Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 22
 25. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 Hópur ástríðufullra veiðigarpa fór í ævintýraleit með veiði- stangir sínar til Grænlands. Upplifun þeirra var sterk, veiðin góð og alla dreymir um grænlenska endurfundi á ný. „Oft leitum við Íslendingar langt yfir skammt. Flestir hafa ferðast um víða veröld og séð Austurlönd nær og fjær, Bandaríkin og marg- ir keyrt um Evrópu þvera og endi- langa. Hins vegar virðast nágrann- ar okkar í vestri oft verða útundan og samgöngur þangað geta verið erfiðar en staðurinn þótti okkur spennandi, framandi þrátt fyrir nálægð,“ segja vinirnir Jón Björn Skúlason, Kristinn Hjálmars- son og Sölvi Sturluson sem lentu verulega harkalega í snarvitlausu veðri á flugvellinum í Narsarsuaq 10. ágúst síðastliðinn, en flugvell- inum var lokað í tvo daga eftir að þeir gengu frá borði. „Aftakaveður fylgdi okkur fyrstu tvo dagana. Menn komust samt til veiða en aflinn var frek- ar rýr fyrsta daginn vegna veðurs og erfitt að koma flugunni út í rok- inu. Og til að komast á veiðistað- inn þurfti úrræðagóða veiðimenn til að finna leið yfir jökulá,“ segja strákarnir sem fengu starfsmann flugvallarins til að skutla þrettán íslenskum veiðimönnum yfir Nar- sarsuaq-ána á stórri hjólaskóflu. Gaf hvítfyssandi jökuláin svo á Íslendingana þar sem þeir hengu utan á stórri vinnuvélinni að nef þeirra flöttust út og andlitsdrætt- ir aflöguðust undan rokinu. „Á þriðja degi rættist loks úr veðrinu og dagarnir liðu hratt í flakki milli fjarða og dala þar sem jökulár og ferskvatnsár skiptust á um að taka á móti hópnum. Veiði var mikil í nálega tuttugu stiga hita og að takast á við nýgengna þriggja til sjö punda sjóbleikju er stórkostlegt ævintýri,“ segja þeir Jón Björn, Kristinn og Sölvi sem höfðust við á hótelinu í Narsarsu- aq, í mjög fínni aðstöðu. „Þar var allt sem þurfti til að taka á móti veiðiþyrstum Ís- lendingum. Svo fórum við út að borða í Bröttuhlíð þar sem borin var á borð snæhérasúpa, hrein- dýrakjöt, reykt bleikja og fleira. Þarna sátum við og kneyfuðum öl og nutum matar á slóðum Ei- ríks rauða, með ísjaka við glugg- ann. Öll upplifun var mjög sterk; að sigla á milli borgarísjaka á leið í eyðifirði þar sem ekkert er nema áin og bráðin í henni,“ segja þess- ir fræknu veiðimenn sem veiddu hundruð fiska í mikilli veðurblíðu þegar leið á ferðina og moskító- flugur voru í rólegri kantinum. „Fjöldi fiskanna er ótrúleg- ur. Ef maður kom flugunni nógu langt út var magnið af fiskin- um það mikið að ekki var spurn- ing hvort fiskurinn kæmi heldur hvort hann kæmi inn með haus- inn á undan eða sporðinn; þvílíkar torfur voru sums staðar. Það mátti sjá fluguna lenda við bleikjutorfu og engin vildi taka og því rann flugan yfir fjöldann og straukst við fiskinn undan straumnum,“ segja þremenningarnir sem gerðu að afla sínum á siglingunni milli fjarða og veitingastaða; flökuðu, beinhreinsuðu, skáru bleikjuna í munnbita og renndu niður með sojasósu og hvítvíni. „Grænland er merkilegt land fyrir margar sakir, jöklar og borgarísjakar hvert sem litið er, vegasamgöngur afar takmarkað- ar og lífsstíll talsvert annar en sá sem við þekkjum hér heima. Allt er þetta heillandi umhverfi sem hefur mikið aðdráttarafl og ljóst að allir sem þarna voru stefna ótrauðir á að fara aftur,“ segja Jón Björn, Kristinn og Sölvi, sem sigldu og gengu á milli veiði- staða. „Ferðir á slíkar slóðir eru ekki fyrir þá sem vilja lúxus eða dek- urferðir. En vilji menn kynn- ast nýjum heimi, vinalegu og ró- legu landi, er ekki annað hægt en að mæla með ferð til Grænlands. Allir sem hafa minnsta áhuga á útivist munu njóta sín í hrikalegu landslagi án truflunar frá hefð- bundnu amstri nútímans. Ferðin til Grænlands opnaði huga okkar gagnvart ferðalögum sem bjóða upp á óvænt viðfangsefni og að- búnað sem er jafn frábær og hann er fábrotinn.