Fréttablaðið - 25.09.2007, Side 1

Fréttablaðið - 25.09.2007, Side 1
Þriðjudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 35% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 42% 68% 6% D VV D V DD Dagana 29. september til 2. október mun Daninn Stanley Rosenberg halda námskeið hjá Félagi höfuðbeina- og spj ld Gunnar og bætir því við ðþeg f • Bútasaumsefni• Saumavélar• Námskeið Saumahelgar !!! Örfá sæti laus 12.—14. Október.Skráðu þig strax í síma894-7979. Kennsla,matur, gisting ogfrábær félagsskapur Höfum opnað í ReykjavíkKleppsmýrarvegi 8 ReykjavíkEyrarvegi 2a SelfossiSímar: 533-5880 /482-4241Einhverfir losaðir út úr innilokuðu ástandi Fyrir kaupalka, dekur- rófur og ævintýrafíkla E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 7 4 af sérmerk tum umbú ›um ferðalögÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 Draumur kaupalkansBorgarferðir má nýta til að gera góð kaup. BLS. 4 M YN D /S Ö LV I S TU RL U SO N Lag Jet Black Joe, Rain, nýtur mikilla vinsælda á mynd- bandasíðunni Youtube. Að minnsta kosti fjórir erlendir tónlistarmenn sjást á síðunni spreyta sig á laginu, þar af tveir frá Filippseyjum. „Ég hef ekki beint skýringu á þessu, nema að einhvern tímann vorum við með lagið á vinsælda- lista á Filippseyjum,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, sem samdi lagið ásamt söngvaranum Páli Rósinkrans. „Okkur var boðið að fara þangað út á sínum tíma og spila fyrir fólkið en við létum Þýskalandstúr ganga fyrir. Maður sér eftir því í dag því það hefði ábyggilega verið alveg meirihátt- ar.“ Miklar vinsælir á Filippseyjum Októbermán- uður er að venju tileinkaður konum með brjóstakrabbamein og 22. október er alþjóðlegur dagur brjóstakrabbameins. Af því tilefni hafa nokkrir krabbameinslæknar tekið sig saman og skrifað ellefu greinar um brjóstakrabbamein sem birtar verða á heilsusíðum Allt-blaðsins á þriðjudögum og fimmtudögum allan október. Í dag skrifar Helgi Hafsteinn Helgason, lyf- og krabbameinslæknir, inngang að greinaröðinni og fer stuttlega yfir tilgang dagsins og sögu. Greinaröð um brjóstakrabba „Við höfum fengið mikil viðbrögð. Síminn stoppaði ekki kvöldið sem auglýsingin birtist og við erum að fara núna í vikunni að skoða garða og undirbúa þá fyrir skreytingar,“ segir Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar. Fyrirtækið birti auglýsingu á sunnudagskvöldið þar sem auglýst er þjónusta við að hengja upp jólaljós í görðum. „Við byrjum í þessari viku og verðum á fullu fram að jólum.“ Brynjar segir Garðlist þó ekki sjá um þá garða þar sem upplýstum Maríu meyjum og Rúdolfum er komið fyrir á húsþökum. „Ég held að fólk sem fer alla leið í skreytingunum geri þetta frekar sjálft. Við höfum boðið upp á einfaldari og stíl- hreinni skreytingar.“ Mikil viðbrögð við auglýsingu Dæmi eru um að viðskipta- vinir yfirgefi verslanir þegar í ljós kemur að afgreiðslufólk er af erlendu bergi brotið og talar ófull- komna eða enga íslensku. „Ég hef orðið fyrir dónaskap frá viðskiptavinum fyrir að tala ekki íslensku hér í bakaríinu,“ segir Martina Barandum, háskólanemi frá Austurríki og starfsmaður í bakaríinu Sandholti. „Tvisvar hefur það komið fyrir að fólk hefur gengið út þegar það kemst að því að ég tala ekki íslensku. Mér leið mjög illa yfir því og fannst það niðurlægjandi,“ segir Martina. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segir menn verða að horfast í augu við að það sé eitt prósent atvinnuleysi á Íslandi og því sé mikil umfram- eftirspurn eftir starfsfólki. „Hver og einn getur hjálpað til með því að sýna vinsamlegt viðmót og aðstoða frekar viðkomandi við að læra eitt eða tvö orð,“ segir Einar. Hann kannast við að erlendu afgreiðslufólki finnist óþægilegt að fá harkalegt viðmót hjá við- skiptavinum. Elías Magnússon, forstöðumað- ur kjarasviðs hjá Verslunarfélagi Reykjavíkur, segir félaginu ekki hafa borist neinar kvartanir sem tengjast dónaskap í garð erlends afgreiðslufólks, þótt hann geti ímyndað sér að slíkt viðgangist. Félagið hafi ekki tölur yfir það hversu margir útlendingar starfa við afgreiðslustörf á Íslandi. Neita að láta erlent fólk afgreiða sig Dæmi eru um að viðskiptavinir yfirgefi verslanir komi í ljós að erlent afgreiðslu- fólk talar ekki íslensku. Niðurlægjandi, segir afgreiðslustúlka frá Austurríki. Bjórverksmiðja mun hefja framleiðslu í Stykkishólmi á næsta ári, gangi áætlanir for- svarsmanna fyrirtækisins eftir. Þeir hafa stofnað fyrirtækið Mjöð- ur ehf. um framleiðsluna, og hefur fyrirtækið þegar tryggt sér lóð í bænum. Fimm til sjö starfsmenn munu að líkindum starfa við verk- smiðjuna. „Sérstaða bjórsins okkar verð- ur góður bjór úr góðu vatni,“ segir Gissur Tryggvason, einn forsvars- manna bjórverksmiðjunnar. Nán- ari lýsingar á bjórnum fást ekki upp gefnar af samkeppnisástæð- um, né heldur nafn bjórtegundar- innar. Mikið á eftir að gera áður en fyrsti sopinn verður drukkinn, þótt búið sé að ganga frá kaupum á vatni. Byggja á nýtt hús fyrir verksmiðjuna, og eftir er að semja um kaup á tækjum. Bruggmeist- arann vantar einnig, og segist Gissur reikna með að útlendingur verði ráðinn. Fyrst um sinn reiknar Gissur með að bruggaðir verði um 200 þúsund lítrar á ári, sem jafngildir um 600 þúsund bjórflöskum, tveimur á hvern landsmann. Framleiðslan verður til að byrja með eingöngu seld hér á landi. Gissur segir aðdragandann að stofnun bjórverksmiðju hafa verið nokkuð langan, en undirbún- ingur hafi ekki hafist af alvöru fyrr en í júlí síðastliðnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.