Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Það er fiskurinn frá Fylgifisk-
um. Þótt ég myndi vilja soðna
ýsu í hvert mál þá leysir þetta
fiskvandann á heimilinu því
þarna er fjölbreyttur matur sem
hentar fjölskyldunni vel.“
Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju
og fallbyssuskot er á meðal þess
sem hljómar á fyrstu sólóplötu
Bobs Justman, Happiness and
Woe. „Þetta er hugmynd sem ég
fékk fyrir þremur til fjórum
árum,“ segir Kristinn Gunnar
Blöndal, maðurinn á bak við Just-
man, um notkun klukknanna.
„Þær eru notaðar í laginu I Am in
Love sem er bæði fallegt og hálf-
sorglegt. Eitthvert kvöldið hugs-
aði ég að það væri skemmtilegt að
hafa kirkjuklukkur í laginu eftir
að ég heyrði þær spila niðri í
bæ.“
Eftir að hafa fengið leyfi frá
Hallgrímskirkju fór Kristinn upp
í turninn, tengdi „synthesizerinn“
sinn við midi-tæki sem stjórnar
klukkunum og lét síðan vaða. „Það
er magnað að það sé hægt að spila
á klukkurnar svona. Þetta tók svo-
lítinn tíma því það var svo mikið
af túristum þarna og það þurfti að
stoppa alla traffík upp,“ segir
hann og viðurkennir að hávaðinn
hafi verið mikill. „Þetta var svaka
hávaði enda var það planið, en
þetta var mjög fallegur hávaði.“
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn
sem kirkjuklukkurnar eru notað-
ar á hljómplötu hérlendis því kór
Hallgrímskirkju hefur notast við
þær á jólaplötu.
Daginn eftir að upptökunum
lauk fór Kristinn suður á land og
tók upp fallbyssuskot fyrir loka-
lagið á plötunni. „Það var góður
maður sem er með fallbyssu sem
leyfði okkur að taka upp hljóðið í
henni. Það var rosalegt,“ segir
Kristinn Gunnar, sem vonast til
að platan komi út fyrir jólin.
Klukkur Hallgrímskirkju á nýrri plötu
Lag Jet Black Joe, Rain, nýtur
mikilla vinsælda á myndbanda-
síðunni Youtube. Að minnsta kosti
fjórir erlendir tónlistarmenn
sjást á síðunni spreyta sig á lag-
inu, þar af tveir frá Filippseyj-
um.
„Ég hef ekki beint skýringu á
þessu, nema að einhvern tímann
vorum við með lagið á vinsælda-
lista á Filippseyjum. Það var gefið
út víða og komst á toppinn á Man-
ila,“ segir Gunnar Bjarni Ragn-
arsson, sem samdi lagið ásamt
söngvaranum Páli Rósinkrans.
„Okkur var boðið að fara þangað
út á sínum tíma og spila fyrir
fólkið en við létum Þýskalandstúr
ganga fyrir. Maður sér eftir því í
dag því það hefði ábyggilega
verið alveg meiri háttar. Ég veit
samt ekki af hverju menn eru að
spila þetta í dag. Kannski hefur
þetta komið í einhverjum sjón-
varpsþætti.“
Að sögn Gunnars er markaður-
inn stór á Filippseyjum. Samt
ætlar hann ekki að fylgja laginu
frekar eftir þrátt fyrir að það hafi
líkast til aldrei komið út á geisla-
diski þar í landi. „Þarna búa sex-
tíu milljónir og fjörutíu prósent
af þeim eru hrísgrjónabændur,“
segir hann. „Ég held að þetta lag
hafi komið út á kassettu á sínum
tíma því þetta var fyrir daga
geisladiskanna.“
Rain kom út á fyrstu plötu Jet
Black Joe árið 1992 og varð strax
gríðarvinsælt hér heima. Gunnar
Bjarni segist alltaf hafa þótt vænt
um lagið en vill þó ekki fullyrða
að það sé besta lag sveitarinnar.
„Það er melódískt og bandið var
líka í blússandi fjöri. Tíðarandinn
spilaði líka inn í á þessum tíma og
„kombakkið“ hjá okkur sýnir að
það var eitthvað í tónlistinni
okkar sem fólk vildi heyra
aftur.“
Jet Black Joe hætti störfum
árið 1996 eftir að hafa gefið út
þrjár hljóðversplötur. Sumarið
2002 kom sveitin aftur saman og
á síðasta ári kom síðan út fyrsta
plata hennar í tólf ár, Full Circle.
Naut titillagið mikilla vinsælda
hér á landi.
Ný plata með Jet Black Joe er
væntanleg á næsta ári og því ljóst
að sveitin er fjarri því að vera
dauð úr öllum æðum. „Við erum
að vinna að nýju efni en það er of
snemmt að segja hvernig loka-
útkoman verður,“ segir Gunnar
Bjarni.
Hafsteinn Þórólfsson er nú stadd-
ur á heimsmeistaramóti samkyn-
hneigðra í fótbolta í Buenos Aires
í Argentínu, ásamt öðrum liðs-
mönnum Strákafélagsins Styrmis.
Fréttablaðið náði tali af Hafsteini,
þjálfara liðsins, í gær, þegar
Styrmir hafði nýlokið sínum
fyrsta leik. „Við spiluðum á móti
Kanada og unnum tvö-núll, svo
þetta byrjar vel,“ sagði Hafsteinn
kátur, en liðið á eftir leiki gegn
liðum frá Argentínu, London og
San Francisco. Hafsteinn sagði
mikla stemningu fyrir mótinu í
borginni. „Það eru um fimm
hundruð þátttakendur í þessu, svo
þetta er nokkuð stórt og sérstak-
lega á þessum mælikvarða, innan
samkynhneigðra íþrótta,“ sagði
hann.
Styrmir hlaut fjárstyrki frá
ýmsum aðilum til að komast á
áfangastað, en þar á meðal er
bandaríski þingmaðurinn og rep-
úblikaninn Michael Huffington.
„Hann var í för með Bush eldri
þegar hann kom til Íslands. Hann
er samkynhneigður, og það voru
tveir úr liðinu sem sýndu honum
hvernig gay-lífið væri á Íslandi og
sögðu honum frá Styrmi. Honum
fannst kjörið að styrkja okkur,
gegn því að við gæfum honum
treyju,“ sagði Hafsteinn og hló
við.
Mótinu lýkur 29. september, en
þá munu nokkrir liðsmenn Styrm-
is halda áfram förinni um
Suður-Ameríku. „Nokkrir
okkar ætla til Perú og Bóliv-
íu að skoða fornar rústir,
fyrst við erum nú komnir
hingað,“ sagði Hafsteinn.
Hann bjóst ekki við að
liðsmenn myndu
spreyta sig á arg-
entínskum tangó
meðan á dvölinni í
Buenos Aires
stæði. „Nei, ég
held að við höld-
um okkur í takka-
skónum, við
erum betri í því,“
sagði hann og
hló við.
Taka takkaskóna fram yfir tangóinn