“ thordis@frettabladid.is Fábrotið og frábært Hér er undirbúin veisla um borð á siglingu milli fjarða og boðið upp á smátt skorna bleikju í sojasósu. MYNDIRNAR Á SÍÐUNNI TÓKU SÖLVI STURLUSON OG KRISTINN HJÁLMARSSON Fyrsta þing Grænlendinga var í Bröttuhlíð, þar sem nú sjá má rústir bæjar Eiríks rauða Þorvaldssonar, hins mikla landkönnuðar. Sonur Eiríks, Leifur heppni, fann Ameríku. Kristinn Hjálmarsson þreyttur en sæll eftir langa göngu á milli veiðistaða. Sölvi Sturluson í aðgerð eftir langan og góðan veiðidag. Jón Björn Skúlason sem skipulagði ævintýraferð þrettán veiðimanna til Grænlands. Ævintýraferðir – fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir fréttablaðið ferðalög Fyrirtækið Fjallamenn ehf/Mount- aineers of Iceland er langstærst á sviði jökla- og snjóævintýraferða á suðvesturhorninu. Árið um kring er boðið upp á vélsleðaferð- ir á Langjökul og farið upp á gríð- arstóra ísbreiðuna á sérútbúnum risatrukkum. Vinsælt er að njóta gnægtar- borðs kræsinga að lokinni sleða- ferð á jöklinum og nú er hægt að skála í kampavíni yfir borðum í glerhúsi meðan stjörnur blika á næturhimni og brakar í jökul- sprungum fyrir utan. Sérstak- ur átta hjóla opinn trukkur gefur hreyfihömluðum og eldri borgur- um tækifæri til að komast í jökla- torfærur líkt og um vélsleða væri að ræða, og einnig er hægt að fara í þyrlu sem eltir trukkana á jöklin- um, ásamt því að skoða hrikaleika íslenskrar náttúru eins og fuglinn fljúgandi sér hana. Snjóleikir eru ómissandi í þess- um óbyggðum og ómótstæðilegt að taka hring í ísgolfi eða renna sér á slöngum í hvítri jöklaveröld- inni. Sjá nánar um ævintýraferð- ir um Ísland á mountaineers.is og activity.is. Ísgolf undir stjörnunum Sérbreyttur Ford Econoliner með 44 tommu dekk og tekur 14 manns í sæti. MYND/GUNNAR GUÐJÓNSSON Ísland er land ævintýranna og Jökulfirðir Vestfjarða sveipað- ir fágætum töfrum og leyndar- dómum. Borea Adventures býður ævintýra- og sælkeralíf í einu far- þegaskútu landsins. Hún heitir Áróra, 60 feta skút- an sem þeir Sigurður Jónsson skipaarkitekt og Rúnar Óli Karls- son landfræðingur keyptu af breskum kappsiglara sem sigldi á henni fjórum sinnum í kring- um hnöttinn, en þeir Sigurður og Rúnar hafa innréttað Áróru upp á nýtt svo notalega fari um sjófara þeirra. „Nú eru dagarnir farnir að stytt- ast svo Áróra fer í vetrarhvíld, en frá mars til september bjóðum við upp á skíðaferðir, kajaksiglingar, náttúruskoðunarferðir og siglingu til Grænlands,“ segir Rúnar um ferðamöguleika Borea Advent- ures sem býður afbragðs aðbúnað um borð, og allt innifalið. „Áróra tekur tíu farþega sem við siglum með í Jökulfirði í fimm nótta ferðum. Þá gengur fólk á fjöll yfir daginn en rennir sér á skíðum niður í nýjan fjörð þegar kvöldar, þar sem skútan og nýtt útsýni bíður þeirra hvern dag. Sama er upp á teningnum í sjó- kajakferðum, þegar skútan sigl- ir á eftir kajökunum milli fjarða. Við förum einnig í náttúruskoðun- arferðir með líffræðingi og kíkj- um á refi, seli og fugla í tveimur stærstu af fuglabjörgum Evrópu, Hornbjargi og Hælavíkurbjargi,“ segir Rúnar, en ferðalangar gista um borð í Áróru og njóta þar úr- vals kosts. „Ferðirnar eru fyrir þá sem hafa áhuga á útivist og náttúru. Við leggjum mikið upp úr góðum aðbúnaði og erum alltaf með gítar um borð. Ef veðrið verður leiðin- legt er því alltaf hægt að galdra fram góða rétti, veiða í matinn, tína krækling eða búa til ýmis ævintýri á annan hátt.“ Sjá nánar á www.boreaadvent- ures.com. Á skútu um Jökulfirði Sætsúpusigling skútunnar Áróru í Ísafjarðardjúpi. MYND/RÚNAR ÓLI KARLSSON silico l ER MAGINN VANDAMÁL? Silicol hjálpar! Fæst í öllum apótekum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.