Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 8. mars, 1981.
Kókaínvinnsla og kókaínsmygl í Suður-Ameríku:
Ógnun við Bandaríkin og
Vestur-Evrópu
Einn djúpra dala i f jallhéruöum Bóliviu, þar sem kókarunnarnir eru
ræktaöir.
Þeir aka rándýrum sportbil-
um i loftköstum um stiga og
troöninga, sem ekki nálgast þaö
aö geta heitiö vegur, — þeir
skilja nýjar flugvélar eftir á
leynilegum lendingarstööum —
þeir kaupa sig lausa úr fangelsi
meö þvi aö setja milljónir doll-
ara i tryggingu, ef þeir eru
handteknir — þeir múta opin-
berum starfsmönnum og em-
bættismönnum og kaupa sér lif-
vörð — þeir drepa keppinauta
sina hiklaust á götum úti, ef svo
ber undir.
Hverjir eru þetta?
Þaö eru þeir, sem smygla
kókablöðum og kókaini frá lönd-
U1
HUvriYNI/
Góð hugmynd getur fært þér mikið fé, gangi
þér vel í samkeppni Útvegsbankans um
hugmynd að nýrri sjónvarpsauglýsingu fyrir
sparibauka bankans.
öllum er heimil þátttaka.
Fyrstu verðlaun eru kr. 2.000.-
önnur verðlaun eru kr. 1.000.-
Þrlðju verðlaun eru kr. 500.-
Nánari upplýsingar í bæklingi sem liggur frammi í öllum
afgreiðslum bankans.
samkepP0'-
,nd I tyró
„mtröHa sRÍI^eppnln sTendU<'
um i Suður-Ameriku til landa,
þar sem eiturlyfjaneyzla hefur
náð að magnast. Gróðinn er svo
óskaplegur, aö ekki er horft i
neinn tilkostnað né neina á-
hættu.
Kókarunninn vex einugis i
Suður-Ameriku, og hann er
ræktaður með lagaleyfi, einkan-
lega i Perú og Bóliviu. bað sem
sótzt er eftir, er laufið, og nú er
svo komið, að kókalauf er orðið
mikilvægari útflutningsvara i
Bóliviu en kaffi.
Kókaræktunin nýtur mikillar
verndar. En enginn vill kannast
við það, sem unnið er úr laufinu,
kókainið. Þetta hættulega eitur-
lyf er unnið úr laufinu i verk-
smiðjunum viðs vegar i Suður-
Ameriku — i Santa Cruz i Bóli-
viu, Leticia og Medellin i Kól-
umbiu og Manus i Brasiliu. Úr
verksmiðjunum kostar kókainið
fjórtán dollara grammið, en
þrjátiu sinnum meira, þegar
það er komið til New York eða
annarra borga i Bandarikjun-
um.
Kókainneyzlan er orðin þjóð-
arplága i Bandarikjunum, og
hún grefur um sig i Evrópu. Hún
getur beinlinis kollvarpað þeim
þjóðfélögum, þar sem hún nær
til almennings. Þannig er mesta
hættan, sem nú steðjar að
Bandarikjamönnum, sú veila
þeirra sjálfra, er leiðir til þess,
hve auðveldlega þeir falla fyrir
eiturlyfjum, en ekki nein utan-
aðkomandi öfl, framandi hug-
myndakerfi eða neitt slikt.
Þrir aðilar koma við sögu
kókainsmyglsins. Það eru i
fyrsta lagi bændur i Bóliviu og
Perú, sem nú sjá i fyrsta skipti i
hillingum þann möguleika, að
þeir geti borið svipað úr býtum
fyrir vinnu sina og bændur i
Norður-Ameriku og Evrópu
hafa lengi fengið. i öðru lagi eru
smyglararnir, eða öllu heldur
þeir, sem stjórna smyglinu, er
geta rakað saman auð fjár.
Þriðji aðilinn er fórnarlambið —
lifsþreyttir unglingar á Vestur-
löndum, aldir,upp við allsnægt-
ir, en þrúgaðir i skugga kjarn-
orkusprengjunnar og hernaðar-
brölts stórveldanna til uppgjaf-
ar og lífsflótta undan tilgangs-
leysinu, sem þeim finnst blasa
við sér.
Hér er við ramman reip að
draga, þar sem annars vegar er
græðgin, en hins vegar viljalaus
uppgjafarlýbur, sem sér þá
undankomuleið eina að flýja inn
i eiturlyfjaveröldina.
Eiturlyfjasmyglararnir hafa
sums staðar keypt stjórnarvöld-
in með húð og hári. Svo er þvi
farið um hernaðarstjórn Garcia
Meza, sem hrifsaði völd i Bóli-
viu i júlimánuði i fyrra. Alþjóð-
legur smyglhringur hefur náð
tökum á henni, og undir vernd-
arvæng hennar ganga lestir bila
með kókalauf úr austurhliðum
Andesfjalla til bæjarins Santa
Cruz de la Sierra, þar sem kóka-
invinnslan fer fram.
Vegalögreglan sér um að
þessir flutningar séu ekki hindr-
aðir.
sumar þjóðir í