Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 20
28 Sunnudagur 8. mars, 1981. Að lána myndir á sýningar Ef maöur litur um öxl og hug- leiðir þann aragrúa málverka- sýningu sem haldnar hafa verið, og reynir að meta hverjar eru merkastar, þá verður ein gerðsýninga ofarlega i huga, en það eru yfirlitssýningar á verkum mikilsmetinna málara, þegar góðviljaðir menn hafa tekið ofan dýrmætar myndir heima hjá sér, til að leyfa almenningi að sjá þær, leyfa myndunum að hitta systur sinar í tvær þrjár vikur. Yfir slikum sýningum er sérstakur blær. Oft eiga málararnir sjálfir ekki sinar bestu myndir, né heldur listasöfn, eöa opinberar stofn- anir og þá er leitaö til einstakra manna, er sinna svona beiðnum oft eins og sjálfsögðum hlut, eða af þegnskap, við menningar- rikið. Á hinn bóginn eru sjálfstæðar sýningar á einkasöfnum fremur sjaldgæfar hér á landi. Peningamenn og aðrir, em listaverkum safna, hafa það ekki almennt til siðs, að efna til sýninga á eigum sinum. En þó er það lika til og má nefna sýningu er dr. Gunnlaugur Þórðarson hélt á myndum, er hann átti eftir nafna sinn Gunn- laug Scheving fyrir nokkrum árum, og vakti þá talsverða at- hygli, þótti listviðburður. Grethe Harne og Ragnar Ásgeirsson Það kann að vera, að ekki séu mörg stór einkasöfn til á Islandi, og það má vera skýr- ingin á þvi hversu fáar sýningar eru á einkasöfnum hér. En þeir sem best þekkja til, vita, að til munu þó nokkur stór og merk einkasöfn, sem aldrei hafa verið Frá sýningunni á Kjarvalsstöðum. Stóru myndirnar eru Rostungamynd eftir Guðmund frá Miodal og mynd af hrafnaþingi eftirsama. Nú er kátt í höllinni.... Einkasafn Grethe og Ragnars Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum og tókst honum á ýmsan hátt að greiða götu þeirra, svo sem bréf þeirra bera ljósan vott um. Eignuðust þau hjónin gott safn verka þeirra með timanum. Ahugamál átti Ragnar mörg, meðal annars safnaði hann þjöðlegum minjum og fræðum á ferðum sinum um landið. Hafa verið gefnar út þrjár bækur sagna sem hann safnaði og skrásetti. Ragnar var lika ágæt- ur hagyrðingur og urðu margar visur hans Tandfleygar." Þau hjón voru búsett i Hvera- gerði Jengst af. Alls eru 153 málverk á skrá, eða myndir. Elsta myndin á sýningunni er radering eftir Rembrandt, en þá mynd lagði Grethe Harne i búið, en mynd- ina fengu þau að gjöf frá for- eldrum hennar. En af islenskum myndum eru tvö málverk eftir Asgrim Jónsson elst, eða frá 1904 og 1905, en yngsta myndin á sýningunni, þeirra er ártal bera, er liklega frá árinu 1953. Fyrstu myndina keypti Ragnar i Kaupmannahöfn árið 1920, er það rauðkritarmyndin „Hesliviður", en „Rauðkritar- myndir Kjarvals" þykja frá- bærar. Eru alls um 20 slikar myndir á sýningunni. Kjarval.Scheving og Höskuldur Meginstofn þessarar sýningar eru verk Jóhannesar Kjarval, Gunnlaugs Scheving og Höskuldar Björnssonar, en auk þess eru myndir eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, Johannes Larsen (frægur danskur málari og grafiker, þekktur fyrir fugla- myndir, sem meðal annars var fenginn til að skreyta Ghristjánsborgarhöll með Grethe Harne Asgeirsson. Fædd 20/2 1895 —Dáin 12/1 1971 Ragnar Asgeirsson. Fæddur6/ll 1895 — Dáinn 1/1 1973 sýnd. Ef til vill dregur þó að þvi, vegna þess að nú tekur steininn úr, með sýningu á verkum, sem voru i eigu hjónanna Grethe Harne Ásgeirsson (f.Nielsen) (1895—1971) og Ragnars Asgeirssonar (1895—1973), og eru það afkomendur þeirra hjóna er nú eiga þessar myndir (flestar) og halda á þeim