Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 8. mars, 1981 Cation Sértilboð Eigum nokkur MICROFILMU-LESTÆKI (Standard Fich-stærð) Og verðið Kr. 2.960 Heppileg fyrir varahlutaverslanir og alla aðra, sem nota þessa tækni u ShrifuÉlin tif o G Suöuriandsbraut 12. Simi 85277 — 85275 Gjöf Jóns Sigurðssonar VerðlaunanefndGjafar Jóns Sigurðssonar hefur til ráðstöfunar á árinu 1981 um 130 þús. kr. Samkvæmt reglum skal verja fénu til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildar- rita”. Heimilt er og að „verja fé til viður- kenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa visindarit i smiðum.” Öll skulu rit þessi „lúta að sögu íslands, bókmenntum þess, iögum, stjórn og framförum.” Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar til verðlaunanefndarinnar, sem senda íorsætisráðuneytinu, Stjórnar- ráðshúsi 01 Reykjavik, fyrir 1. mai 1981. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit i smiðum. Reykjavik i marsmánuði 1981. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig- urðssonar. Magnús Már Lárusson Óskar Halldórsson Þór Vilhjálmsson „Samvinnuferðir eru ekki í samkeppni við Flugleiðir” „Seljum fjölskylduferðir, ekki stakar flugferðir,, Segir Eysteinn Helgason forstjóri Samvinnuferða AB — Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að miklar deilur hafa risið upp um réttmæti leiguílugferða þeirra sem Samvinnuferðir—Landsýn bjóða viðskiptavinum sinum uppá á sumri komanda, til Dan- merkur og Möltu. Hafa gagn- rýnisraddirnar verið hvað háværastar frá Flugleiðum. Timinn hafði samband við Eystein Helgason forstjóra Samvinnuferða og spurði hann nokkurra spurninga i þessu sambandi. — Hvers vegna hafa Sam- vinnuferðir—Landsýn ákveðið að taka upp leiguflug með er- lendu flugfélagi i sumar? — Markmið Samvinnuferða er að bjóða viðskiptavinum sin- um upp á sem allra hagkvæm- ust kjör á orlofsferðum sinum. Mjög stór hluti ferðakostnaðar, nú á timum hækkandi oliuverðs, er einmitt flugkostnaöurinn. Það hefur jafnan veriö stefna fyrirtækisins að beina viðskipt- um sinum til innlendra aðila, en þegar verð þeirra er mun hærra, en verð það sem erlendir aðilar bjóða, er það skylda okkar að taka hagkvæmasta verðinu, sem i þessu tilviki reyndist vera frá Sterling. 1 sumar munum við fljúga reglubundnu leiguflugi til Toronto i Kanada. 1 þvi tilviki lá fyrir erlent tilboð, en islenskt leiguflugfélag, þ.e.a.s. Arnar- flug kom með tilboð sem var sambærilegt við það erlenda, og var þvi gerður samningur viö Arnarflug. Á þessu sést að við erum sjálf- um okkur samkvæmir i þeirri stefnu að beina viðskiptum okkar til innlendra aðila, þá er þeir reynast samkeppnisfærir. — Nú hefur Sterling ekki cnn fengiö flugleyfi til að fljúga hingað leiguflug. Hvað viltu segja um það? Eysteinn Helgason. — Við reyndum til siðustu stundar aö fá Flugléiöir til að mæta hinni erlendu samkeppni, og það var ekki fyrr en i siðustu viku þegar ljóst er að þeir myndu ekki mæta henni, aö stjórn Samvinnuferða—Land- sýnar samþykkti að taka tilboöi Sterling. Samningurinn var þvi fyrst frágenginn i siðustu viku. Flugleiðir hafa reynt að gera það tortryggilegt að ferðir þessar séu auglýstar, án þess að leyfi flugmálayfirvalda liggji fyrir, en á það má benda að slikar leiguflugferðir eru ekki einungis fyrirhugaðar með Is- lendinga til Danmerkur, heldur og með Dani til Islands. Þá má einnig minna á orð samgöngu- ráðherra, þar sem hann segir að gagnkvæmir loftferðarsamn- ingar séu á milli íslands og Norðurlandanna, og þvi sé hæpið að hægt sé að banna slikt flug. Ennfremur má benda á að is- lensk flugmálayfirvöld hafa enn ekki veitt leyfi fyrir sólarlanda- flugi ferðaskrifstofanna næsta sumar, — þ.e.a.s. fyrir þeim ferðum sem ferðaskrifstofurnar keppast við að auglýsa þessa dagana. — Hvað vilt þú segja um þá fullyrðingu Flugleiða að Stérl- ing sé með undirboði að kaúpa sig inn á islenskan rnarkað? — Það er fásinna aö ætla að erlent flugfélag, sem býður upp á sambærileg, og jafnvel betri kjör til annarra áfangastaða sinna, sé að kaupa sig inn á is- lenskan markað, sem er, og verður alltaf mjög takmark- aður. Ég álit' að Flugleiðum væri hollara, i stað þess aö halda á lofti slikum sleggjudómum að staldra við og ihuga hvers vegna þeir eru ekki sam- keppnishæfari heldur en þetta og mörg önnur dæmi sýna. — Hvað