Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 34
Þegar ég var yngri fannst mér allir yfir tvítugt ótta- legir gamlingjar og skipti ekki máli þótt fólk stæði fast að þrítugu eða sjö- tugu. Ég sárkveið því tvítugsaf- mælinu mínu og sá ekki fram á annað en frekar leiðinlega og til- breytingarlausa ævi, sem ein- kenndist af eintómu fullorðinsdóti. Upp úr tvítugu ákvað ég því að halda út á brautina sem beið mín og kvaddi æskuna með tregablöndn- um hætti; flutti að heiman, innrit- aði mig í fullorðinsnám við Háskóla Íslands og seldi hryllingsmynda- safnið í Kolaportinu, sem mér þótti stórt skref í rétta átt. Í stuttu máli sagt hagaði ég lífi mínu í einu og öllu eins og fullorðnu fólki sæmir, eða réttara sagt eins og ég taldi að það ætti að gera. Fyrir vikið upp- skar litli karlinn ég, í mínum síð- frakka og gljáfægðu lakkskóm, sjálfsagt eitt leiðinlegasta ár í lífi mínu. Svo varð það dag einn að ég rakst á gamlan skólafélaga og við tókum upp tal. Ég sagði honum frá mínum fullorðinslegu áformum í lífinu og gerði mitt besta til að leyna beiskj- unni. Hlustaði síðan á félagann segja frá æsispennandi námi sem hann hafði skráð sig í og féll engan veginn að þeirri hugmynd sem ég hafði um fullorðinsárin. Ég fór af þessum fundi hneyksl- aður og upprifinn. Fullorðnir áttu ekki að læra um vampírur og var- úlfa. Eða var það? Ég fór í tíma til að fá botn í málið og var engan veg- inn viðbúinn því sem beið mín. Þarna var fullt út úr dyrum af full- orðnu fólki. Það sem meira var: Fólkið virtist skemmta sér. Eftir tímann gerði ég mér lítið fyrir og skipti um fag. Pakkaði frakkanum pent saman og keypti aftur allar myndirnar sem ég hafði selt. Þær voru jú hluti af námsefn- inu. Þarna varð mér ljóst að hægt er að vera fullorðinn án þess að gera út af við barnið í sjálfum sér. Að hægt er að axla ábyrgð í lífinu en njóta þess um leið og skammast sín ekki fyrir það sem veitir manni gleði. Eins barnalegt og það kann að virðast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.