Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. mars 1981 25 Winwood, Peter York, Muff Winwood, Chris Wood.Steve Winwood. ^TEVE^INWOOD Nýjasta plata Steve Winwoods „Arc Of A Diver” allt, það er það sem hindrar það frá þvi að verða leiðinlegt.” Áður en þú varðst21 árs þá hafðir þú komist sjö sinnum á „Topp tíu" listann. „Já ég veit. En mér fannst þaö nú ekki gerast svona fljótt. Að visu var Spencer Davis, „grúppan” vinsæl en ég naut þeirra aldrei, ég var alltaf að ferðast. En ég sakna þeirra tima ekki hætishót.” Það hefur verið sagt um söng- hæfileika Steve Winwood að hann gæti sungið beint upp úr simaskrá og látið það hljóma sem tregablandið ástarljóð. Til að sannreyna þaö lét blaða- maðurinn hann fá simaskrá Manchesterborgar, bað hann um að staðfesta þennan orðróm. Hann gerði það. Steve Winwood er aöeins þrjátiu og þriggja ára og samt getur hann litið til baka og rifjað upp ævi sem margir mundu telja að væri ævistarf venjulegs manns. bað furðulega við þetta allt er samt að Steve er enn sá sami og hann var þegar hann steig sin fyrstu spor á þessari braut aðeins fimmtán ára gam- all. Sami herramaðurinn með þessa einkennilegu rödd. Nýja platan hans sannar það aö hann er ekki dauður úr öllum æðum og að enn megi búast við hinu ótrúlega frá honum. stuttar erlendar — Rod Stewart situr þessa stundina yfir upptökum af hljómleikaferð hans um heiminn og er að setja saman „live” plötu. * — Live Wire munu senda frá sér sina þriðju plötu nú i mars. Platan mun bera heitið „Changes Made”. B.A. Robertson. sá erkibrallari, er um það bil að senda frá sér nýja. „Bully for you” mun hún koma til með að heita. * — Stray Cats, sem um þessar mundir eru að gera allt vitlaust i Bretlandi eru ný- búnir að senda frá sér sina fyrstu LP plötu, „Stray Cats”. * ------------------------------------------------------ Vandræði viröast vera i herbúðum „The who . n uusau u dögunum munaði minnstu að til handalögmála kæmi milli meðlima hljómsveitarinnar. Pete Townsend mun einnig i viðtali hafa minnst á það að timi væri til kominn að ákveða þann dag þegar hann ætlaði að hætta i sveitinni. Talsmaður hljómsveitarinnar neitar þessum fréttum og segir að hljómsveitin hafi aldrei farið dult með ágrein-1 ingsefni sin og að það sé einmitt ástæðan fyrir þvi að hún hafi haidið saman svo lengi. — Eric Clapton, gamli góði, er enn við sama heygarðshornið og er nýbúinn að gefa út nýja plötu, „Another Ticket”. * Frank Zappa er með nýja á leiðinni. * Dúett aldarinnar? Svo virðist sem Stevie Wonder og Barbra Streisand hafi tekið upp litla plötu saman. Nú munu standa yfir samningaviðræður milli Motown og CBS um það hver eigi að gefa plötuna út. Fylgist með þessum dálki. * Lou Redd hefur gert samning við plötuútgáfufyrirtækið R.C.A. En hann var áður hjá Arista, sem kveður hann með þvi að gefa út safnplötu með öll- um helstu lögum hans frá þvi er hann var i Velvet Underground og fram til sagsins i dag. * Sagt er aö hinir tveir nýju meðlimir hljómsveitarinnar „Yes”, Geoff Downes og Trevor Horn, rekist illa i sveitinni og þetta gekk svo langt i siðustu viku að sagt var aö þeir heföu yfirgefið hljómsveitina. En hvað gerðu þá hinir meðlimirn- ir? Jú, þeir eru, að sögn, að spila með fyrrvernadi „Led Zeppelin” mönnunum Jimmy Page og Robert Plant. En þetta eru nú einu sinni bara sögu- sagnir. Sértilboð sófasettiö er vandað íslenskt sófasett á ótrúlega lágu verdi, aðeins kr. 6.695.00 og nú gerum við enn betur og bjóðum sérstök afsláttarkjör, þ. e.: Staðgreiðsluverð aöeins kr. 5686.50 eða með greiðsluskilmálum kr. 6355.50 — útborgun aðeins kr. 1500.00 og eftirstöðvar á allt að 10 mánuðum. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 uHriuuuaffuuiii Sími 10600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.