Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 10
Það skiptir máli að spara á réttum stað
Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is
*Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. ágúst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is.
Bahamas eða
Peningamarkaðssjóður SPRON hefur gefið langhæstu ávöxtun allra
peningamarkaðssjóða á Íslandi síðustu 12 mánuði eða 15,4%*
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630
Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16
Útivistar-
fatnaður
25–7
0%
AFS
LÁT
TUR
H
im
in
n
o
g
h
af
/S
ÍA
25–70% afsláttur af útivistarfatnaði. Nú er lag að gera
kjarakaup og dúða sig vel fyrir veturinn.
Fjöldi manna hefur
verið handtekinn í herferð pakist-
önsku lögreglunnar undanfarna
daga sem yfirvöld segja til þess
að tryggja reglu í aðdraganda for-
setakosninga sem fara fram 6.
október næstkomandi.
Bann var í gær lagt við að fleiri
en fimm söfnuðust saman í höfuð-
borginni Islamabad. Lögregla lok-
aði götum í kringum hæstarétt
Pakistans sem hafnaði í gær
þremur frambjóðendum sem
hugðust keppa við núverandi for-
seta, Pervez Musharraf, um emb-
ættið.
Bandaríska sendiráðið í Pakist-
an lýsti miklum áhyggjum yfir
herferðinni og hvatti til þess að
nokkrum stjórnarandstöðuleið-
togum sem handteknir hafa verið
síðustu daga yrði sleppt tafar-
laust. Þessi gagnrýni þykir
óvenjulega hörð en Bandaríkin
hafa verið einn helsti stuðnings-
aðili Musharrafs sem er lykil-
bandamaður þeirra í stríðinu gegn
hryðjuverkum.
Hæstiréttur Pakistans hefur
enn ekki gefið út hvort hann taki
fyrir beiðnir sem honum hafa bor-
ist um að úrskurða um hvort staða
Musharrafs sem forseta og yfir-
manns hersins geri hann óhæfan
til að sækjast eftir öðru kjörtíma-
bili sem forseti. Musharraf hefur
boðist til að segja af sér sem yfir-
maður hersins vinni hann kosn-
ingarnar.
Maður á fertugsaldri, sem var fangi á
Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum á laugardags-
morgun. Fangaverðir komu að honum þar sem hann lá
í rúmi sínu en dánarorsök er óljós. Ekkert bendir til
þess að hann hafi svipt sig lífi, að sögn Þórarins
Viðars Hjaltasonar sálfræðings hjá Fangelsismála-
stofnun.
Maðurinn lét sig nýverið hverfa af áfangaheimili
Verndar við Laugateig en var kominn aftur í vist
innan fárra daga. Hann átti eftir að afplána innan við
sex mánuði af dómi fyrir manndráp af ásettu ráði.
Hann var dæmdur árið 1998 í sextán ára fangelsi fyrir
að drepa mann í Heiðmörk á hrottalegan hátt ásamt
tvíburabróður sínum, en hann fékk tólf ára fangelsi.
Hann var að ljúka við afplánun þar sem hann hafði
hagað sér vel í fangelsi og sýnt betrunarmerki.
Afstaða, félag fanga, sendi í gær frá sér tilkynn-
ingu þar sem atburðurinn er harmaður og
mannsins sagt sárt saknað, endi hafi hann verið
vel liðinn og átt marga félaga innan veggja
fangelsins. Þá segir einnig að atburðurinn sé
mikið áfall fyrir alla í fangelsinu þar sem
stutt sé síðan ungur maður lést innan
fangelsins.
Að sögn Þórarins Viðars hafði
maðurinn sýnt mikil betrunarmerki
á þeim tíma sem hann sat í fangelsi og
náð góðu sambandi við aðra fanga og fangaverði.
Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri sagði atburðinn
hörmulegan og að allir, jafnt fangar sem starfsmenn
Fangelsismálastofnunar, væru harmi slegnir yfir
honum. Hugur allra væri hjá fjölskyldu mannsins
sem nú væri fallinn frá.
Maður fannst látinn
í fangaklefa sínum
Maður á fertugsaldri fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla-Hrauni á laugar-
dagsmorgun. Dánarorsök mannsins er óljós en ekkert bendir til þess að hann
hafi tekið sitt eigið líf, að sögn Þórarins Viðars Hjaltasonar sálfræðings.