Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 27

Tíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 27
Sunnudagur 8. mars, 1981 35 flokksstarfið Stjórnarskrármálið Ráðstefna sambands ungra framsóknarmanna verður haldin að Hlégarði, Mosfellssveit dagana 7. og 8. mars n.k. Fundarstjórar verða: Davið Aðalsteinsson alþingismaður og Björn Lindal lögfræðinemi Dagskrá: Sunnudagur 8. mars kl. 10.00 Umræðuhópar starfa kl. 12.00 Hádegisverður kl. 13.00 Alitsgerð umræðuhópa kl. 14.00 Flutt álit umræðu hópa Almennar umræður. kl. 17.30 Ráðstefnuslit Reykvikingar - miðstjórnarmenn Árshátið framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldin i Hótel Heklu laugardaginn 4. april. Boðið verður upp á veislukost og stórkostleg skemmtiatriði. Þeim sem hyggjastvera með er bent á að tryggja sér miða sem allra fyrst þar sem takmarka verður fjölda gesta við 160. Þátttaka tilkynnist i sima 24480. í: Vinarferð Farið verður til Vinarborgar i beinu flugi 14. mai og til baka 28. mai Takmarkaður sætafjöldi. Nánari upplýsingar i sima 24480. Kópavogur Freyja gengst fyrir félagsmálakennslu 2 kvöld á næstunni. Þau veröa þriðjudagana 3. og 10. mars i Hamraborg 5 og hefjast kl.20.30 bæði kvöldin. Leiðbeinandi verður Gissur Pétursson formaður F.U.F. í Kópavogi. Upplýsingar hjá Unni i sima 42146. Stjórnin. Borgnesingar — nærsveitir 3ja kvölda félagsvist verður i Hótel Borgarnesi föstudagana 6. mars 20. marsog3. april, oghefst kl. 20.30. Verðlaun fyrir hvert kvöld, einnig heildarverðlaun. Aðgangseyrir kr. 20.00. Kaffi eða öl innifalið Allir. velkomnir Framsóknarfélag Borgarness Bingó að Hótel Heklu Rauðarárstig 18, sunnudaginn 8. mars n.k. kl. 15. Húsið opnað kl. 14. FUF i Reykjavik Árnesingar — Rangæingar Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónssonog Jón Helgason verða til viðtals að Laugarlandi, Holtum mánudaginn 9. mars n.k. kl. 21 og Þjórsárveri Villingarholtshreppi þriðjudaginn 10. mars n.k. kl. 21. Tvær nýjar bækur frá Universitetsforlaget Johan P. Olsen (ritstj.): Meninger og Makt Universitetsforlaget 1980. 182 bls. Höfundar þessarar bókar eru fimm kennarar og rannsóknar- menn i félagsvisindum við Björgvinjarháskóla. Viðfangs- efni þeirra I þessari bók er tviþætt: Hvernig myndar fólk sér skoðanir á málefnum? og, hvaða þýðingu hafa skoðanir fólks? Til þess að leita svara við þessum spurningum hafa höf- undar einkum lagt sig eftir þvi að kanna, hvernig reynt sé að hafa áhrif á skoðanamyndun, hvernig fjölmiðlum sé beitt, hvort skoðanir fólks ráðist af þjóðfélagsstöðu þess, hvort hávaðasöm andstaða við ákveðið málefni geti leitt til almennrar andstöðu, hverjir geti notað sér fjölmiðla til áhrifa á skoðanir annarra og siðan, hvort opinber umræða styrki skoðanir fólks eöa breyti þeim. Loks er rætt allýtarlega um upplýsingastreymi og þá ekki sist um þann þátt, sem kalla mætti öfugt upplýsinga- streymi, þ.e. hvort og þá hvern- ig stjórnmálamönnum og öör- um ráðamönnum samfélagsins berist vitneskja um viðbrögð fólks við athöfnum þeirra og þá um leið, hvort þeir breyti i sam- ræmi við þá vitneskju. Þetta er fróðleg bók um efni, sem er ofarlega á baugi i sam- félagsrannsóknum okkar tima. T. Colbjörnsen, O. Korsnes, O. Nordhaug: Fagbegvegelsen — Interesseorganisation og Adm- inistrator. Universitetsforlaget 1981. 195 bls. Samtök starfshópa ýmiskonar eru áberandi i samfélagi okkar tima og hafa tiðum mikil áhrif og völd. I þessari bók er að finna sex ritgeröir, þar sem fjallað er um þetta þjóðfélagsafl frá ýmsum hliðum, reynt að gera grein fyrir tilurð þess, vexti og áhrifum, jafnframt þvi sem skipulagning samtakanna er skýrð. Einnig er skýrt frá starf- semi þeirra, bæði innri starf- semi á vinnustööum og viöar sem og hvernig þau beita áhrif- um sinum útá við. Eins og gefur að skilja miðast rannsókn höfunda mest við norskar aðstæður, en er engu að siður athyglisverð fyrir islenska lesendur. Jón.Þ.ÞÓr. __Til vióskiptamanna_____ banka og sparisjóóa Verðtryggð spariinnlán til 6 mánaða Innstæða óhreyfð í 6 almanaksmánuði er að fullu verðtryggð í hlutfalli við breytingu lánskjaravísitölu og ber auk þess 1 % ársvexti. Verðbæturnar færast mánaðarlega á innlánin. Innstæða er sjálfkrafa laus til útborgunar einn almanaksmánuð á sex mánaða fresti, óski eigandi að ráðstafa henni. Vakin er sérstök athygli á því, að frá 1. apríl geta eigendur bundinna innlánsreikninga flutt innstæður sínar án uppsagnar inn á 6 mánaða verðtryggð inn- lán. Beiðnir um slíka flutninga mega nú berast í marsmánuði, vegna vísitölutryggingar í apríl. Eig- andi verður sjálfur að koma í stofnunina (eða maður með skriflegt umboð hans) til þess að sjá um flutn- inginn. Reglur um 3ja mánaða vaxtaaukainnlán eru þó óbreyttar og kalla á uppsögn sem fyrr. Binditími tveggja ára verðtryggðra reikninga er stofnaðir voru frá 1. júlí 1980 hefur verið styttur í sex mánuði og falla þeir sjálfkrafa undir sex mánaða verðtryggð spariinnlán. Félag Framsóknarkvenna i Reykjavík heldur fund að Hótel Heklu mánudaginn 9. mars n.k. kl. 20.30 i tilefni af Ari fatlaðra. Ræðumenn: Theódór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar. Landssambands fatlaðra, Sigriður Ingimarsdóttir. Styrktarfélagi vangefinna, Steinunn Finnbogadóttir for- stöðukona fyrir Dagvistunarheimili Sjálfsbjargar. Fundarstjóri: Sigrún Sturludóttir. Ritari: Guðrún Hjartar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Starfsfólk banka og sparisjóðaer reiðubúið með leið- sögn, og skriflegar upplýsingar liggja frammi. 6. mars 1981 Samvinnunefnd bankaog sparisjóöa-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.