sýningu. Það hafði lengi verið vitað, að Ragnar Asgeirsson, garðyrkju- sérfræðingur og kona hans Grethe áttu geysiverðmætt og vandað málverkasafn. Ragnar var mikill menningarmaður i sinni tið og kona hans var einnig áhugasöm um listir. Ragnar Asgeirsson fæddist i Kóranesi á Mýrum hinn 6. nóvember árið 1895 og voru for- eldrar hans þau Jensina Björg Matthiasdóttir (1864-1928) og Ásgeir Eyþórsson, kaupmaður (1868—1942) þar og siðar i Reykjavik. Ragnar var þvi al- bróðir Asgeirs heitins Asgeirs- sonar, forseta Islands. Kóranes á Mýrum var versl- unarstaður rétt við þann stað sem franska raiinsóknaskipið PourquoiPas?rak á land i ofsa- veöri i septembermánuði áriö 1936. Þar fórst hinn heimsfrægi visindamaður dr. Charcot og með honum 37 menn, en einn komst af. Kóranes var viö svokallaðan Straum, sem er þröng en góð náttúruhöfn. 1 Kóranesi má enn sjá grundvöll verslunarhúsa As- geirs Eyþórssonar, en i Sturl- ungu segir að i Kóranesi hafi verið sáðlönd. Þau Ásgeirog kona hans flutt- ust til Reykjavikur með börn sin um aldamótin. 1 sýningarskrá Jónas Guðmundsson MYNDLIST segir m.a. þetta um æviferil Ragnars Asgeissonar: 13 ára i garðyrkju- nám i Danmörku „Arið 1909 sigldi Ragnar þá á fjórtánda ári, til garðyrkju- náms. Arið 1913 lauk hann f jög— urra ára verklegu garðyrkju- námi og fór þá til Vilvorde Havebrugshöjskole. Prófi þaðan lauk hann vorið 1915, og varð siðan kennari við þann skóla 1916—18. Veturinn 1915—16 var hann á Lýðháskól- aiiuin i Askov. Árin 1918—19 starfaði hann sem skrúðgarð- yrkjumeistari i Kaupmanna- höfn, og mun fyrstur Islendinga hafa aflað sér réttinda i þeirri grein. 1 febrúar 1920réðist hann til Búnaðarfélags Islands, þar sem hann starfaði allt til ársins 1971. Arið 1921 kvæntist Ragnar Grethe Harne Nielsen frá Arósum, hinni mikilhæfustu konu. Eignuðust þau fjögur börn. 1 Höfn komst Ragnar snemma i kynni við listasöfn, og vaknaði þá hjá honum sá listaáhugi, sem entist honum alla ævi. Árið 1915 kynntist hann Jóhannesi Kjar- Ein myndanna Fóstra Schevings við eldunarstörf. val, sem þá stundaði nám við listaháskólann i Kaupmanna- höfn og varð það upphaf langrar vináttu. Ritaði um listir og listsýningar Eftir heimkomuna ritaði Ragnar mikið um listir og list- sýningar og gerði mikið til að glæða almennan áhuga fyrir þeim. Hann átti um skeið sæti i Menntamálaráði, og beitti hann sér þá m.a. fyrir þvi að islenska rikið keypti hið kunna manna- myndasafn Kjarvals. Einnig ritaði Ragnar greinar um islenska list i hið kunna breska timarit Studio. Vegna afskipta sinna af þess- um málum kynntist Ragnar mörgum áægtum listamönnum, ma. Einari Jónssyni, Gunnlaugi Scheving og Höskuldi Björns- syni. Dvöldust sumir þeirra löngum á heimili þeirra njóna, fuglamyndum.) Þá er mynd eftir Grétu Björnsson á þessari sýningu og svo raderingin eftir Rembrandt sem áður var getið um. Þess er getið i sýningarskrá, að vinátta var milli þeirra hjóna og ýmissa listamannanna, og er sérstaklega getið þeirra Einars Jónssonar, Höskuldar Björns- sonar og Jóhannesar Kjarvals. Eru á sýningunni, auk myndanna, allmörg bréf er Kjarval ritaði Ragnari á ýms- um timum. Hafa sum þeirra verið vélrituð upp, mönnum til hægðarauka. Allmargar myndanna munu þau hjón hafa þegið að gjöf, en obbinn er keyptur. Af ártalinu má ráða, og einnig hefur undir- rituðum verið skýrt frá þvi, að safnið hafi orðið til mestan part á um það bil 30 árum, eða frá 1930—1960. A þeim árum voru verk þess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.