Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 24
 25. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að verðlag á Íslandi er með því hæsta sem gerist. Með auknum flugsamgöngum ferðast fólk meira og því gefast fleiri tækifæri til að versla erlendis. Þá má oft gera góð kaup og finna sérstaka hluti sem erfitt er að nálgast á gamla góða Fróni. Hér tökum við fyrir fjórar borgir sem gaman er að heimsækja og gott að versla í. Verslun og skemmtun í einni ferð Borgarferðir – draumaferðir kaupalkans Þessi umfjöllun er langt frá því að vera tæmandi hvað varðar frábærar verslunarborgir. Hér að neðan er listi yfir aðrar góðar borgir sem flogið er beint til frá Íslandi. Icelandair flýgur til Amsterdam, Baltimore, Barcelona, Bergen, Berlínar, Boston, Frankfurt, Gautaborgar, Glasgow, Halifax, Helsinki, Kaupmanna- hafnar, London, Madríd, Manchester, Minneapolis, Mílanó, München, New York, Orlando, Osló, Parísar, Salzburg, Stokkhólms og Washington DC. Iceland Express flýgur til Alicante, Barcelona, Berlínar, Billund, Lúxem- borgar, Friedrichshafen, Frankfurt Hahn, Gautaborgar, Kaupmannahafn- ar og London. Plúsferðir bjóða upp á Barcelona, Búdapest, Dublin, Madríd, Ríga og Róm, auk sólarlandaferða. Heimsferðir bjóða upp á ýmiss konar sérferðir en borgarferðirnar eru til Barcelona, Búdapest, Kraká, Ljubljana, Prag, Rómar, Flórens, Edinborgar, Montréal, Ríga, Stuttgart og Vilníus. Úrval-Útsýn býður upp á borgarferðir til Barcelona, Búdapest, Boston, Dublin, Madríd, Parísar, Ríga, Rómar, Stokkhólms og Washington DC. Ferðaþjónusta bænda býður líka upp á ýmsar ferðir. Glasgow Verslunarferðir til Glasgow hafa löngum verið vinsælar á Íslandi enda er flugið til Glasgow stutt og frek- ar ódýrt. Þar að auki má finna þar góða merkjavöru á lágu verði. Buchanan Galleries á 220 Buchanan Street er verslunarmið- stöð með meira en áttatíu búðum. St. Enoch‘s Shopping Center við St. Enoch Square er frábær versl- unarmiðstöð undir stóru glerþaki. Einnig eru ýmsir markaðir bæði innan- og utandyra. Borgin býður upp á alls konar skemmtun og er gaman að kíkja í leikhús og á skoska krá og síðan eru oft ýmsir menningarviðburðir í gangi. Ekki má gleyma því að þó að margt sé um að vera í borginni þá er landið sjálft mikil náttúru- paradís og auðvelt er að bregða sér út fyrir borgarmörkin. Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn er flestum Íslendingum að góðu kunn og er auðvelt að komast þangað því flug eru tíð. Vinsælt er að fara í aðventuferðir til Kaupmannahafnar og fá þar jólastemninguna beint í æð og taka jafnvel aðeins til hendinni í jólainnkaupunum. Kaupmanna- höfn er ein af þægilegustu borg- um Evrópu og er lítið mál að at- hafna sig í henni og komast á milli staða. Ekki spillir fyrir að auðvelt er að fá ódýrt flug til Danmerkur og því hægt að nota peningana í verslun og skemmt- anir. Strikið þekkja flestir en þar má finna fjölda verslana auk þess sem margar skemmtilegar verslanir leynast í hliðargötunum. „Pisserenden“ er gamalt verkamannahverfi sem minnir á Latínuhverfið í París og þar er að finna fjölda veitingahúsa og sérstæðra verslana sem selja tísku- fatnað og notaða muni. Kronprinsengade er nokkurs konar tískubraut Kaupmannahafnar og má þar finna skóbúðir og fataverslanir fína fólks- ins. Í Pilestræde-hverfinu má finna helstu tískumerkin. Á Norðurbrú má finna flóamarkaði, grænmetisverslanir og kebabstaði í bland við glæsi- legar tískuverslanir, gallerí, sérvöruverslanir og kaffihús. Helstu versl- unarmiðstöðvar eru Fisketorvet og Fields og er auðvelt að taka leigubíl þangað frá miðborginni. Á gangi um götur Glasgow. Kaupmannahöfn - Tívolíið í jólabúningi. Ríga Í Ríga, höfuðborg Lettlands, finn- ur þú allt sem hugurinn girnist í verslunum borgarinnar og ekki skemmir fyrir að verðlag er lágt. Verðlag í Prag hefur löngum þótt lágt á Íslandi en verðlagið í Ríga er enn lægra og því endast pen- ingarnir lengi. Skemmtanalífið er spennandi, veitingastaðir góðir og gamli bærinn er fallegur með rólegu og þægilegu andrúmslofti. Plús- ferðir eru með borgarferðir til Ríga og má finna frekari upplýsingar á vef þeirra, www.plusferdir.is. hrefna@frettabladid.is Hin heillandi Riga, höfuðborg Lettlands. Boston Boston er einstök og lífleg hafnarborg í Massachusetts- ríki. Borgin er afar mikilvæg í sögu Bandaríkjanna en þykir þó evrópsk í anda. Í Boston geta allir fundið eitt- hvað við sitt hæfi hvort sem um er að ræða tónlist, leiklist, íþróttir, veitingastaði eða verslanir. Um þess- ar mundir er dollarinn mjög lágur og því hagstætt að versla í Bandaríkjunum. Á Newbury Street má finna fjölda verslana og þá allt frá þekktum vörumerkjum og tískuhúsum yfir í litlar verslanir með sál. Stutt frá Newbury Street eru Prudential Center og Atrium Mall við Boylston Street en þar er einnig Colonnade-hót- elið. Aðrar verslunarmiðstöðvar eru til dæmis Cam- bridgeside Galleria sem er hinum megin við Charles- ána þar sem Harvard-háskólasvæðið er og Copley Place en Marriott-hótelið er þar í nágrenninu. Icelandair er með beint flug til Boston og skipuleggur einnig borgar- ferðir þar sem gisting er innifalin. Hafnarborgin Boston. fréttablaðið ferðalög

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.