segir þú um þá stað- hæfingu Flugleiða að hcilsárs- flug félagsins geti verið i húfi, komi til þetta leiguflug? Ég álit að þessi fullyrðing sé röng, og að hún eigi ekki við rök að styðjast. Þær ferðir sem við bjóðum upp á, á sumri kom- anda, eruað verulegu leyti við- bót við þann markað sem Kaup- mannahöfn hefur veriö og verður alltaf. Við erum ekki að bjóða upp á stakar flugferðir, heldur bjóðum við upp á fjöl- skylduferðir til Danmerkur og Möltu, þar sem viö njótum ávaxtanna af samstarfi við ferðaskrifstofur i eigu almenn- íngssamtaka á Norðurlöndum. Ef hins vegar þetta heilsárs- flug Flugleiða til Kaupmanna- tiafnar er slikur baggi á félag- inu, og það vill vera láta, þá vit- am við um marga aðila, þ.á.m. islenska aðila, sem eru reiðu- Dúnir að halda uppi þessari þjónustu, á ekki siður sam- keppnisfæru verði en Flug- .eiðir gera i dag. Þakka hjartanlega auðsýndan vinarhug með gjöíum skeytum og heimsóknum að heimili sonar mins Þóris og Arnfriðar konu hans á 90 ára afmæli minu 28. febr. s.l. Guð blessi ykkur öll. Oddný A. Methúsalemsdóttir. v___________:___________________________________J Útför stjúpmóður okkar Ólafiu Valdimarsdóttur Alftamýri 36 fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. mars kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar liknarstofnanir. Sigriður Þúrdís Bergsdóttir Jón Bergsson Þórir Bergsson Móðir okkar, tengdamóðir og amma Birgitta Einarsdóttir Fffuhvammsvegi 45, Kópavogi andaðist 23. febrúar s.l. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorsteinn Jónatansson, Heiðrún Steingrfmsdóttir llalldór B. Jónatansson, Anna Stefánsdóttir Ragnar Jónatansson, únnur Þorleifsdóttir Gróa Jónatansdóttir, Kristmundur Ilalldórsson og barnabörn. Leikfélag Selfoss Stalín er ekki hér Undirtektir áhorfenda langvarandi og innilegar að lokinni frumsýningu A Selfossi hefur leiklistin staðið með miklum blóma sið- ustu áratugina. Þar hafa mörg viðamikil leikhúsverk verið á fjölunum og margir góðir leik- arar komið við sögu og gert garðinn frægan. Siðasta viðfangsefni Leikfé- lagsins er STALIN ER EKKI HÉR, eftir Véstein Lúðviksson. Hér er boðið uppá sýningu sem, i gamni og alvöru, sýnir leik- húsgestum eina af myndum hins mannlega samfélags, sem ef til vili blasir viðar við en margur hyggur, ef grannt er skoðað. Leikstjóri er Asdis Skúladótt- ir.Leikmynd geröi Hildigunnur Daviðsdóttir. Ljósameistari Gunnar Jónsson. Hlutverkin eru 6, öll viðamikil og krefjast mikils af leikendum. Sú fjölskylda sem hér er i sviðs- ljósinu er ærið sundurþykk til orða og athafna. Heimilisfaðir- inn Þórður, sem Arni Vaidi- marssonleikur er fastastæðan i öllu stressinu. Sáttasemjari sem styður flokkinn sinn af óbif- anlegri sannfæringu, les flokks- blaðið af sannfæringu og leitast við að samræma ólik sjónarmið — halda friði innan fjölskyld- unnar i lengstu lög. Árni er byrjandi á leiksviðinu og má segja um frammistöðu hans á frumsýningunni að hann hafi svo gott sem komist fullmótaður frá frumsýningarstressinu. Heiðdis Gunnarsdóttir, skilar hlutverki Munduráðskonu.þess- ari brosmildu hógværu konu, sem kann vel að meta kaffisop- ann og heimilsifriðinn af vand- virkni og sannfærinau. llulda, sem Katrin Inga Karlsdóttir leikur, er margræð veraldarvön kona, heima og heiman og hefur stóru hlutverki að gegna á „kærleiksheimil- inu”. Björk Mýrdal sem leikur Svandisi og Arni Pétursson, Kalli, eru bæði byrjendur á sviðinu. Þaufengu veröugt lófa- klapp og þakklæti hjá frumsýn- ingargestum. Árni gerði slikan ekta prakkara úr Kalla, að eftir er munað. Ketill Högnason, skilar hlut- verki Stjána af hressilegri vandvirkni. Hann hefur áður vakið athygli á sýningum L.S. og hrifið leikhúsgesti með leik sinum. Það þarf bjartsýni og kjark að taka til sýningar verk sem hér um ræðir. FrumSýningin i Sel- fossbiói þann 27. febrúar sl. sýndi það og sannaði aö sam- hugur og samstarf mega sin mikils ef forustan er til staðar. Helmingur leikendanna hefur ekki áður á leiksvið komið. Þrátt fyrir það hefur leikstjór- anum og hans fólki tekist að skapa mynd sem er eftirminni- leg, og skemmtileg tilbreyting i önn daganna. Leikfélag Selfoss á þakkir skilið fyrir þetta framtak. Stjas. AUKUM ÖRYGGI I VETRARAKSTRI NOTUM ÖKULJÓSIN ALLAN SÓLARHRINGINN nlxFERÐW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.