Fréttablaðið - 25.09.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 25.09.2007, Síða 6
Hjólaðir þú í vikunni sem leið? Snertir vandi við mönnun leikskóla eða frístundaheimila þitt heimili? Allt að hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í Rangún í Búrma í gær, með um það bil 20 þúsund búddamunka í fararbroddi. Þetta er langstærsta mótmælaganga í landinu frá því herforingjastjórnin braut upp- reisn lýðræðissinna árið 1988 á bak aftur. Gengið var frá Shwedagon- pagóðunni, helgasta stað landsins, meira en tuttugu kílómetra leið að heimili Aung San Suu Kyi, leið- toga stjórnarandstöðunnar, sem hefur verið í stofufangelsi heima hjá sér árum saman. Margir heltust þó úr lestinni, en meira en fimm klukkutímum eftir að gangan hófst voru um þúsund munkar og 400 stuðnings- menn þeirra eftir og luku göng- unni með því að fara að gatna- mótum, þar sem lögreglan lokaði leiðinni að heimili Suu Kyi. Göngufólkið reyndi ekki að komast framhjá lögreglunni, held- ur lét það sér nægja að fara með bænir og segja: „Megi friður verða“ og sneri síðan frá. Sumir þátttakenda fullyrtu að nokkur hundruð þúsund manns hefðu tekið þátt í göngunni, en alþjóðleg hjálparstofnun sagði mannfjöldann vera mun meiri en fimmtíu þúsund og líklega allt að hundrað þúsund. Mótmælin í Búrma hófust 19. ágúst eftir að herstjórnin hækk- aði skyndilega verð á eldsneyti, en þau snerust fljótlega upp í almenn mótmæli gegn herfor- ingjastjórninni sem hefur stjórn- að með harðri hendi áratugum saman. Búddamunkar tóku að sér for- ystu í mótmælunum fyrir rúmri viku og síðan þá hafa mótmælin eflst dag frá degi og þátttakend- um fjölgað stöðugt. Munkarnir sjálfir hafa forðast að koma með pólitískar yfirlýsingar, en láta sér nægja að koma saman og biðja bænir á stöðum sem hafa pólit- íska skírskotun, svo sem við heim- ili Suu Kyi og fyrir utan banda- ríska sendiráðið. Í gær gengu þeir einnig framhjá varnarmálaráðu- neyti landsins og fram hjá heimili Thans Shwe, leiðtoga herforingja- stjórnarinnar. Herforingjastjórnin hefur hing- að til að mestu látið mótmæli munkanna í friði. Sumpart er það talið stafa af því hve mikillar virð- ingar munkarnir njóta í Búrma, en stjórnmálaskýrendur hafa sumir hverjir sagt að þrýstingur frá kínverskum stjórnvöldum ráði þar mestu. Herforingjastjórnin hótar valdbeitingu Allt að hundrað þúsund manns mótmæltu herforingjastjórn landsins í gær. Mótmælagöngurnar í Búrma eru orðnar þær fjölmennustu í sögu landsins. Þátttakendum fjölgar dag frá degi en nú hótar stjórnin valdbeitingu. Íslendingar leita í auknum mæli til tannlækna til að fá leiðréttingu á tannaðgerðum sem þeir hafa gengist undir í Taí- landi að sögn Sigurjóns Bene- diktssonar formanns Tannlækna- félags Ísland. „Það er mjög erfitt að leiðrétta tannaðgerðir, það er eiginlega ekki hægt,“ segir Sig- urjón sem segir um að ræða stór smíðaverkefni sem hafa ekki gengið nógu vel. Hann mælir ekki með tannlæknaferðum til Taílands. „Ef fólk vill hafa ein- hverja ábyrgð og upplýsingar um tannlækninn er best að skipta við tannlækni sem menn þekkja og hafa aðgang að.“ Tannlæknaðgerðir í Taílandi eru mun ódýrari en á Íslandi. Sig- urjón segir algengustu aðgerð- irnar sem fólk fari í vera krónu- og brúarsmíði. „Þessar aðgerðir eru mjög mikil nákvæmnisvinna. Ef ekki eru notuð rétt efni, eins og réttir málmar og rétt postulín, þá fer illa. Það er svo mikil hætta á glufu á milli tannarinnar og krónunnar,“ segir Sigurjón og bendir á að skemmdir geti fylgt í kjölfarið. „Undirstaðan verður að vera traust.“ Erfitt að leiðrétta aðgerðir Eldur kviknaði í sófa sem stóð á svölum hússins við Hverfisgötu 42 í Reykjavík á fimmta tímanum í fyrrinótt. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað og að sögn varðstjóra logaði sófinn glatt þegar að var komið. Eldurinn hafði sprengt rúðu í stofu, en ekki náð að læsast í húsið. Um 30 manns búa í húsinu, sem var rýmt á meðan á slökkvistarfi stóð. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, en reykræsta þurfti húsið áður en íbúar fengu að snúa aftur til síns heima. Að sögn slökkviliðs er talið að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettuglóð. Sófi á svölum logaði glatt Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur eignast 6,78 prósenta hlut í Landsneti í kjölfar sölu OR á eignum, aðallega háspennulín- um, að andvirði 1.313 milljóna króna. Með kaupunum hefur Landsnet loks eignast allt raforkuflutningskerfið. Landsnet greiddi fyrir háspennulínurnar með 913 millj- ónum króna í peningum. Auk þess var hlutafé félagsins aukið um 400 milljónir sem komu í hlut OR, segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Landsnet hefur með þessu eignast allt flutningskerfið. Umsjón með kerfinu, rekstur þess og uppbygging er þar með komin á eina hendi. Það er ákveð- in hagræðing fólgin í því að fá þetta allt undir sama hatt,“ segir Þórður. Hann segist ekki sjá fyrir sér frekari breytingar á hluthafahópi, eða að hlutafé Landsnets verði aukið frekar. Landsvirkjun á eftir sem áður stærstan hlut í Landsneti, 64,73 prósent. Aðrir hluthafar eru Raf- magnsveitur ríkisins með 22,51 prósent, OR með 6,78 prósent og Orkubú Vestfjarða með 5,98 pró- sent. OR eignast hlut í Landsneti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.