitlir sagnahöfundar. Það væri nefnilega verulega nauðsynlegt að dusta svo- lítið kynlifshræðsluna af íslenskum sagna- skáldskap. En þessir menn skrifa eins og D. H. Lawrance og Miller hafi aldrei verið til." Matsmaðurinn segir hér greinilega fyrir verkum. Þið eigið, drengir mínir, að skrif a um brjóst og mjaðmir, eins og þeir gera Lárus og Miller. Annars fáið þið tevatnið sykurlaust hjá mér. Þóað matsmenn meti mikils völsadýrkun og hristirassabókmenntir, svokallaðar, ættu þeir að viðurkenna, að f leira er gjaldgengur skáld- skapur. Það sem gerir sögur nýju höf undanna margra svo þreytandi, er einmitt það, að þær eru svo líkar hver annarri. Lesandinn spyr ekki forvitinn, hvað gerist næst. Hann veit það. Fólkið fækkar fötum. En stundum er Sveinn Skorri glaður. Hann las bók eftir Steinar Sigurjónsson: „Hér fara hraustar gleðikonur og slorugir sjómenn, kyn- vakn>ar smáskvisur,skeggjaðir hermenn og skitugir bændur. Það er verulega hressandi og ég held mannbætandi að kynnast þessu ó- brotna fólki í þess slubbi og slamsi, flensi og gramsi, umli og ii. Svo á Steinar lika guðagáf u gamanseminnar. Svamlandi mitt í svitalykt, brennivini og fjósfýlu, sér hann jafnframt alla þessa mauraþúfu úr fjarska með glettni húmors í auga. Mér var ómögulegt annað en skella hvað eftir annað upp úr Brotabrotum Steinars, og það er þó altjent guðsþakkarvert á þessum alvarlegu tímum". (Andv. '70.) Þeir, sem gleðja vilja Svein Skorra, vita nú, hvernig á að fara að því. (En hefur einhver lesið ritdóma áþekka þessum?) Sv. Sk. segir í Andvara 1970 um Guðberg Bergsson (Nefnir fyrst tvo unga höfunda, sem gera sig seka bæði um alvöru og við- kvæmni): ,,-----— en Guðbergur stendur hreykinn og ofsakátur yfir þeirri veröld, sem hann hef ur lagt i rústir." (Þá veit ég það, ef ég sé eitthvað af veröldinni riða til falls, að þar hefur Guðbergur verið að verki með áður ó- þekkt hugmyndatengsl".) Og enn segir Sveinn Skorri: „Það kann að hljóma undarlega, að Guðbergur Bergsson minnir mig ekki meir á önnur skáld en Bene- dikt Gröndal og Matthías Jochumsson." Ojá, það hljómar undarlega, að Guðbergur minni á Matthias. En svona geta „hugmyndatengsl" verið óvænt. Sv. Sk. segir, að unglingar milli fermingar og tvítugs í skóla hans virðist hafa lesið bækur Guðbergs og hrifizt af þeim. „Hins vegar virðist mér afstaða jafnvel bókelskra lesenda, sem komnir voru yf ir fertugt allt önnur." Af- staða þeirra var, segir hann, „tvíræð eða bein- línis neikvæð og oft mótuð hneykslun". Og þetta fylgir með: „Auk húmors er gjörsam- legt virðingarleysi fyrir öllum lífsgildum og hátíðleika megineinkenni á þessari bók Guð- bergs. Djúpstætt mark á skáldskap hans er sú andstyggð, er hann virðist hafa á öllum líkam- legum samskiptum og þörfum manna. Mann- legt hold og lif þess virðist vera honum við- bjóðsefni framar öðru." Áhugi unglinga á gelgjuskeiði er skiljanleg- ur, en skellihlátrar matsmannsins eru um- hugsunarefni. Annars tala matsmenn stund- um um ofsakæti af þessu tagi. ,, Hlátursrokur og læraskellir" segir einn þeirra, voru við- brögð, sem Ijóðabók vakti hjá honum. Annar „skellir upp úr hvað eftir annað". Þriðji „veinar af kæti". Og er hér þó fátt eitt talið af gleðilátum yfir bókum, sem standast matið. Stundum gjalda skáld þess, ef þau njóta hylli ólærðra manna. Davíð Stefánsson var heldur ónotalega tekinn til bæna á tímabili. ,,------vegna þess, að sögnin um snilldar- hæfileika Davíðs Stefánssonar er þjóðsaga. Megnið af skáldskap hans rís ekki hærra en þokkalegur alþýðukveðskapur, og það er fyrir þá sök, að hann er verðlaunaður margfalt á við vandaðri höfunda. Hann hefur náð vin- sældum vegna þess, að kveðskaparlag hans samrýmist yf irborðslegum smekk---------". (Birtingur, 1956.) Tilfinningafælni i bókmenntunum er ófrjó og stendur ungum skáldum fyrir þrif um. List- in þarf að nærast á skaphita og einlægni. Hetjur Hómerskvæða vikna. Eddukvæðin lýsa ástarhörmum. Þjóðkvæði fjalla löngum um það efni. Á timum þessarar skáldlistar voru engir launaðir matsmenn til að seg ja það væmni eina, að finna til. Sigrún Högnadóttir fylgdi manni sínum gegn ætt sinni og lét bug- ast yf ir moldum hans. Enginn matsmaður var nærstaddur til að ráðleggja skáldinu að snúa þessu heldur upp í „grátbroslegt framhjá- hald", meðan Helgi var í bardaganum. Mats- menn þeirra tíma voru alþýða manna, sem setti sig i spor þeirra, sem unnu og þjáðust, og hún fann, að þetta var raunveruleiki mann- legs lífs. Það er karlmannlegra að segja einhverjum frá áhyggjum sínum, og jafnvel tárfella, en að smjúga i felur i þeirri trú, að dáradrykkur og önnur ólyf jan lækni mannleg mein. En þau bleyðimannlegu viðbrögð fá stuðning garp- anna, sem heimta tilf inningalausan skáldskap í nafni listarinnar. Einar Ölafur Sveinsson talar um „nýtt stig þróunar, nauðsynlegt stig, ef hetjukvæðin áttu ekki að stirðna með tímanum í ómennskri, til- finningalausri hörku-----." (Islenzkar bók- menntir í fornöld.) Sagan endurtekur sig. Nú er af tur orðin þörf á „nýj u stigi þróunar", ef bókmenntirnar eiga ekki að staðna í andlausri völsadýrkun og til- f inningaleysi. Oddný Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.