Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 42
Langri toppsetu FH-inga er lokið Helgi Sigurðsson er besti leikmaður 17. umferðar Lands- bankadeildar karla að mati Frétta- blaðsins en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-0 sigri Vals- manna á FH í Kaplakrika. Valsmenn eru því í lykilstöðu í lokaumferðinni og geta tryggt sér titilinn í fyrsta sinn í tuttugu ár með sigri á HK. „Við vorum staðráðnir í því að njóta þess að spila þennan leik. Þetta voru forréttindi fyrir okkur því flestir vilja vera í þeirri stöðu að spila úrslitaleik um sigur í deildinni. Við ætluðum að njóta hverrar einustu sekúndu í leikn- um, hafa gaman af þessu og berj- ast hver fyrir annan. Pressan var á FH og þeir höfðu einhverju að tapa en ekki við. Það var miklu meiri pressa á FH-ingunum og okkur tókst síðan að setja mikla pressu á þá í upphafi leiks,“ segir Helgi um leikinn frábæra gegn FH. Hann var mjög sáttur með sinn leik. „Ég fann það strax í byrjun leiks að þetta myndi verða góður leikur hjá bæði mér og liðinu. Þegar liðið spilar vel þá er auð- veldara að vera virkur þátttakandi í leiknum. Ég var mjög ánægður með bæði frammistöðu liðsins sem og mína eigin,“ sagði Helgi. Helgi fagnaði marki sínu á 84. mínútu af mikilli innlifun. „Það var mjög mikilvægt að fá þetta annað mark því annars hefð- um við getað legið undir svaka- legri pressu síðustu tíu mínúturn- ar. Ég vissi að þetta væri komið þegar ég skoraði þannig að þá fagnaði ég meira en vanalega,“ sagði Helgi. Valsliðið hefur unnið báða inn- byrðisleikina við FH í deildinni með markatölunni 6-1 og Helgi hefur skorað í þeim báðum. „Það er frábært afrek að hafa unnið FH-inga tvisvar því þeir eru með frábært lið. Það hafa verið til- tölulega öruggir sigrar hjá okkur á móti FH í deildinni en það er samt bara eins stigs munur á lið- unum og allt getur gerst ennþá. Við erum mjög sáttir það sem af er móti en vitum að það bíður okkar erfiður leikur,“ segir Helgi. Helgi hefur nú eins marks for- skot á Framarann Jónas Grana Garðarsson fyrir lokaumferðina. „Jónas Grani er búinn að standa sig vel og er búinn að setja pressu á mig. Ég vissi alveg að þetta mark gegn FH myndi hjálpa til en það er einn leikur eftir og báðir geta enn skorað fleiri mörk. Íslandsmeist- aratitilinn kemur fyrst og er langmikilvægastur. Ef gullskór- inn kemur líka þá er það bara frá- bært. Ég kom í Val til þess að verða Íslandsmeistari en ekki til að verða markakóngur,“ segir Helgi Sigurðsson sem á silfurskó frá 1992 og bronsskó frá 1993. „Við höfum þetta í okkur hönd- um en vitum jafnframt að það hefur oft brennt marga að vera í þessari stöðu og klúðra þessu síðan í síðustu umferð af því að menn voru of öryggir með sig. Við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir þessu ef við ætlum að vera Íslandsmeistarar enda er ekkert gaman að þessu nema maður þurfi að hafa fyrir þessu,“ sagði Helgi að lokum. Helgi Sigurðsson átti frábæran leik þegar Valsmenn unnu 2-0 sigur á Íslandsmeisturunum og tóku topp- sætið af FH-ingum. Helgi skoraði eitt mark og er markahæsti maður deildarinnar fyrir lokaumferðina. Íslandsmeistarinn í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen, vann öruggan 3-1 sigur á pólska landsliðsmanninum Lucjan Blaszczvk þegar sænsku meistararnir í Eslövs unnu þýska stórliðið Zugbrucke Grenzau 3-0 í meistaradeildinni í borðtennis. Lucjan er í 28. sæti á heimslist- anum þannig að árangur Guð- mundar er eftirtektarverður. Þetta var annar leikur Eslövs í riðlinum en liðið tapaði 2-3 fyrir Cajagranada frá Spáni í fyrstu umferð keppninnar. Guðmundur með stórleik Þegar ljóst varð að Valur getur tryggt sér Íslandsmeistara- titilinn á heimavelli í lokaumferð Landsbankadeildar karla fóru Valsmenn strax að athuga með að spila leikinn við HK á nýja Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. „Við erum að skoða þessi mál en mér sýnist allt benda til þess að við klárum mótið á Laugar- dalsvellinum,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Vals, í gær. „Það er margþætt ástæða fyrir því að við getum ekki spilað á Hlíðarenda. Grasið er ekki alveg klárt sem og aðstaðan fyrir áhorfendur. Þá er ekki búið að klára umhverfið í kringum völlinn,“ segir Ótthar sem játar því þó að það sé freistandi að spila leikinn á Valssvæðinu. „Það hefði verið virkilega gaman að spila þennan leik á Hlíðarenda og ef það er einhver möguleiki þá reynum við það,“ bætir Ótthar við. Matsmaður mun kíkja á grasið og endanleg ákvörðun um hvar leikurinn verður spilaður verður síðan tekin í dag. Klára mótið lík- lega í Dalnum Hörður Axel Vilhjálms- son hefur ákveðið að spila með Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir að í ljós kom að hann fékk ekki samning hjá ítalska liðinu Benetton Treviso. Hörður Axel er 19 ára gamall leikstjórnandi sem er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi. Hörður var með 15,2 stig og 5,7 stoðsend- ingar að meðaltali með Fjölni á síðasta tímabili og hefur hækkað sig í bæði stigum og stoðsending- um fyrstu þrjú tímabilin sín í úrvalsdeildinni Hörður Axel var í A-landsliðinu sem tryggði sér gull á Smáþjóða- leikunum í vor og það er því ljóst að hann verður mikill styrkur fyrir Njarðvíkurliðið. Hörður Axel til Njarðvíkur Svo gæti farið að Guð- jón Valur Sigurðsson leiki ekki með íslenska handboltalandslið- inu á EM. Guðjón fór út axlarlið í leik með Gummersbach um helg- ina og þurfti að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna í morg- un. Slík axlarmeiðsli eru erfið við- ureignar og oftar en ekki eru leik- menn frá keppni í sex mánuði í kjölfar slíkra meiðsla. Það er því ljóst að Guðjón Valur leikur ekk- ert með Gummersbach fyrir EM en hann er sjálfur vongóður um að verða góður í tæka tíð fyrir EM sem hefst eftir tæpa fjóra mán- uði. “Ég má ekkert hreyfa mig næstu fjórar til sex vikurnar. Ég get síðan farið að byggja mig upp eftir tvo mánuði. Kostirnir eru náttúru- lega þeir að ég verð í fínu líkam- legu formi þegar kemur að EM og verð að kasta á fullu enda fór ég úr axlarlið á vinstri hendi. Þetta er síðan síðan spurning um hversu vel öxlin grær og vonandi grær hún vel svo ég geti tekið þátt,” sagði Guðjón Valur sem hefur verið einstaklega heppinn með meiðsli í gegnum tíðina og aðeins misst af tveimur leikjum á sjö ára ferli í Þýskalandi. “Auðvitað mun eitthvað vanta upp á leikformið ef ég verð líkam- lega fær til að spila á EM en maður vonast til að reynslan muni skila manni eitthvað enda búinn að leika á einum níu stórmótum,” sagði Guðjón Valur ótrúlega jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Guðjón Valur gæti misst af EM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.