Tíminn - 01.03.1981, Síða 18

Tíminn - 01.03.1981, Síða 18
26 Sunnudagur 1. mars 1981 Esra S. Pétursson SÁLARLÍFIÐ SARA FRÁ NOREGI Þú manst sennilega, lesandi góður, að Sara frá Noregi hóf fyrsta viðtal sitt við mig með runu af líkamlegum kvörtunum. Ég hafði ekki mikinn áhuga á þeim og ákvað að láta svokall- aða beinagigt hennar lönd og leið og einnig að fresta þvi að ræða nánar um hjarta óhljóðin. En ég viidi forvitnast um það sem hún sagði um mann sinn. Ég spurði hana hversu lengi hún hefði verið gfit. „Það verða fimm ár i sumar.” „Nafn mannsins þins...” „Hann er irskur,” svaraði hún áður en mér gafst tóm til að ljúka spurningunni. En þau höfðu kynnst i Oslo og höfðu siðan búið þar i tvö ár og nær tvö ár i viðbót i Helsinki á Finnlandi. Undanfarin tæp tvö ár höfðu þau svo búið i New York borg. Erfíð sambúð Ég spurði hana hvort þau ættu böm. Svarið var nei. Eftir stutta þögn kom hún svo með nokkrar upplýsingar. „Ef ég á að segja eins og er likar mér illa að vera gift. Samlifið við eiginmanninn er mjög erfitt.” Hún beið þess smástund að ég spyrði hana hvernig það væri erfitten þar eðég þagði hélt hún áfram: „Ég taldi höfuð ástæðu þess vera uppeldi hans á írlandi. Foreldrar hans eru svo rétt- trúuð og hann er feiminn og meira og minna náttúrulaus og það heldur áfram að versna.” Þegar hún hafði nú létt þessu af sér í einni bunu svaraði hún spurningu minni um hvað hann gerði. Hann vann sem aðstoðar- maður við rannsóknir á spitala i grenndinni. Hún gat ekki munað hvers konar rannsóknir hann stundaði. Mér var það dálitil ráðgáta hvers vegna hún gat ekki munað hvað hann var að rannsaka. Ég velti þvi fyrir mér hvort það væri tengt viðhorfi hennar til sköpunargetu hans i starfinu. Það fór svo siðar, er ég fékk meiri vitneskju um lundarfar hennar, aö ég ákvað að það væri samband þar á milli. Henni gekk betur að ræða eigin störf. Hún sagði mér að hún ynni sem innanhúss hönn- uður í mjög stórri verslun á mörgum hæðum. „Og mér likar vinnan,” sagði hún, án þess að bíða þess.aðég spyrði, „mér lik- ar hún mjög vel. Ég hefi bara unnið þar i eitt ár og mér likar betur og betur. Mér likar einnig vel við samstarfsfólk mitt.” Hún lagði svo mikla áherslu á hversu vel henni likaði starf sitt að mér fannst hún ósjálfrátt vera að halda á lofti sjálfstæði sinu án þess að gera sér grein fyrir þvi'. Mér virtist hún staðfesta þetta hugboð mitt er hún bætti þvi við að eftir að hún hafði byrjað i þessu starfi hafi hún ekki viljað vinna heimilis- störfin lengur. „Ég er ekki ennþá sátt við að koma heim og hirða húsið.” Var að sjá að óánægja hennar sem eiginkona hefði verið yfirfærð á hús- móðurstörfin. Svo fórum við aftur að ræða um eiginmann Söru. Hún sagði að honum hefði boðist „einhvers konar prófessors staða” i Kanada, og hefði hann i hyggju að fara þangað i haust. Takið eftir þvi hversu óskýr umsögn hennar varð aftur um starf manns síns. Hún virtist greini- lega ekki kæra sig um að vita nánari deiliá þvi. Ef til vill vildi hún ekki viðurkenna fyrir sjálfri sér það sem hún vissi um það. Égspurði: ,,0g þú ætlar með honum?” Hún hristi höfuðið neitandi en svarið var ekki eins ákveðið. „Ég vildi heldur vera kyrr hér.” Henni fannst ég lita spyrjandi á sig. „Jæja, ég hefi ekki kjark til að búa ein i New York. Samt likar Esra Pétursson mér svo vel starf mitt að mér væri þvert um geð að gefa það á bátinn. Mér finnst að ef ég fer ekki með honum muni ég fara aftur til Osló.” Hún fór svo að tala um skilnað eins og hún væri þegar búin að ræða hann. „Þar hefði ég sko fjölskyldu mina til að hjálpa mér, ekki fjárhagslega, heldur til að ná mér eftir skilnaðinn. 1 New York held ég að það yrði erfiðara fyrir mig.” „Attu marga vini hér?” spurði ég hana. „Já, við eigum vini hér aðal- lega i sambandi við starf mannsins mi'ns. Ég hitti eina aðra manneskju fyrir utan fólk- ið sem ég vinn með daglega. Hún er vinkona min, norsk stúlka.” Tólf ára: Karina og Marina, sem voru minni, þegar þær fæddust, eru enn öllu lægrien Agneta og Helena. Sœnskar fjórburasystur, sem nú Þær heita Karina, Marina, Agneta og Helena. Og eru fjórburar, eiga heima i Solna i Sviþjóð, orðnar tólf ára gamlar. Það var heimsfrétt, þegar þær fæddust haustið 1968 tveimur mánuðum fyrir timann. Enginn þorði þá að vona, aö þær lifðu allar. En eru orðnar tólf ára tveimur mánuðum siðar voru Margrét og Jan Samúelsson þær komnar heim til foreldra heita foreldrarnir. Þau höfðu sinna, friskar og fjörugar. ekki hugsað sér að eiga nema Fjórburarnir eins árs og tveggja mánaða, en hefðu eiginlega ekki Hér eru þær systur orðnar fjögurra ára og ósköp feimnar frammi Atta ár eru liðin, og þær áttað kallastnema eins árs. fyrir árans myndavélinni. Helena, Marina og Karína *

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.